Fréttablaðið - 20.12.2007, Page 42

Fréttablaðið - 20.12.2007, Page 42
[ ] Fjölmargir Íslendingar dvelja á Kanaríeyjum um jólin og enn fleiri um áramótin. Ein þeirra sem ætlar að prófa hvorutveggja er Björk Þor- geirsdóttir kennari, sem heldur á vit ævintýr- anna ásamt stórfjölskyldunni. „Ég hef aldrei komið til Kanarí en nú á að kýla á það. Við erum fimmtán sem förum saman,“ segir Björk og telur upp. „Það erum við systkinin þrjú með okkar fjölskyldur, pabbi og mamma og svo kemur tengda- mamma bróður míns frá Danmörku.“ Hún segir yngsta ferðalanginn vera þriggja ára og föður hennar elstan, 61 árs. En hvernig kom það til að þau tóku þennan kúrs? „Tilefnið er það að ég varð fertug á árinu, litli bróðir minn þrítugur og mamma verður sextug 21. desember. Þannig að nú var árið til að gera þetta.“ Björk segir hópinn hafa pantað ferðina á vor- dögum. „Við verðum á ensku ströndinni í fjórum aðliggjandi íbúðum, hver fjölskylda fyrir sig, þannig að við þurfum ekkert alltaf að halda hópinn frekar en við viljum. En okkur kemur ofsalega vel saman þannig að við erum bara mjög spennt. Þetta verður rosa stuð.“ Það leynir sér ekki að Björk hlakkar til ferðalags- ins. En hvernig undirbýr fólk jólin þegar ferðalag á fjarlægar slóðir er í aðsigi? „Við undirbúum okkur nú ekki mikið,“ segir Björk og bætir við skellihlæj- andi: „Fórum bara og keyptum okkur jólaföt sem hjá okkur dömunum eru bikiní − og málið dautt! Einu reglurnar eru þær að það er bannað innan hópsins að taka með sér hangikjöt og Orabaunir. Við ætlum að hafa þetta útlensk jól á erlendri grund. Það eina sem er planað er að fara út að borða saman á afmælinu hennar mömmu og elda svo saman á aðfangadags- kvöld. En það verða ekki jólapakkar nema fyrir litlu krakkana.“ Þegar myndatakan vegna viðtalsins berst í tal er Björk spurð hvort hún geti ekki stillt sér upp við töskurnar og verið að pakka bikiníinu niður. Hún trompar það óhikað með því að bjóðast til að vera í því á myndinni. Dregur svo í land. „Nei, ég er hrædd um að ég yrði skilin eftir. Ætli mér yrði ekki sagt að fara bara seinna!“ gun@frettabladid.is Jólafötin í ár eru bikiní Mæðgurnar Björk og Anna Dröfn hlakka til að dvelja á sólar- strönd um jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Dagatalakertin ættu nú að vera langt komin enda nálgast jólin óðfluga. Nú er svo sannarlega tími kertaljósanna en gæta ber fyllsta öryggis við meðhöndlun þeirra. Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510 Verðdæmi: Leðursófasett áður 239,000 kr Nú 119,900 kr Hornsófar tau áður 198,000 kr Nú 103,000 kr Hornsófar leður áður 249,000 kr Nú frá 159,000 kr • Leðursófasett • Hornsófasett • Sófasett með innbyggðum skemli • Borðstofuborð og stólar • Sófaborð • Eldhúsborð • Rúmgafl ar Húsgagna Lagersala Nýjar vö rur Opnunartími Mán - Föstudagar 09 - 18 Laugardaga 11 - 16 Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Áfangar Keflavík - Vélaleiga Húsavíkur Nesbakki Neskaupsstað - Litabúðin Ólafsvík - Skipavík Stykkishólmi SR byggingavörur - Eyjatölvur - Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Núpur Ísafirði - Litaver - Verkfæralagerinn - Byggt og búið. Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf - sími 567 4142 - www.raestivorur.is Hágæða gólfsápa í 20 ár Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.