Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 74
62 20. desember 2007 FIMMTUDAGUR Hin brjóstgóða Pamela Anderson hefur sótt um skilnað við eigin- mann sinn Rick Salom- on eftir aðeins tveggja mánaða hjónaband. Ástæðan er ósætt- anlegur ágreiningur. Þrátt fyrir það voru myndir teknar af þeim í verslun- arleiðangri á sunnudag og eftir það sagði Anderson að þau væru að reyna að ná sáttum. Eins og Salomon á Ander- son tvö hjóna- bönd að baki, við rokkarana Tommy Lee og Kid Rock. Salomon var kvæntur Elizabeth Daily og Shannen Doherty. Hljómsveitin R.E.M. ætlar að gefa út nýja plötu hinn 1. apríl á næsta ári. „Mig langar að segja ykkur leyndarmál. Við erum búnir að taka upp frábæra plötu. Hún er frábrugð- in því sem við höfum gert áður,“ sagði söngv- arinn Michael Stipe á góðgerða- uppboði í New York. Síðasta plata R.E.M., Around the Sun, kom út árið 2004. Handtökuheimildin sem var gefin út á leikarann Daniel Baldwin hefur verið felld niður. Baldwin átti að mæta fyrir rétt 7. desember til að ræða skilorð sitt eftir að hafa verið dæmd- ur fyrir fíkni- efnabrot á síðasta ári. Mætti hann ekki á svæðið og var handtökuheimildin því gefin út. Dómari í málinu ákvað að fella heimildina niður eftir að Baldwin tjáði honum að um misskilning hefði verið að ræða. Hann hefði einfaldlega ekki vitað að hann ætti að mæta í réttarsalinn. Leikkonunni Kate Hudson þykir ennþá vænt um fyrrverandi kærastann sinn Owen Wilson. Gamanleikar- inn reyndi að fremja sjálfvíg í ágúst eftir að hann frétti af sambandi hennar við leikarann Dax Sheperd. „Owen er yndisleg manneskja og mér þykir ákaf- lega vænt um hann. Ég óska honum alls hins besta. Ég vona að hann verði heilsuhraustur og fái allt sem hann óskar eftir í lífinu,“ sagði Hudson. FRÉTTIR AF FÓLKI Söngkonan vinsæla Ragnheiður Gröndal mun halda desembertónleika á skemmti- staðnum Nasa við Austurvöll í kvöld. „Þetta verða ekki jólatónleikar, þótt reyndar slæðist nokkur jólalög með inni á milli,“ segir Ragnheiður. „Ætlunin er að gefa fólki frí frá jólalögunum sem dynja á því allan vinnudaginn, og bjóða upp á huggulegheit á aðventunni.” Ragnheiði til halds og traust verða fjögurra manna hljómsveit og strengja- kvartett. „Ég ætla að flytja lög af gömlu plötunum mínum, Vetrarljóð, Þjóðlög og After the Rain. Þetta er í fyrsta skipti sem ég flyt svo fjölbreytta tónlist á einum tónleikum,“ segir Ragnheiður, en hún mun einnig kynna lög af nýrri plötu sem er í vinnslu og kemur líklega út í vor. Tónleikarnir byrja klukkan 21 og miða má nálgast á midi.is. - eá Ragnheiður á Nasa RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Heldur tónleika á Nasa í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Jason Bonham, sem trommaði með Led Zeppelin á endurkomutónleikum sveitarinnar í London, segir að tíminn muni leiða í ljós hvort sveitin komi aftur saman. „Ég er ennþá nýi gaurinn í hljómsveitinni og ég bara veit það ekki,“ sagði Bonham, en faðir hans John trommaði upphaflega með Zeppelin. „Ég hef ekkert talað við Jimmy, Robert og John Paul nema til að þakka þeim fyrir bestu jólagjöf sem hægt er að hugsa sér. Þetta skipti mig miklu máli,“ sagði Bonham. „Ef þeir vilja hittast aftur myndi ég glaður taka þátt í því en það er undir þeim komið.“ Hann segist hafa lagt hart að sér til að sanna að hann hafi verið verðugur þess að spila með Zeppelin. „Ég hlustaði á fullt af tónleikaupptökum. Maður þarf að vinna fyrir svona hlutum vegna þess að það eru milljón trommarar þarna úti sem væru tilbúnir til að skera þig á háls og taka við af þér.“ Fram undan hjá Bonham eru tónleikar með hljóm- sveit sinni Foreigner. Orðrómur um tónleikaferð Zeppelin gengur fjöllum hærra. Bæði hefur verið talað um tónleika í Madison Square Garden í New York og í Bretlandi. Söngvarinn Robert Plant er þegar lagður af stað í tónleikaferð, með söngkonunni Alison Krauss. - fb Þakkaði fyrir frábæra jólagjöf ZEPPELIN Jason Bonham og félagar í Led Zeppelin fóru á kostum á endurkomutónleikunum í London 10. desember. Silvia cappuccinovélin frá Rancilio er goðsögn meðal kaffiunnenda. Nú er þessi frábæra vél komin í nýrri gerð sem notar líka grisjur ( POD )auk malaðs kaffis. Lagar espresso og cappuccino eins og á bestu kaffibörum. Fæst einnig hjá Kafffélaginu á Skólavörðustíg 10 og Pottum og Prikum á Akureyri Waring blandarinn er hin upprunalega mulningsvél frá Ameríku. Tveggja hraða mótorinn er kannski öflugri en eldhúsið þarf, en hann fer líka létt með erfiðustu verk. Bara massíft stál og gler! Auðveldur í þrifum, bara að setja könnuna í uppþvottavélina. Fæst líka hjá Kaffifélaginu og í Pottum og Prikum, Akureyri Þetta er Capricci espressovélin. Þetta er snjalla kaffivélin sem gerir öllum kleift að laga espresso og cappuccino á einfaldan hátt. Þú lagar espresso með því að setja kaffihylki í vélina og ýtir svo á einn takka og þá lagar vélin kaffið undireins. Kaffivélin skilar korginum í korggeymslu sem auðvelt er að tæma. Ekkert vesen og engin sóðaskapur. Hugmyndarík og falleg hönnun. Capricci vélin er einföld og þægileg í notkun Síðast en ekki síst þá lagar Capricci frábært kaffi eða te á innan við 30 sekúndum. Cappuccino, espresso, latte eða te Pronto Verð á Capricci vél er kr. 16.900. Capricci er tilvalin í eldhúsið, sumarbústaðinn, á vinnustaðinn, á hótelherbergið, eiginlega hvar sem er svo fremi sem vatn og rafmagn sé við höndina. Fæst einnig hjá Kaffifélaginu á Skólavörðustíg og á www.espressokaffi.is Góðir hlutir í KAFFIBOÐI! Einnig kvarnir í úrvali Opið á Þorláksmessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.