Fréttablaðið - 20.12.2007, Side 13

Fréttablaðið - 20.12.2007, Side 13
FIMMTUDAGUR 20. desember 2007 13 FÓLK Sjötíu starfsmenn SPRON vinna nú sem sjálfboðaliðar við að útbúa körfur með mat og fleiru sem síðan er úthlutað til þeirra sem ekki sjá sér fært að kaupa jólamat. Verkefnið er unnið fyrir Rauða kross Íslands, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar sem hafa yfirumsjón með verkinu en þessir aðilar úthluta sameiginlega slíkum jólaglaðningum fyrir jólin. Að sögn Jónu Pétursdóttur, forstöðumanns almannatengsla hjá SPRON, eru allir starfsmenn SPRON í varaliði Rauða kross Íslands sem þýðir að til þeirra er leitað ef mannskap þarf í verkefni sem þetta. - ovd Starfsmenn SPRON hjálpa: Sælla að gefa en þiggja JÓLAGLEÐIN ER AÐ GEFA ÖÐRUM Matarkörfur útbúnar af sjálfboðaliðum. FRÉTTABLAÐID/VÖLUNDUR Sprengja í gengjastríði Sprengjusveit frá lögreglunni í Malmö í Suður-Svíþjóð gerði á sunnudag óvirka sprengju sem hafði verið komið fyrir við verslun í bænum And- ersberg. Að sögn lögreglu eiga tvö gengi af ólíkum kynþáttum í erjum í Andersberg. SVÍÞJÓÐ Tveir látnir Talið er að tveir hafi látist í bænum Nokia í Finnlandi þegar frárennslis- vatn blandaðist saman við krana- vatnið nýlega. Helmingur bæjarbúa veiktist í mengunarslysinu. FINNLAND GRÆNLAND Grænlenska land- stjórnin sendi nýverið frá sér fréttatilkynningu þess efnis að engar uppsagnir myndu fylgja endurskipulagi á stjórnsýslunni sem gengur í gildi eftir áramót. Þetta kom fram á vef grænlenska dagblaðsins Sermitsiak. Stefnt er að því að endurskipulagið hafi í för með sér talsverða einföldun á starfsháttum grænlensku heimastjórnarinnar. Einföldun stendur jafnframt til á fleiri sviðum grænlenskrar stjórnsýslu þar sem sveitarfélögum landsins verður á komandi ári fækkað talsvert með samruna og þannig dregið úr rekstrarkostnaði. - vþ Heimastjórnin á Grænlandi: Endurskipulag án uppsagna SUÐUR-AFRÍKA, AP Andstæðar fylkingar stuðn- ingsmanna Jacobs Zuma og Thabo Mbeki reyna nú að bera vopn á klæðin og ná fram sáttum eftir hatramma kosningabaráttu fyrir leiðtoga- kjör í Afríska þjóðarráðinu, ANC. Sigurvegarinn, Jacob Zuma, hefur lengi verið einn umdeildasti stjórnmálamaður Suður- Afríku. Hann er sagður siðspilltur og skorta dómgreind, vera hálfgerður trúður jafnvel: Hláturmildur og fyrirferðarmikill maður sem gjarnan klæðir sig í hlébarðaskinn að hætti Zúlúmanna, á nokkrar eiginkonur og hefur ekki tölu á barnafjölda sínum. Hann hefur verið ákærður fyrir nauðgun og enn eru spillingarmál á hendur honum óútkljáð fyrir dómstólum. Helsta siðgæðisrödd þjóðar- innar, Desmond Tutu erkibiskup, hvatti flokksfélaga sína á föstudaginn til þess að kjósa ekki Zuma, mann sem „flest okkar myndu skammast sín fyrir“. Þrátt fyrir allt þetta nýtur hann mikilla vinsælda, einkum meðal ungs fólks og í dreifbýlinu. Hann þykir hlýrri persónuleiki en Mbeki, og hefur lagt áherslu á að styðja við bakið á fátæklingum. Hinar miklu vinsældir hans skiluðu sér í því að á flokksþingi ANC hlaut hann 2.329 atkvæði en mótherjinn Mbeki aðeins 1.505. Zuma tekur því við af Mbeki sem leiðtogi flokksins og þykir þá nokkuð öruggur um að verða forseti Suður- Afríku að loknum kosningum árið 2009. - gb Mikil spenna enn í röðum andstæðra fylkinga í Suður-Afríku: Reynt að bera klæði á vopnin ÁNÆGÐUR MEÐ SIGURINN Sigurvegarar leiðtogakjörsins, þeir Jacob Zuma og Kgalema Motlanthe, sem verður varaformaður ANC. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.