Fréttablaðið - 20.12.2007, Side 6

Fréttablaðið - 20.12.2007, Side 6
 „Við höfum ekkert ósatt sagt,“ segir Ásgeir Sigurðsson, staðgengill forstöðumanns Laug- ardalslaugarinnar, um ágreining sem kominn er upp um aðstæður á slysstað þegar ung stúlka missti fingur við laugina. Forstöðumaðurinn sagði í Fréttablaðinu á þriðjudag, að stúlkan hefði fest fingurinn í vír- lykkju á viðvörunarskilti á bakka grunnu laugarinnar, sem hafi verið fjarlægt eftir slysið. Þetta segir Ragnar Karl Inga- son, sem var á staðnum þegar slysið átti sér stað, alrangt. Þar hafi ekkert skilti verið, einungis vírlykkjan. Ragnar Karl og unn- usta hans voru í lauginni og var umrædd stúlka í för með þeim. „Vírinn var mjór, sterklegur og um fjórir sentimetrar í þvermál en skiltið hafði verið fjarlægt,“ segir Ragnar Karl. „Stúlkan var á leið inn í bún- ingsherbergi og þar sem það var hált studdi hún sig við handriðið. Svo virðist sem vísifingur hægri handar hafi smogið inn í vírlykkj- una og hún við það misst jafn- vægið og dottið. Ég benti tveimur starfsmönn- um Laugardalslaugar á vírlykkj- una og þeir brugðust skjótt við og klipptu vírinn,“ segir Ragnar Karl Ingason. Deilt um viðvörunarskilti Eldur kom upp í stórri skemmu við Gufunesveg í nótt og var slökkvilið kallað út um átta leytið í gærmorgun. Þrjár fólksbifreiðar brunnu í eldinum. Þær voru allar númerslausar, en þó nothæfar. Upptök eldsins eru ókunn og virðist hann hafa slökknað af sjálfsdáðum, mögulega vegna súrefnisskorts í geymslunni. Enginn varð eldsins var um nóttina. Málið er í rannsókn. Að sögn varðstjóra slökkviliðs var fjöldi bifreiða í skemmunni, þar á meðal húsbílar, tjaldvagnar og rútur. Urðu margar bifreiðanna fyrir tjóni vegna sóts og reyks. Þrír bílar brunnu í bifreiðaskemmu – 3 ferðaskrifstofur! 1 gjafabréf Þú getur valið úr fjölbreyttu úrvali ferða hjá þremur ferðaskrifstofum. Allt í einu gjafabréfi. Úrval-Útsýn: 585 4000 Sumarferðir: 514 1400 Plúsferðir: 535 2100 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu á stóra fíkniefnamálinu sem kom upp í Fáskrúðsfjarðarhöfn í haust er nánast lokið. Aðeins er eftir að ganga frá gögnum og senda þau í ákærumeðferð hjá embætti ríkissaksóknara. Er gert ráð fyrir að það verði á allra næstu dögum, að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkni- efnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Rannsóknin hefur verið mjög umfangsmikil en gengið vel,“ segir Karl Steinar. Þrem af fimm sakborningum sem sitja undir lás og slá hér á landi vegna málsins var í fyrradag gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi í sex vikur. Einn til viðbótar situr í gæsluvarðhaldi, en sá fimmti hefur hafið afplánun vegna annarra afbrota. Þá situr Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Færeyj- um í tengslum við málið. Hann reyndist hafa í fórum sínum tæpt kíló af e-töfludufti og um það bil 800 grömm af amfetamíni. Rétt um þrír mánuðir eru liðnir síðan málið kom upp þegar lögreglan tók um fjörutíu kíló af fíkniefnum í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Um var að ræða amfetamín, e-töfluduft og e-töflur. Linda Pétursdóttir afhendi í gær Fjölskylduhjálp Íslands 100 mánaðarkort í líkamsræktar- stöðvar Iceland Spa & Fitness. Gjöfin er ætluð efnalitlum unglingum sem oft gleymast þar sem gjafir mannúðarsamtaka eru frekar hugsaðar fyrir börn. Gjöfin til unglinganna kemur í stað jólagjafar fyrirtækisins til starfsmanna sinna. Efnalitlir ungl- ingar fá gjöf Ert þú búin(n) að setja upp jólaskraut? Finnst þér rétt að hafa auglýs- ingahlé í miðju áramótaskaup- inu? „Við skynjum ekki stöðuna þannig,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuð- borgarsvæðisins, um þá fullyrð- ingu ritstjóra Lögreglublaðsins að of mikið álag og léleg kjör valdi bresti í lögregluliðinu. „Þó að álagið sé vissulega mikið á menn þá er þetta ákaflega sam- heldinn og góður hópur. Þegar gefur á bátinn þá þjappa menn sér saman á okkar vinnustað eins og öðrum,“ segir lögreglustjóri. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra segir að frá því ríkislög- reglustjóri tók saman í byrjun september greinargerð um lög- reglumenn hafi staðan ekki versn- að. Í úttektinni kom fram að lög- reglumenn á landinu öllu væru 710, eða sami fjöldi og árið 2006. Þá hafi nemum í lögregluskólan- um fjölgað. Dómsmálaráðherra segir niður- stöðu úttektar á nýskipan lög- reglumála verða birta snemma á næsta ári. „Sameiningin hefur gengið mjög vel hér á höfuðborg- arsvæðinu og skilað þeim árangri, sem að var stefnt,“ segir Björn. Að sögn dómsmálaráðherra leggur hann höfuðáherslu á að efla löggæslu í landinu. „Innri skipan einstakra embætta er í höndum lögreglustjóra. Stefán Eiríksson hefur mikinn metnað fyrir embætti sitt og liðsmenn þess. Hann hefur markað skýra stefnu og fylgt henni fram af þunga og fyrir opnum tjöldum,“ segir ráðherra. Spurður um þá fullyrðingu rit- stjóra Lögreglublaðsins að nemar og afleysingamenn séu saman á lögreglubílum og takist á við verk- efni sem séu of krefjandi og vandasöm fyrir aðra en faglærða lögreglumenn svarar dómsmála- ráðherra: „Yfirstjórn lögreglu tekur ákvarðanir um skipan manna í bifreiðar og treysti ég mati hennar í því efni.“ Stefán Eiríksson segir að upp hafi komið einstaka slík tilfelli. „Við gerum þetta ekki nema í ítr- ustu neyð þegar við höfum ekki menntaða lögreglumenn til að manna alla bíla,“ segir Stefán sem kveður nú um 30 lögreglunema fylla stöður menntaðra lögreglu- manna. Ástandið batni á næsta ári þegar um 80 manns útskrifist úr lögregluskólanum. Þá segir Stefán að vandinn hafi verið ljós fyrir nokkrum mánuð- um og að gripið hafa verið til ráð- stafana, meðal annars þeirra að taka upp tímabundnar álags- greiðslur til allra starfandi lög- reglumanna. „Við höfum að minnsta kosti náð að stöðva þá þróun sem blasti við og í einhverj- um tilvikum náð mönnum til baka,“ segir lögreglustjóri. Lögreglustjóri kveðst ekki sjá bresti í liðinu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir sameiningu lögregluembætta á höfuðborgarsvæðinu hafa skilað tilætluðum árangri. Stefán Eiríksson lögreglu- stjóri tekur ekki undir fullyrðingar um bresti í lögregluliðinu vegna álags.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.