Fréttablaðið - 20.12.2007, Side 4

Fréttablaðið - 20.12.2007, Side 4
Bandaríska fréttatímaritið Time hefur valið Vladimír Pútín Rússlandsforseta sem mann ársins 2007. „Hann er nýi keisarinn í Rússlandi og hann er hættulegur að því leyti sem hann lætur sér borgararéttindi og málfrelsi í léttu rúmi liggja,“ segir Richard Stengel, ritstjóri Time. Áður hafa meðal annarra Adolf Hitler, Mahatma Gandhi, flestir leiðtogar Sovétríkjanna og flestir Bandaríkjaforsetar undanfarna hálfa öld verið menn ársins hjá Time. Pútín valinn maður ársins Ríkisstjórnin hefur ákveðið að „setja fólk til verka“ til að fara yfir kröfugerð Alþýðusambands Íslands gagn- vart ríkisstjórninni og verður við- ræðum haldið áfram eftir hátíð- arnar, að sögn Ingibjargar R. Guðmundsdóttur, varaforseta ASÍ. Litlu munaði að kjaraviðræð- urnar færu í loft upp í gær þar sem forysta ASÍ taldi sig skynja áhugaleysi hjá stjórnvöldum. Krafa um sérstakan persónuaf- slátt stóð í ríkisstjórninni. Forysta ASÍ hitti Geir H. Haar- de forsætisráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráð- herra á miðvikudagskvöldið til að ræða kröfugerð samtakanna. For- menn landssambandanna hittust svo í gærmorgun og fóru yfir stöð- una. Á þeim fundi kom í ljós að formennirnir töldu ríkisstjórnina áhugalausa um aðkomu að samn- ingunum. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands- ins, vill ekki gera mikið úr því en segir að auðvitað geti kveikurinn stundum verið stuttur hjá mönn- um. Eftir símtal varaforseta ASÍ og forsætisráðherra síðdegis í gær varð hins vegar ljóst að ríkis- stjórnin vildi setja menn í útreikn- inga á kröfum og ræða málið betur. Þær viðræður hefjast eftir hátíðarnar. Varaforseti ASÍ segir að verkalýðsforystan hafi verið að bíða eftir svari frá ríkisstjórninni við áherslum ASÍ. „Við höfum verið að gera bæði ríkisstjórn og öðrum skýra grein fyrir því að aðkoma ríkisstjórnarinnar með þeim hætti sem við höfum verið að leggja upp sé forsenda fyrir því að við náum kjarasamningum,“ segir hún. „Við vorum orðin töluvert áhyggjufull og fólk var farið að setja sig í þær stellingar að reyna nýjar leiðir þegar við heyrðum frá forsætisráðherra. Ríkisstjórnin er tilbúin til að setja fólk til verka með okkur strax eftir hátíðar við að fara yfir þetta og reyna að finna ásættanlegar lausnir. Við vorum nánast komin að þeirri niðurstöðu að það væri ekki vilji til að gera neitt í málinu en förum nú von- betri inn í jólin,“ segir Ingibjörg. Starfsgreinasambandið hefur afboðað samningafund sem átti að vera í dag. Kristján segir að hin- krað verði fram yfir jól og áramót enda fáist ekki skýrt svar. Ekki sé hægt að halda áfram viðræðum fyrr en fréttir fáist af þeirri mikil- vægu forsendu sem aðkoma ríkis- stjórnarinnar sé. Skattamálin stóðu í ríkisstjórninni Litlu munaði að kjaraviðræðurnar færu í loft upp í gær þegar forysta verkalýðs- hreyfingarinnar taldi sig skynja áhugaleysi hjá ríkisstjórninni. Forsætisráðherra ætlar að láta reikna út kostnað við kröfurnar. Viðræður halda áfram á nýju ári. Utanríkisráðherra Tyrklands skoraði í gær á ríkisstjórnir Evrópusambands- landanna að standa við gefin fyrirheit um að viðræður þær sem sambandið á nú í við Tyrki miðuðu að því að þeir fengju fulla aðild að sambandinu. Hvatti tyrkneski ráðherrann, Ali Babacan, á blaðamannafundi í Brussel ráðamenn ESB-ríkjanna til að láta Nicolas Sarkozy Frakk- landsforseta ekki fá því fram- gengt að ESB breyti samnings- markmiðinu í að Tyrkir fái viðaminni samning um náin tengsl við sambandið í stað fullrar aðildar. Sagði hann slíka viðleitni „óábyrga“. Stefnt verði að fullri aðild Dagskrárliðurinn Orð kvöldsins, sem var á dagskrá Rásar 1 þar til fyrir rúmum þremur mánuðum, hefst á ný 7. janúar á næsta ári. Þetta staðfest- ir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Þátturinn var tekinn af dagskrá vegna afkáralegar tímasetningar, en hann var síðasti dagskrárliður fyrir kvöldfréttir. Í honum var farið með stutta kvöldbæn. Eldri borgarar brugðust við með því að funda með Páli og óska eftir að þátturinn yrði aftur settur á dagskrá. Ákveðið var að verða við þeirri ósk, en færa þáttinn eftir kvöldfréttirnar klukkan tíu. Orðin óma á ný eftir áramótin Umsátursástandið sem skapaðist í Mosfellsdal á mánudagsmorgun var ekki eins alvarlegt og haldið var í fyrstu. Lögreglan, ásamt sérsveitar- mönnum og samningamönnum, sat um húsið í um eina og hálfa klukkustund en að því loknu kom maðurinn út. Var hann þá ekki vopnaður eins og talið var en undir áhrifum vímuefna. Málið er komið til rannsóknar hjá ofbeldisbrotadeild lögregl- unnar en maðurinn hefur ekki verið ákærður. - Ekki jafn alvar- legt og talið var Ekki var kannað sérstaklega í stjórn Landsvirkjunar hvort lagaheimildir væru til staðar fyrir stofnun Landsvirkjun Power og tilfærslu verkefna inn í fyrirtækið. Páll Magnús- son, stjórnarformaður Lands- virkjunar, segist telja að Lands- virkjun hafi fulla heimild til að stofna félög og eiga í félögum. „Það hafa engar efasemdir komið fram um þetta, hvorki þegar Landsvirkjun Invest var stofnað, eða þegar nafninu var breytt í Landsvirkjun Power og framkvæmda- og verkfræðisvið Landsvirkjunar voru færð þangað inn,“ segir hann. „Ég tel engan vafa á því að þetta sé heimilt.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að lagaheimildir séu óljósar fyrir þeirri breytingu sem varð á starfsemi Landsvirkjunar þegar Lands- virkjun Power var stofnað og hluti verkefna Landsvirkjunar færðist þangað inn. Landsvirkjun Power er hlutafélag, og tekur til starfa um áramótin. Eigið fé þess verður átta milljarðar króna, sem koma frá Landsvirkjun. Þar af eru allt að fimm milljarðar sem ætlaðir eru sem hlutafé í HydroKraft Invest, en Landsvirkjun Power mun eiga það fyrir- tæki til helminga við Lands- bankann. Könnuðu ekki lagaheimildir Hvalir og höfrungar eru meðal þeirra sjávardýra sem eru á lista yfir kærendur í lögbannsmáli gegn olíufyrirtæki á Filippseyjum. Dýrin eru skjólstæðingar tveggja umhverfissinnaðra lögfræðinga sem segjast vera ráðsmenn hinna lægra settu dýrategunda. Samkvæmt filippeyska fréttavefnum Inquirer leggjast lögfræðingarnir gegn áformum fyrirtækisins Japex um olíubor- anir í Tanonsundi, sem liggur á milli eyjanna Negros og Cabu. Þeir vilja að hæstiréttur landsins tryggi öryggi þeirra dýra sem halda til á svæðinu. Hvalir lögsækja olíufyrirtæki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.