Fréttablaðið - 20.12.2007, Page 82

Fréttablaðið - 20.12.2007, Page 82
 Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er víst ekki búinn að gefa upp vonina um að landa loksins Dimitar Berbatov, leikmanni Tottenham, en United varð að lúta í lægra haldi fyrir Lundúnaliðinu á sínum tíma. Samkvæmt breska dagblaðinu Daily Mirror mun Berbatov vera efstur á óskalista Ferguson þegar félagsskiptaglugginn opnast í janúar og er hann tilbúinn að láta Louis Saha og Wes Brown ganga upp í kaupin á búlgarska fram- herjanum. Wes Brown verður samnings- laus hjá United næsta sumar og hefur hingað til ekki viljað framlengja samning sinn við liðið. Hann var reyndar orðaður við frjálsa sölu til Newcastle næsta sumar í nokkrum bresku blaðanna í gær. Ferguson enn á eftir Berbatov? Stjarnan valtaði yfir Fram í Safa- mýrinni í gær þegar þeir unnu níu marka sigur, 26-35, í bráðfjörugum leik. Aðeins var jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar en eftir það átti Fram ekki möguleika gegn frískum Stjörn- umönnum. Liðin bæði virtust tilbúin í verkefnið og vildu ekki fara með tap á bakinu inn í jólafríið. Stjarnan náði tveggja marka forystu, 2-4, en góður leikkafli Fram í kjölfar þess sá þá jafna leikinn í 6-6. Það var í síðasta skiptið sem Fram átti eftir að sjá í skottið á Stjörnunni. Stjarnan skoraði þá sex mörk í röð og breytti stöðunni í 6-11. Alls skoraði Stjarnan tólf mörk gegn fjór- um það sem eftir lifði hálfleiks og leiddi fyrri hálfleikinn, 10-18. Garðbæingar gáfu ekkert eftir í seinni hálf- leik og leyfðu Fram aldrei að komast nær en sex mörk. Varnarleikur Stjörnunnar var frá- bær og Roland í góðu formi sem gerir hvaða liði sem er erfitt fyrir. Hinum megin stóð Magnús Erlendsson sig ágætlega í mark- inu en átti lítil svör við öllum dauðafærun- um sem Stjarnan komst í. Á lokamínútunum reyndi Fram að saxa niður forskotið með hinni skemmtilegu maður á mann-vörn en það breytti engu. Roland Eradze blandaði sér þá bara með í sóknarleikinn og átti tvær stoðsendingar. Undir lokin var leikurinn orðinn eins og æfing. Bæði lið gengu upp og niður völlinn og skoruðu að vild en sigurinn var Stjörnumanna, 26-35. Heimir Örn Árnason átti góðan dag eins og margir í Stjörnunni og skoraði átta mörk. „Leikur okkar hefur verið óstöðugur og margir leikmenn verið misjafnir milli leikja. Nú stíga miklu fleiri upp og það munaði um það hjá okkur. Það voru loksins allir góðir á sama tíma,“ sagði Heimir við Fréttablaðið eftir leik. Ferenc Antal Buday, þjálfari Fram, sagði mikið hafa munað um að skytturnar í sínu liði voru daprar í leiknum. „Þetta er erfitt þegar við erum með tvo menn frá og Filip (Kliszcyk) að spila meiddur. Svo eru Rúnar og Jóhann Gunnar ungir og þreyttir eftir síðasta leik og það er mjög erfitt að vinna leiki án bakvarð- anna. Ég er auðvitað mjög ósáttur því ég býst við betri leik frá mínu liði en í dag spilaði Stjarnan bara betur,“ sagði Buday. Framarar fóru snemma í jólafrí þetta árið Grindavík stöðvaði sex leikja sigurgöngu KR með 86- 84 sigri í æsispennandi leik í Grindavík í gær. KR, sem var 68-73 yfir fyrir lokaleikhlutann, skoraði þá ekki í fyrstu sex mínútur og 44 sekúnd- ur fjórða leikhlutans og á meðan skoraði Grindavík 11 stig í röð og komst 79-73 yfir. KR-liðið gafst ekki upp og átti möguleika á að tryggja sér sigurinn í lokin en Ingibjörg Jakobsdóttir sá til þess að stigin urðu eftir í Grindavík þegar hún varði þriggja stiga tilraun Monique Martin á lokasekúndu leiksins. Grindavík lagði KR í Röstinni Chelsea tók á móti Liver- pool á Stamford Bridge í enska deildarbikarnum í gær. Chelsea vann 2-0 sigur með mörkum frá Frank Lampard og Andriy Shev- chenko og Chelsea er þar með komið í undanúrslit keppninnar. Fyrri hálfleikur var frekar líf- legur framan af en báðum liðum gekk þó illa að skapa sér opin færi. Nokkuð fjaraði undan leiknum í lok hálfleiksins og því markalaust í leikhléi. Leikar æstust fljótlega í síðari hálfleik enda talsvert meiri hraði í leiknum. Frank Lampard kom Chelsea yfir á 58. mínútu en nokkur heppnisstimpill var á markinu þar sem hann fór af Jamie Carragher og í markið. Aðeins tveim mínútum síðar fékk Peter Crouch beint rautt spjald fyrir að brjóta á John Obi Mikel. Grófur dómur að einhverra mati en tilburðir Crouch voru alveg glóru- og ástæðulausir. Liverpool reyndi að jafna í kjöl- farið en sóknir þeirra voru mátt- litlar. Andriy Shevchenko gerði svo út um leikinn á lokamínútunni með ekkert sérstöku skoti sem markvörður Liverpool átti að verja. Chelsea skellti Liver- pool á Stamford Bridge N1-deild karla: Iceland Express-deild kvk: UEFA-bikarinn: Valur vann gríðarlega þýðingarmikinn sigur á HK, 33-26, í N1 deild karla í gærkvöldi. Valur náði HK að stigum en er sæti ofar vegna betri úrslita í innbyrðisvið- ureignum liðanna. Valur er sex stigum á eftir toppliðinu. Valur hóf leikinn af krafti og komst fjórum mörkum yfir, 6-2. Egidijus Petkcevicius, jafnan góður markvörður HK, virtist hálf lamaður í markinu og allt lak inn. HK náði þrátt fyrir það að svara fyrir sig og jafna í 8-8. Þá skiptu Valsmenn um gír, skoruðu þrjú mörk í röð og skömmu seinna var munurinn aftur orðinn fjögur mörk, 13-9. HK náði að minnka muninn í tvö mörk en síðasta mark fyrri hálfleiks var Valsmanna og munurinn í hálfleik því þrjú mörk, 16-13. Seinni hálfleikur var aldrei spennandi. Valur skoraði þrjú fyrstu mörkin og hélt sex marka forystu lengst af síðari hálfleik. HK náði aldrei að minnka muninn í minna en þrjú mörk og frábær endasprettur Vals varð til þess að alls munaði sjö mörkum á liðunum í lokin, 33-26. Baldvin Þorsteinsson átti fínan leik fyrir Val og var sérstaklega drjúgur í hraðaupphlaupum þar sem hann skoraði úr sex slíkum. „Þetta var góður leikur. Það kom smá bakslag gegn Fram þar sem við spiluðum ekki okkar besta leik og það vantaði smá kraft í okkur. Við þjöppuðum okkur vel saman fyrir þennan leik og ákváðum að gefa allt í þetta. Þetta er búið að vera langt og strangt og nú fáum við smá hvíld um jólin enda langt í næsta leik,“ sagði Baldvin kátur í leiklok. „Þeir spiluðu ekki góða sókn en á móti vorum við að spila góða vörn og þá náðum við að keyra hraðaupphlaup, þá erum við góðir. Við hikstuðum aðeins í fyrri hálfleik en við héldum áfram og áttum mjög góðan seinni hálf- leik.“ Með sigrinum hélt Valur lífi í von sinni um að verja titilinn. „Þetta var uppá líf og dauða en þetta er svo jafnt að við eigum fína möguleika eins og hin efstu liðin. Það geta allir unnið alla nema ÍBV,“ sagði Baldvin enn fremur. Valur vann góðan og þýðingarmikinn sigur á HK í gær og tryggði sér um leið sæti í deildarbikarnum sem fram fer milli jóla og nýárs. Valur mátti ekki við tapi ætli liðið sér að taka þátt í toppbaráttunni eftir áramót.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.