Fréttablaðið - 20.12.2007, Side 43

Fréttablaðið - 20.12.2007, Side 43
FIMMTUDAGUR 20. desember 2007 5 Verði jólin rauð er hægt að lífga upp á umhverfið með ýmiss konar útiljósum. Allt stefnir í að jólin verði rauð víða um land. Ef snjórinn lætur ekki á sér kræla til að lýsa upp svartasta skammdegið getur verið ráð að bæta á blessuð jólaljósin. Það getur veitt þeim sem eiga leið hjá ómælda gleði og ánægju og er í réttu samræmi við jólaandann. vera@frettabladid.is Ljós í myrkri Jólasveinn í stiga. Verð 5.990 krónur. Fæst í BYKO.Snjókarl úr BYKO til að hengja utan á hús. Verð 5.990 krónur. Upplýstur snjókarl sem gleður litlu krílin. Hann er 140 sentimetrar á hæð og kostar 9.900 krónur. Fæst í Húsasmiðjunni. Tignarlegur ísbjörn úr Húsasmiðjunni sem er flottur í anddyri eða í garðinn. Verð: 76.900 kr. Tvö falleg hreindýr með hvítum ljósum. Eru tilvalin í anddyri eða úti á stétt. Fást i Húsa- smiðjunni og kosta 69.900 kr. Jólagleðin finnst víða um heim. Jólin eru haldin hátíðleg á ólíkleg- ustu stöðum. Það má berlega sjá í dýragarðinum í London þar sem dýrin fá að gæða sér á góðgæti yfir hátíðarnar. Þeirra á meðal er kvengórilluapinn Zaire sem gæddi sér á dögunum á jólagóðgæti úr jólasokki. Henni líkar góðgætið greinilega vel og brosir út í annað. Górilluathvarfið í dýragarðin- um var opnað í mars á þessu ári og er hluti af þriggja ára endurbótum sem staðið hafa yfir í dýragarðin- um. - sgi Jólin, jólin alls staðar Zaire er klárlega ánægð með lífið og jólasokkinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.