Fréttablaðið - 20.12.2007, Síða 56

Fréttablaðið - 20.12.2007, Síða 56
44 20. desember 2007 FIMMTUDAGUR Á sama tíma og fjarar undan mörgum kvenfélögum lands- ins eflist og dafnar kvenfélagið Gefn í Garðinum. Félagið fagnaði níutíu ára afmæli með bravúr fyrr í þess- um mánuði og gaf af því tilefni út veglegt rit um eigin sögu. Í Gefn eru um 100 konur á öllum aldri, sem verður að telj- ast gott í 1.600 manna sveitarfélagi. „Ein gekk í félagið í gærkveldi og önnur á nóvemberfundinum,“ segir formað- urinn, Margrét Jóhannsdóttir, ánægjulega og upplýsir að haldnir séu fundir mánaðarlega. Hins vegar segir hún ekki hægt að ganga úr félaginu nema skriflega á aðalfundi. En hver er ástæðan fyrir vinsældum félagsins að mati Mar- grétar? „Það hefur nú ekkert verið rannsakað en hér í Garð- inum er mikil samheldni og starfið afskaplega kærleiks- ríkt og ánægjulegt sem unnið er í félaginu. Konurnar hafa áhrif á sitt samfélag í gegnum það, enda tjá þær sig óhik- að á fundum.“ Margrét hefur verið í kvenfélaginu frá 1975 og setið í stjórninni í tíu ár, síðustu tvö sem formaður. Henni finnst starfið ánægjulegt. „Það hefur að minnsta kosti gefið mér mikið,“ segir hún og nefnir helstu viðfangsefnin. „Gefn er fyrst og fremst líknarfélag, upphaflega stofnað til að styðja við byggingu Útskálakirkju, en félagið einsetti sér í byrj- un að tekjur þess yrðu líka notaðar til að hjálpa því fólki sem bágast ætti í byggðarlaginu og gjafir frá félaginu hafa dreifst.“ Félagskonur fara utan á fimm ára fresti og í nýja afmælis- blaðinu er einmitt fjörleg frásögn um Kanadaferð á síð- asta sumri. Margrét segir að kvenréttindadeginum 19. júní sé ávallt fagnað með ferðalagi innanlands þar sem slett er úr klaufunum. Árlegur jólabasar félagsins hefur á seinni árum snúist upp í kökubasar því bæði félagskonur og aðrar konur vilja gjarnan kaupa heimabakaðar kökur að sögn Margrétar, sem nefnir einnig jólatrésskemmtun milli jóla og nýárs sem haldin hefur verið frá 1920. Einnig sér félagið um erfidrykkjur í sókninni ef óskað er. „Duglegar að baka? Já, það er afskaplega gott að leita til okkar félagskvenna enda á það þannig að vera,“ segir formaðurinn. gun@frettabladid.is KVENFÉLAGIÐ GEFN Í GARÐI: 90 ÁRA Gleði í starfinu MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR, FORMAÐUR GEFNAR „Konurnar hafa áhrif á sitt samfélag gegnum kvenfélagið,“ segir hún. MYND/VÍKURFRÉTTIR Þennan dag árið 1930 hóf ríkisútvarpið að senda út á öldum ljós- vakans. Aug- lýst var eftir fréttamanni sem þyrfti að vera fær í erlendum málum og kunnugur ís- lenskum þjóðarhögum. Einnig var auglýst eftir þul sem væri vel máli farinn. Dagleg frétta- útsending 10 mínútur og öll dagskrá var send út beint nema af plötum. Fyrsti útvarps- stjórinn var Jónas Þorbergsson en Ásgeir Magnússon kennari var fyrsti fréttamaðurinn og sá um bæði innlendar og erlend- ar fréttir. Fljótlega kom útvarpið sér upp tengilið- um úti um land en erlendar fréttir voru í fyrstu upp úr blöðum og tímaritum uns farið var að vakta fréttatíma erlendra stöðva. Ríkisútvarpið hafði í upphafi einkarétt á sölu útvarpstækja. Þau ódýrustu kostuðu um 200 krónur, sem var nálægt mán- aðarkaupi verkamanns. Heimild/Nýjustu fréttir/Guðjón Friðriksson ÞETTA GERÐIST 20. DESEMBER 1930 Fyrstu hljóð útvarpsins JOHN STEINBECK RITHÖFUNDUR ANDAÐIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1968, 66 ÁRA AÐ ALDRI. „Enginn maður veit raun- verulega hvernig aðrar manneskjur hugsa. Það næsta sem hann kemst því er að gefa sér að þær hugsi eins og hann sjálfur.“ John Steinbeck skrifaði meðal annars hina frægu bók Þrúg- ur reiðinnar. Hann fékk bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1939. timamot@frettabladid.is Elskuleg dóttir okkar, systir og barnabarn, Berglind Una Magnúsdóttir Birkihlíð 2b, 220 Hafnarfirði, lést þann 10. desember sl. Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju, Vatnsleysuströnd þann 21. desember kl. 11.00. Magnús Sigurðsson Sigríður Lárusdóttir Daníel Magnússon Una Hallgrímsdóttir Ásgeir Þórir Sigurjónsson Eiginmaður minn, pabbi okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Stefán Benedikt Benediktsson frá Húsavík, Sjávargrund 4a, Garðabæ, er látinn. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 21. desember kl. 11.00. Sigurbjörg Sigvaldadóttir Hanna Stefánsdóttir Jón Guðlaugsson Sigrún Stefánsdóttir Sigþór Sigurjónsson Bylgja Stefánsdóttir Stefán S. Stefánsson Guðfinna Baldvinsdóttir Guðný Stefánsdóttir Agnar Agnarsson afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu, og langömmu, Guðnýjar Kristrúnar Níelsdóttur áður til heimilis á Stýrimannastíg 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns, Landakots og dagdeildar Vitatorgs. Páll Stefánsson Halldóra Viktorsdóttir Soffía Stefánsdóttir Georg Ólafsson Hildur Stefánsdóttir Sigurgeir Kjartansson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Ástráðs Valdimarssonar. Sérstakar þakkir til starfsfólks deilda 6-E og 7-A Landspítalans í Fossvogi. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Kristjana Margrét Guðmundsdóttir Guðrún Ástráðsdóttir Már Þorvaldsson Hjördís Ástráðsdóttir Peter Tompkins Brynja Ástráðsdóttir Pétur Bjarnason og afabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og langafi, Einar Jón Hallur Kristinsson Suðurhólum 14, lést mánudaginn 10. desember á líknardeild Landakotsspítala. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 20. desember kl. 15.00. Guðmunda Jónsdóttir Kristinn J. Einarsson Aðalbjörg Sigurjónsdóttir Jón Einarsson Sirivan Mekavipat Feldís H. Einarsdóttir Gunnar Hilmarsson Álfheiður M.L. Einarsdóttir Björn Björnsson Málfríður Kristinsdóttir Andri Már Gunnarsson barnabörn og langafabörn. Elskuleg systir mín og mágkona, Guðbjörg Stefánsdóttir Dalbraut 27, Reykjavík, sem lést 14. desember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 28. desember kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar Soffía Stefánsdóttir Páll Gíslason Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Margrét Jóhannsdóttir frá Skriðufelli í Þjórsárdal, Þangbakka 10, Reykjavík, er látin. Útförin fer fram frá Langholtskirkju í dag, fimmtu- daginn 20. des., kl. 13.00. Sigurður J. Sigurðsson Sigurður Sigurðsson Lilja Sörladóttir Þórdís Sigurðardóttir Gunnar Pétursson Ólafur J. Sigurðsson Ólöf Ragnarsdóttir Þuríður R. Sigurðardóttir Kristján A. Ólason Margrét Sigurðardóttir Guðmundur Arason Hrafnhildur Sigurðardóttir Barcley T. Anderson Berglind Sigurðardóttir Ólafur Sigurðsson og ömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Símon Waagfjörð frá Garðhúsum í Vestmannaeyjum, til heimilis að Boðahlein 8 í Garðabæ, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 13. desember. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 21. desember kl. 13.00. Elín Jóhannsdóttir Símon Þór Waagfjörð Kolbrún Hjörleifsdóttir Kristín Sigríður Vogfjörð Jóhanna Waagfjörð Jónína Waagfjörð Gunnar S. Sigurðsson og afabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Ögmundar Jóhannessonar. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi fyrir frábæra umönnun og nærgætni á erfiðri stundu. Kristín Ögmundsdóttir Sigurjón Kristinsson María Ögmundsdóttir Sæmundur Einarsson Alda Ögmundsdóttir Erlendur Jónsson Sigurður J. Ögmundsson Guðrún J. Aradóttir Jón J. Ögmundsson Unnur G. Knútsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 50 ára afmæli Guðmundur Þóroddsson forstjóri REI er 50 ára í dag. Af því tilefni býður hann vinum og vandamönnum að fagna með sér áfanganum í Gullhömrum Grafarholti í dag, 20. desember, milli kl. 17-19.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.