Fréttablaðið - 20.12.2007, Síða 36

Fréttablaðið - 20.12.2007, Síða 36
36 20. desember 2007 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Þ að hefur færst mjög í vöxt að fjárfestar færi eignar- hluti sína í fyrirtækjum í erlend eignarhaldsfélög. Tilkynningar um slíkt hafa birst reglulega í Kauphöll Íslands undanfarin tvö ár. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur bent á að erlent eignarhald fyrirtækja í Kauphöllinni hefði í september síðastliðnum numið 41 prósenti og hefði auk- ist mikið frá sama tíma í fyrra. Sú þróun væri merki um aukna erlenda fjárfestingu hérlendis þótt ljóst væri að mikið væri um að Íslendingar geymdu eign sína í erlendum félögum. Sem dæmi geyma allir stærstu eigendur í Kaupþingi, Glitni og Landsbankanum eignarhluti sína í erlendum dótturfélögum. Athugun Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti, leiddi í ljós að sama er uppi á teningnum í stærstu félögunum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Erlendu félögin eru meira og minna í eigu Íslendinga. Oft er um flókin eignatengsl að ræða sem erfitt er að rekja. Exista B.V. er hollenskt félag sem skráð er fyrir næstum fjórð- ungshlut í Kaupþingi. Það félag er í eigu Exista á Íslandi. FL Group geymir þriðjungshlut sinn í Glitni í hollensku félagi. Sam- son eignarhaldsfélag á yfir fjörutíu prósent í Landsbankanum. Samson er íslenskt félag en í eigu tveggja félaga sem eru skráð á Jersey og á Kýpur. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor í Háskólanum í Reykjavík, sagði í samtali við Fréttablaðið að töluvert væri um að eignir væru fluttar til Hollands. Augljóst væri að það stafaði af skattalegum ástæðum. Það er mikilvægt fyrir einstaklinga, hvar sem þeir búa, að geta flutt fjármagn sitt auðveldlega á milli landa. Sé það mögulegt er böndum komið á stjórnmálamenn sem í sífellu vilja hækka skatta á fólk og fyrirtæki til að standa undir misnauðsynlegum verkefnum. Ekki er óvarlegt að fullyrða að peningar nýtast fleira fólki betur til langs tíma í höndum eigenda en stjórnmálamanna. Þá er fjármagnið notað til uppbyggingar á arðbæran hátt en ekki í óþarfa gæluverkefni og atkvæðakaup þrýstihópa. Hins vegar er mikilvægt að fólk virði lög og reglur sem gilda. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir í viðtali við Markaðinn að ekkert bendi til þess að umfang skattsvika í gegnum erlend eignarhaldsfélög hafi minnkað frá árinu 2004. Miðað við tekjur ríkissjóðs undanfarin þrjú ár gætu skattsvik í gegnum þessar erlendu tengingar numið allt að fimmtán millj- örðum króna. Það jafngildir kostnaði við rekstur framhalds- skólakerfisins á síðasta ári. Íslensk stjórnvöld hafa staðið sig vel í samkeppni landa um hagstætt skattaumhverfi fyrirtækja. Mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut og forðast allar tilraunir ríkja í Evrópu til að samræma skattastefnu landanna. Næsta skref hlýtur að vera að lækka álögur á einstaklinga. Þannig tryggjum við áfram aukna verðmætasköpun og betri lífsgæði allra og drögum úr þörf fjár- festa til að færa fjármagn sitt í erlend eignarhaldsfélög. Erlendum eignarhaldsfélögum fjölgar á Íslandi. Mikilvægi frjáls flæðis fjármagns BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR Bækur kosta sitt. Nú eru að koma jól, og nýjar bækur kosta þrjú þúsund krónur í búðunum, sumar kosta fjögur eða fimm. Bækur taka tíma. Sumir renna sér í gegn um langa bók á litlum tíma, aðrir gefa sér langan tíma í lesturinn og gera þá ekki annað á meðan. Ef bók kostar þrjú þúsund krónur í búð og lesandinn þarf fimm klukkutíma til að ljúka henni, þá kostar bókin í raun og veru þrjú þúsund kall og fimm tíma, því þann tíma hefði handlaginn lesandi getað notað til að hengja upp nýja eldhúsinnréttingu. Ef lesandinn á kost á aukavinnu, sem gefur af sér tvö þúsund krónur á tímann, þá kostar bókin lesandann í raun og veru ekki þrjú þúsund krónur, heldur þrettán þúsund. Þótt útgáfukostnaður fari lækkandi, kostar bóklestur sífellt meira og meira, því að samkeppnin um tíma lesendanna fer harðnandi: tíminn hækkar í verði. Allt, sem tekur tíma og kallar á viðveru, án þess að vélum og tækjum verði við komið til að bera baggana – hjúkrun, kennsla, lestur, löggæzla – allt kostar þetta meira og meira með tímanum. Það er engin tilviljun, að sjúkrahúsin, skólarnir og lögreglan eru í kröggum. Lestrarfélögin eru ekki lengur til nema á stöku stað. Í landbúnaði var hægt að leysa vinnandi hendur af hólmi með hest- afli, síðan með vélarafli og nú með tölvutækni. Bústörf, sem gleyptu nær allan mannaflann í ungdæmi ömmu minnar, kalla nú aðeins á þrjú eða fjögur prósent af vinnuaflinu. Sama á við um sjávarútveginn, iðnað og ýmsa þjónustu, þar sem vélar og tæki halda framleiðslukostnaðinum niðri með því að auka afköst mannaflans. Um persónulega þjónustu gegnir öðru máli. Þar eru engar greiðfærar flýtileiðir í boði, þótt tæki og tölvur geti að vísu hjálpað til við skurðaðgerðir, kennslu og löggæzlu. Það er og verður tveggja manna verk að taka mann fastan. Það hlýtur að vera áleitin freisting að bæta ódýru erlendu vinnuafli í lögregluna líkt og spítalarnir hafa gert og dvalarheimilin, en ekki ber enn á því. Kemst bókin af? Hvernig hefur bóklestri reitt af í lífsins ólgusjó? Annar hver Portúgali les aldrei bók. Þriðji hver Ítali les aldrei bók. Fjórði hver Dani les aldrei bók, ekki heldur Norðmenn. Fimmti hver Íri les aldrei bók. Sjötti hver Þjóðverji les aldrei bók, ekki heldur Bandaríkja- menn eða Íslendingar. Ég tek þessar tölur flestar úr lærðri ritgerð eftir kunningja minn, fyrrum menntamálaráðherra Hollands, nú prófessor í Oxford. Svíar lesa manna mest, en tólfti hver Svíi les þó aldrei bók. En þetta er ekki svo slæmt. Ef við snúum tölunum við, kemur í ljós, að langflest fólk les bækur. Í flestum nálægum löndum seljast fimm til sex bækur á mann á hverju ári, flestar í Frakklandi (sjö). Í Suður- Evrópu lána almenningsbókasöfn eina bók á mann á ári á móti átta bókum hér heima og tíu í Dan- mörku, Finnlandi og Hollandi. Í flestum hátekjulöndum grípur fimmti til tíundi hver fullorðinn karl í bók á hverjum degi. Ástralar, Bandaríkjamenn, Bretar, Írar, Kanadamenn, Svisslendingar og Svíar eru bókhneigðastir, þar les fjórðungur allra karla daglega part úr bók. Konur lesa alls staðar miklu meira en karlar. Bókaútgáfa er nú blómlegri en nokkru sinni fyrr. Flest evrópsk forlög eru smáfyrirtæki og gefa út 20 til 40 titla á ári. Dönsk forlög gáfu út 275 bækur á hverja 100.000 íbúa 1999, tvisvar sinnum fleiri bækur en 1975. Brezk forlög gáfu út 188 bækur á hverja 100.000 íbúa 1999, þrisvar sinnum fleiri en 1975. Hér heima voru gefnir út 444 titlar á hverja 100.000 íbúa 1999 á móti 236 titlum 1975. Meðalupplag bóka er lítið á litlum málsvæðum, og því er rúm fyrir fleiri útgefna titla miðað við fólksfjölda. Til viðmiðun- ar gáfu bandarísk forlög út 24 titla á hverja 100.000 íbúa 1999 á móti 39 titlum 1975. Bókaútgáfa hefur aukist í nær öllum hátekjulöndum nema Bandaríkjunum. Bókabúðir blómstra margar. Aðeins sjötta hver bók á Bretlandi er seld á vefnum, tuttugasta hver í Þýzka- landi og enn minna í Frakklandi. En les fólk meira? Það er ekki vitað. Holland er eina landið, sem á tölur um þróun bóklestrar síðan 1975. Samkvæmt þeim lesa færri Hollendingar bækur en áður, en hver lesandi virðist verja svipuðum tíma til bóklestrar og fyrr. Bókin lengi lifi Bandaríkjamenn horfa manna mest á sjónvarp samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD, átta stundir á viku að jafnaði á móti fjórum á Ítalíu, þrem og hálfri í Portúgal og á Spáni, þrem í Bretlandi, Danmörku og Finnlandi og tveim og hálfri í Sviss og Svíþjóð líkt og á Íslandi. Ekki verður séð, að bóklestur standi endilega í öfugu sambandi við sjónvarpsáhorf. Kaninn er iðinn við hvort tveggja og vefinn líka, og hann vinnur manna mest líkt og við. Bókin lengi lifi. Bækur halda sjó Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Öryggis- og varnarmál Valgerður Sverrisdóttir segir á vef-síðu sinni, að ég hafi viljað, að starf- semi ratsjárstofnunar félli undir „starf- semina í Skógarhlíð og þar með dómsmálaráðuneytið“ og ég hafi talið það stílbrot „að varnamálastofnun yrði til“ en nú hafi ég snúið við blaðinu, leyst ágreining fyrir forsætisráðherra og gefið eftir gagnvart Ingibjörgu Sólrúnu. Frá því að varnarliðið fór hef ég lagt áherslu á borgaralegt hlutverk stofnana dómsmálaráðuneytis- ins. Hinn hernaðarlegi þáttur er hjá utanríkisráðu- neytinu. Hér þarf að greina skýrt á milli. Ég hef jafnframt lagt áherslu á flutning boða frá ratsjár- kerfinu til miðstöðvarinnar við Skógarhlíð. Telji utanríkisráðherra nauðsynlegt, að sérstök varnar- málastofnun sinni hernaðartengdum verkefnum vegna aðildarinnar að NATO og varnarsamstarfs við Bandaríkin í stað þess að verkefnið sé innan utanríkisráðuneytisins, lít ég ekki á það sem neitt stílbrot. Siv Friðleifsdóttir segir í Fréttblaðinu 18. desember, að ég hafi unnið að því að leggja „megin- línur í varnar- og öryggismálum þjóðarinnar í myrkviðum kompum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.“ Þetta er alrangt. Ég hef í einu og öllu fylgt fram efni yfirlýs- ingar ríkisstjórnarinnar frá 26. septem- ber 2006, en í þeirri ríkisstjórn sátu þær Siv og Valgerður. Hinn 29. mars 2007 gerði ég ítarlega grein fyrir framvindu öryggis- og varnarmálanna í opinberu erindi og nú hef ég birt skýrslu um málið og lagt hana fyrir starfshóp utanríkisráðherra um hættumat. Það er rangt hjá Siv, að ég hafi verið gerður afturreka með nokkuð af þessum málum. Efni frumvarps um varalið lögreglu hef ég kynnt opinberlega og fulltrúar allra stjórn- málaflokka, ekki aðeins stjórnarflokkanna, eins og Siv segir, hafa verið upplýstir um ákvæði í hugsan- legu frumvarpi um öryggis- og eftirgrennslanaþjón- ustu lögreglunnar. Öryggisleysi í Framsóknarflokknum birtist meðal annars í viðleitni Valgerðar og Sivjar til að ala á tortryggni í garð okkar, sem berum ábyrgð á öryggismálum þjóðarinnar. Ég fullvissa þær um, að ekki verður farið á bakvið þær eða nokkurn annan við meðferð þessara mála og allir geta komið óskaddaðir frá umræðum um þau, enda sé farið rétt með staðreyndir. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. Öryggisleysi í Framsóknarflokknum BJÖRN BJARNASON Bækur Viva la Guðjón Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, var í tveggja vikna leyfi frá þingi en ástæðan er sú að hann ákvað að bregða sér til Kúbu rétt fyrir jól. Guðjón var þó hvorki í opinberri heimsókn til Kastró né að heilsa upp á systurflokk Frjálslyndra á Kúbu, ef hann er þá til, heldur þurfti hann aðeins að kasta mæðinni í lok annasams árs. Formaðurinn slæst þar með í hóp frægðarfólks á borð við Diego Maradona, sem hafa farið til Kúbu sér til heilsubótar. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Guðjón hafi kynnt sér fiskveiðistjórnunarkerfi kúbverska kommún- istaflokksins og alls ekki ólíklegt að honum hugnist það betur en íslenska kvótakerfið, sem hann hefur stæka óbeit á. Varalið og óeirðabílar Pétur Gunnarsson, ritstjóri Eyjunnar, fullyrðir að Björn Bjarnason dóms- málaráðherra vilji koma á fót 240 manna varaliði við lögregluna, kaupa fyrir liðið hjálma, skildi og „annan búnað“ og fjóra óeirðabíla, en slík tæki eru iðulega búin kraftmiklum brunaslöngum til að leysa upp uppþot. Á litla Íslandi hugnast fáum slík tryllitæki. Væri ekki fín málamiðlun að sleppa óeirðabílunum en láta varaliðið fá vatnsbyssur í staðinn? Lög, ær og kýr Breytingar voru gerðar á lögum um innflutning dýra á Alþingi á dögunum, meðal annars bætt við löngu tímabærri orðskýringu: Gæludýr. Samkvæmt laganna bókstaf eru gæludýr af eftirgreindum flokkum og tegundum: Hundar, kettir, kanínur, skrautfiskar, vatnadýr, nagdýr og búrfuglar. Til búfjár tilheyra hins vegar alifuglar, geitfé, hross, kanínur, loðdýr, naut- gripir, sauðfé og svín. „Rísi ágrein- ingur um hvað skuli falla undir hugtakið búfé,“ segir í lögunum, „sker landbúnaðarráðherra úr“. Sem þýðir væntanlega að vilji maður halda innflutt svín eða hænu sem gæludýr þarf Einar K. Guðfinnsson að veita blessun sína. bergsteinn @frettabladid.is G O T T F O L K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.