Fréttablaðið - 20.12.2007, Síða 86

Fréttablaðið - 20.12.2007, Síða 86
74 20. desember 2007 FIMMTUDAGUR „Nei, þetta er bara undirstrikun á innihaldi bókarinnar,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgef- andi hjá JPV forlagi, aðspurður hvort nýleg auglýsing frá honum sé ekki hreinlega karlrembuleg. Í vikunni birtist heilsíðuauglýs- ing í Morgunblaðinu þar sem bók Þórunnar Erlu-Valdimarsdóttur er auglýst. Auglýsingin samanstend- ur af lofsamlegum umsögnum gagnrýnenda en svo til hliðar má sjá nakinn kvenmann án þess að ljóst sé í fljótu bragði hvernig það tengist efni bókarinnar í augum þeirra sem ekki hafa lesið. „Þetta er erótísk mynd og fólk hlýtur að draga þá ályktun. Eða eins og segir í texta auglýsingar- innar, enginn venjulegur krimmi, og þá hlýtur hann væntanlega að vera með erótísku ívafi,“ segir Jóhann Páll og dregur hvergi af sér þegar hann lýsir ágæti bókar- innar: „Listilega skrifuð erótík. Enginn skrifar betur um erótík en Þórunn.“ En spurt er hvort auglýsingin sé ekki dæmigerð hlutgerving kvenlíkamans? Sóley Tómasdóttir, borgarfull- trúi og formaður mannréttinda- nefndar, segir auglýsinguna til marks um sláandi metnaðarleysi og lítið og lélegt hugmyndaflug auglýsingagerðarfólks. „Að fólk skuli ekki vera frumlegra en svo. Jafnvel þó þetta tengist efni bók- arinnar, og þetta er svo sem ekk- ert hræðileg mynd þannig, sé ég ekki tenginguna. Þessi bók er markaðssett sem glæpasaga. Ég hef ekki vitað til þess að þær séu markaðssettar með beru kven- fólki jafnvel þótt það komi við sögu í bókinni. Annars finnst mér að hætta eigi að láta femínista svara fyrir klámvæðinguna held- ur fólkið sem er að hlutgera kon- urnar. Auglýsingastofurnar,“ segir Sóley. Jóhann Páll dregur hins vegar hvergi í land og aðspurður hvort hann óttist ekki að femínistar muni fetta fingur út í auglýsing- una eða hvort hann jafnvel skáki í því skjólinu að höfundur sé kona segir hann: „Satt best að segja get ég ekki hagað lífi mínu, orðum mínum og gjörðum eftir þeim rétttrúnaði sem veður uppi í samfélaginu nú um stundir. Þannig að ég leiði hug- ann ekki að því. Mér verður sjálf- sagt stungið inn í talibanasamfé- lagið en það verður þá bara svo að vera.“ „Ég skipti mér ekkert af auglýs- ingum. Ég bara skrifa bókina,“ segir sjálfur höfundur bókarinnar aðspurð hvað henni sýnist. Þórunn neitar því ekki að auglýsingin fari eilítið í taugarnar á sér. „Ekki síst vegna þess að það sem ég er að skrifa um, það finnst mér eðlilegt en ekki blautlegt. Hlutgerving? Ég vona að sagan sé fremur frels- andi. Það eru sterkar konur í minni bók sem stjórna atburðarásinni. Alveg eins og í Njálu.“ jakob@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. báru að 6. skóli 8. heldur brott 9. vætla 11. tveir eins 12. strunsa 14. mjaka 16. í röð 17. málmur 18. hætta 20. tveir eins 21. útungun eggja. LÓÐRÉTT 1. arabískur héraðshöfðingi 3. ógrynni 4. mælieining 5. sarg 7. hænsn 10. regla 13. gerast 15. nabbi 16. nam burt 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. komu, 6. ma, 8. fer, 9. íla, 11. gg, 12. rigsa, 14. fikra, 16. tu, 17. eir, 18. ógn, 20. ðð, 21. klak. LÓÐRÉTT: 1. emír, 3. of, 4. megarið, 5. urg, 7. alifugl, 10. agi, 13. ske, 15. arða, 16. tók, 19. na. „Maður fær sér espresso og croissant með og ávaxtasafa. Svona einu sinni í mánuði fer ég líka á Gráa köttinn og fæ mér trukk að amerískum sið. Ára- mótaheitið hjá mér er að fara yfir í heilbrigðari morgunmat.“ Halldór Bragason blúsari. „Þarna verður 60 manna stórsveit hljóðfæraleik- ara og öllu til tjaldað. Og Björgvin syngur. Þannig að þetta verður glæsileg tónlistarveisla í Kastljós- inu á föstudagskvöld – síðasta Kastjósinu fyrir jól,“ segir Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kast- ljóss. Þórhallur furðar sig jafnframt á mola sem birtist í Fréttablaðinu í gær, hér á þessari síðu, þess efnis að Bó sé ekki í náðinni hjá sér vegna þess að hann hafi afþakkað boð um að koma fram í Kastljósinu til að syngja. Ekkert er hæft í því eins og mun sýna sig á föstudagskvöld. Eru hlutaðeig- andi beðnir velvirðingar á því sem mishermt var og ljóst að sú heimild sem stuðst var við er ekki áreiðanleg. „Auðvitað kem ég í Kastljósið og syng! Í sjónvarp allra landsmanna,“ segir Björgvin Halldórsson. Segir sig og Þórhall mestu máta og hann á leiðinni með hersingu manns upp í Útvarps- hús: Karlakórinn Fóstbræður, Gospelkór Reykja- víkur, Reykjavík Sessions Orcestra strengjasveit auk Þóris Baldurssonar og Einars Scheving. Í anda jólanna verður tekið hátíðlegt lag sem heitir Við vöggu í Betlehem. „Ég hef ákveðið að gefa greiðsluna til hjálpar- starfs ABC. Þetta er stór hópur sem kemur fram en lítil upphæð. Þú gætir farið með hana út í búð og værir búinn með hana um kaffileytið. Hrekkur skammt í lífsgæðakapphlaupinu hér en drífur langt í Afríku. Þar mun hún kosta skólagöngu, kaup á bókum, fatnaði og fæði fyrir þrjú börn í heilt ár. Við vildum bara að við gætum gefið meira og kannski gerum við það. Bætum við þetta. Það er aldrei að vita,“ segir Bó. - jbg Bó í tónlistarveislu Kastljóss „Þetta er frábær síða, þarna eru góðar hljóðupptök- ur, hægt er að stækka myndirnar mjög mikið og allt er notendavænt fyrir blinda,“ segir Bergvin Oddsson, formaður ung- mennahreyfingar Blindra- félagsins, um erótíska heimasíðu sem hentar blindum og sjónskertum vel. Bergvin segist hafa feng- ið upplýsingar um síðuna frá alþjóðafulltrúa blindra sem staddur var í Hollandi en á heimasíðu blindrasamtakanna þar var vísað á heimasíðuna soundsdirty.com. Bergvin segir blinda og sjónskerta eiga erfitt með að nota tölvumús. Þess í stað noti þeir tab-takkann til að fara á milli hlekkja. Þetta sé sérstaklega auðvelt á SoundsDirty og þá sé hægt að stækka myndir mikið og njóta hljóðupptakna af kynlífi. „Ég man bara ekki eftir að hafa rekist á klámsíðu sem kemur jafn vel til móts við þarfir sjónskertra, en reyndar hef ég ekki lagt metn- að minn í að leita slíkar síður uppi,“ segir Bergvin og skellir upp úr. „Ég er bara virki- lega ánægður með hollenska kollega mína. Margir blindir hafa gaman af klámi, rétt eins og annað fólk, og því finnst mér rétt að benda öðrum á síð- una,“ segir Berg- vin. - kdk Notendavæn klámsíða fyrir blinda GLEÐST YFIR FRAMTAKINU Bergvin segir marga blinda og sjónskerta hafa gaman af klámi og rétt sé að benda á jafn notendavæna síðu líkt og hollensku blindrasamtökin geri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NOTENDAVÆNT Blindir og sjónskertir eiga erfitt með að nota tölvumýs en nota þess í stað tab-takkann. Á mörgum síðum er það þó erfitt. BÓ Hefur ákveðið að gefa greiðsluna til barna í Afríku enda hrekkur féð skammt í lífsgæðakapphlaupi innanlands. JÓHANN PÁLL: VERÐUR SJÁLFSAGT STUNGIÐ Í TALIBANASAMFÉLAGIÐ Umdeild erótík í auglýsingu HIN UMDEILDA AUG- LÝSING Klámvæðing eða vísað til efnis bókar? Höfundur skiptir sér ekki af auglýsingum heldur „bara“ skrifar bókina. SÓLEY TÓMASDÓTTIR Sér ekki samhengið markaðssetningar glæpabókar og þess að setja nakta konu í auglýsingu um hana. JÓHANN PÁLL Ætlar ekki að haga lífi sínu eftir þeim rétttrúnaði sem nú veður uppi. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 8. 1 Randver Þorláksson. 2 Júlía Tymosjenkó. 3 Margrét Lára Viðarsdóttir. Eins og Fréttablaðið greindi frá á mánudaginn var Gísli Örn Garðar- son í Sjanghæ við tökur á auglýs- ingu. Leitt var að því líkum að Gísli væri jafnvel að leggja sjálfu Eimskips- félaginu lið en annað hefur komið á daginn. Fyrirtækið Atorka fékk nefnilega Gísla til liðs við sig og nýja herferð sína. Engum sögum fer þó af því hvaða hlutverki Gísli gegndi þótt vissulega megi reikna með því að leikarinn leggi til meira en bara röddina. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur verið á fullu við að undirbúa fréttaannál sinn en þetta verður í fyrsta skipti sem Steingrímur Sævarr Ólafs- son stjórnar honum í stóli frétta- stjóra. Steingrímur og hans fólk hyggjast taka hressilega á málum og fengu meðal annars lánaða fjóra, glæsilega Range Rovera sem verða í aðalhlutverki í annál stöðvarinn- ar. Ekki verður þó kastljósinu beint að bílakaupum landsmanna heldur einfaldlega þeirri staðreynd að Ísland er best, fallegast og ekki síst, langríkast. Og það færist í aukana að nota kristna trú í auglýsingum. Eins og flestum ætti enn að vera í fersku minni fór þjóðfélagið á hvolf þegar Jón Gnarr og Síminn notuðu svik Júdasar í auglýsingarskyni. Flugfélagið Iceland Express birtir á heimasíðu sinni nokkuð skondna auglýsingu þar sem „fjárhús og jata geti alveg passað við ákveðnar aðstæður en flest viljum við rúm til að sofa. Ekki lenda því í því sama og María og Jósef.“ Kristindómurinn virðist því vera orðin gullnáma fyrir markaðsfólk og þá ekki síst yfir hátíðirnar. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Nr. 52 - 2007 Verð 659 kr. 20. - 26. desember Hugleiðabrúðkaup! Gerir jólin skemmtilegri! Ástin blómstrar hjá Guðrúnu og Villa: FLUTT Helga Möller: Krúttleg um JÓLAKLIPPINGAR JÓGVANS! Kristján Jóhannsson: Frægar og barnshafandi: JÓLIN VEKJA HJÁ MÉR SORG! BESTU Stjörnurnar og jólin:JÓLAMINNINGARNAR! FYRIRGEFUR BRITNEY SPEARS! Í GLÆSIHÖLLINA! Gleðileg stjörnuj ól! GERIR JÓLIN SKEMMTILEGRI!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.