Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2007, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 20.12.2007, Qupperneq 54
42 20. desember 2007 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Hryðjuverk Stríðið gegn hryðju-verkum“ sem geisað hefur eftir 11. september 2001 er ljótur leikur. Atburð- irnir þann dag urðu nýhægriöflum Bandaríkjanna stökk- pallur til afar her- skárrar útþenslustefnu. Það er nærtækt að skilja sjálfa atburð- ina 11. september í því ljósi. Bush forseti ku hafa skrifað í dagbók sína að kvöldi 11. sept- ember: „Það sem gerðist í dag var Perluhöfn 21. aldar“ (Wash- ington Post 27. janúar 2002). Margir gagnrýnir höfundar vitna í stefnumörkun samtaka að nafni „Verkefni fyrir nýju amerísku öldina“ frá árinu 2000, samtaka nýhægrimannanna kringum Bush, m.a. Cheney, Wolfowitz og Rumsfeld. Þar sagði að Bandaríkin yrðu að snúa frá þróun í átt til afvopnunar og treysta hernaðarlega yfirburði sína til hnattrænna yfirráða. Brýnt væri að tryggja yfirráð yfir olíusvæðunum í Austurlönd- um nær. En hugarfar Banda- ríkjamanna væri veikur hlekkur: „Að breyta bandaríska hernum herfræðilega í heimsvaldasinn- aðan kraft hnattrænna yfirráða útheimtir geysilega aukningu á útgjöldum til varnarmála... Umbreytingin mun líklega taka langan tíma nema til komi ham- faraatburður sem virkar sem hvati, líkt og nýtt Pearl Harbor.“ („Project for the New American Century“, Wikipedia) Eftir 11. september og sprengjurnar í London 2005 hefur verið komið á í áföngum sérstökum „hryðju- verkalögum“ í Banda- ríkjunum, í Bretlandi, Evrópusambandinu og víðar. Lögin tryggja aðgang lögreglu að persónuupplýsingum og skilríkjum, banka- reikningum, heimilis- tölvum, einkasíma... Komið er upp miðlæg- um gagnagrunnum um þegna einstakra ríkja. Þaðan rata gögnin líka til CIA. Heimildir og vald lögreglu og leyniþjónustu stóraukast og aðgreiningu milli hers og borgara legra stofnana er eytt skref fyrir skref vegna „hryðju- verkaógnar“. Fulltrúar lögregluríkis og heimsvaldastefnu þurfa að „markaðssetja og selja“ „hryðju- verkaógnina“. Þegar þeir hafa útnefnt „íslamska hryðjuverka- menn“ sem helsta óvininn er fullkomlega rökrétt: a) að fram- kvæma hryðjuverk og koma sök á íslamista b) að lokka reiða (og kannski heittrúaða) íslamista til hryðjuverka c) að blása upp raunveruleg og sviðsett hryðju- verk í fjölmiðlum eins og nokkur kostur er. Það er löng hefð fyrir því að leyniþjónustur fram- kvæmi voðaverk undir fölsku flaggi (Ríkisþingsbruninn í Berlín og árás á bandarísk her- skip á Tonkin-flóa í Víetnam 1964 eru tvö vel þekkt dæmi). CIA á sér langa sögu í stuðn- ingi við íslamska skæruliða- eða hryðjuverkahópa, einkum frá stríðinu við Sovétríkin í Afganistan. Pakistan varð þá að mikilvægasta bandamanni Bandaríkjanna á svæðinu og pakistanska leyniþjónustunetið ISI hefur haft mikla milligöngu við íslamska hópa síðan. Eftir kalda stríðið, þegar sköpun nýs „ytri óvinar“ varð mikilvæg, er auðvitað æskilegt að viðkomandi hópar berjist opinberlega gegn Bandaríkjunum. Mikilvægastur CIA í þessu hlutverki hefur reynst hópurinn dularfulli, Al- Qaeda. Á tímanum eftir 11. septem ber og sérstaklega kringum innrás- ina í Írak voru bandarískar almannavarnir aftur og aftur settar á hátt viðbúnaðarstig og ævinlega var það tengt við Al- Qaeda. Í hverju einasta tilviki reyndist viðbúnaðurinn reistur á mjög hæpnum eða tilbúnum for- sendum en eftir sat samt tilfinn- ing almennings fyrir „hryðju- verkaógninni“. Eftir sprengingarnar í neðan- jarðarlestum Lundúna 2005 lýsti Tony Blair Al-Qaeda strax ábyrg. Fljótlega höfðu leyniþjónustur grafið upp nöfn tveggja mikil- vægra bakmanna tengdra þeim samtökum. Annar þeirra, Noor Khan, hafði áður tengst tilbúinni hryðjuverkaógnun í Bandaríkj- unum og hann virtist tengjast pakistönsku leyniþjónustunni ISI. Hinn, H. R. Aswat, hefur breskt ríkisfang en býr í Zambíu. Hann vinnur fyrir íslömsk sam- tök í Bretlandi, Al-Muhajiroun, sem hafa verið virk í Afganistan, Bosníustríði og Kosovo-deilunni og tengjast greinilega bresku leyniþjónustunni B-16. Vikurnar kringum London-sprengingarnar var Aswat fangelsaður oftar en einu sinni í Pakistan og Zambíu en jafn óðum sleppt að tilstuðlan B-16. Sprenging Gullnu moskunnar í Samarra í Írak í febrúar 2006 ber skýr merki þess að vera hryðjuverk undir fölsku flaggi, vandlega valið af hernámsöflun- um til að „deila og drottna“. Ásamt hinni opinberu skýringu um Al-Qaeda-aðgerð hafa borist frá Írak aðrar skýringar, um menn íraska innanríkisráðuneyt- isins (stjórnað af CIA) sem lok- uðu svæðinu af og undirbjuggu sprenginguna heila nótt (New York Times 13. febr. 2007). Æðsti maður pakistönsku leyniþjónustunnar ISI, Mah- moud Ahmad, var í Washington heila viku fyrir 11. september og nokkrum dögum lengur og átti fundi með kollegum sínum hjá CIA og Pentagon og Dick Armitage, varautanríkisráð- herra. Eftir hryðjuverkin leitaði Bush-stjórnin samvinnu við Pakistan og Ahmad var þar lykil- maður. Þegar hann kom heim sendi Pervez Musharraf hann til Afganistan með úrslitakostina frá Bush um að framselja Osama bin Laden eða fá á sig innrás ella. En þessi æðsti maður ISI hafði komið við sögu áður. Sam- kvæmt Times of India skömmu síðar (9. október) vitnaði ind- versk leyniþjónusta um peninga- sendingu fyrir tilstilli hans inn á bankareikning flugræningjans Mohammed Atta í Flórída skömmu fyrir 11. september. Höfundur er sagnfræðingur. Hryðjuverk undir fölsku flaggi ÞÓRARINN HJARTARSON Eftir kalda stríðið, þegar sköpun nýs „ytri óvinar“ varð mikilvæg, er auðvitað æskilegt að viðkomandi hópar berjist opinberlega gegn Bandaríkj- unum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.