Fréttablaðið - 22.12.2007, Side 108

Fréttablaðið - 22.12.2007, Side 108
76 22. desember 2007 LAUGARDAGUR Það er gamall íslenskur siður að gjalda barni tannfé þegar það fær sína fyrstu tönn. Að missa fyrstu barnatönnina er líka stór atburður í lífi barns. Sú tönn hefur gjarnan ratað undir kodda og með dularfull- um hætti breyst í pening meðan barnið svaf. Tannálfurinn er þekkt- ur meðal annarra þjóða og verður sífellt þekktari hér á landi þó að honum tengist hvorki ævintýri né sögur og litlar upplýsingar til um atgerfi hans eða eðli. Stefán Sturla Sigurjónsson færir ungum lesend- um ævintýri þar sem tannálfurinn skipar veigamikið hlutverk. Alína er orðin sjö ára og ekki búin að missa tönn. Flestir á hennar aldri hafa þegar misst tönn. Það sem hún veit ekki er að fyrsta tönn úr sjö ára barni er einmitt mjög mikilvæg í ævintýralandinu. Hún og tönninn hennar eiga eftir að verða mið- punktur spennandi ævintýris í landi álfa og trölla. Sagan er myndræn, hún gerist í óræðu ævintýralandi sem er kostur þegar kynntar eru til sögunnar vættir sem ekki eru þekktar í íslenskum þjóð- sögum. Blóm- álfar, tannálfar og aðrir álfar búa niðri í daln- um en tröll og óvættir í fjöll- um. Tröllin eru sýnu heimskari en álfarnir. Til þess að undirstrika muninn á álfum og tröllum tala tröllin einfaldara mál en álfarnir og hafa ekki fullt vald á íslenskri mál- fræði. Þegar tröllin tala er orðaröð önnur en almennt tíðkast, frumlag- ið færist gjarnan aftur fyrir andlag setninganna. Það virðist þó ekki vera nein regla á þessum snúningi. Til þess að sýna léttleika álfanna notar höfundur rím. Þeir bæta gjarnan rímrunu við setningarnar sem verða með þeim hætti lengri og flóknari en um leið léttar og skemmtilegar. Bókin virðist ætluð til þess að lesa upphátt. Það er mikill texti á hverri síðu og samtöl og söngvar inni á milli í textanum. Hún er prýdd fjölda litmynda eftir Jean Antoine Posocco sem hefur mynd- skreytt margar íslenskar barna- bækur. Textinn minnir á köflum á leikrit enda þegar búið að setja á fjalirnar leikrit sem byggir á sög- unni,í leikgerð höfundar. Leikfélag Sauðárkróks sýndi það nú í haust. Alína, tönnin og töframátturinn er skemmtilegt ævintýri. Því fylgir hughreysting til barna sem missa tennur seint. Sagan er spennandi, fullt af ævintýrapersónum bæði nýstárlegum og gamalkunnum. Hildur Heimisdóttir Ljóðabók í yfirlýstri herferð gegn klisjum og reglu með klisju að vopni, bók sem ætlar sér að brjóta niður öll tabú, rjúfa alla mögulega bannhelgi, skíta út hefð- bundin gildi, ráðast á (meinta) „pólitíska rétthugsun” og ögra lesandanum uns honum verður óglatt. Bók sem fyrirlítur allt sem er (meintum) smáborgara heil- agt, bók sem nærist vísvitandi á eigin óorði, eigin klisj- um, fordómum, fyrirlitningu, dónaskap, klámi og lág- kúru. Bók sem ætlar sér að vera óþolandi kjaftfor og tekst það – m.a. vegna þess að skáldið kann ýmislegt fyrir sér og yrkir mergjað ef vill. Bestu ljóðin eru býsna mögnuð, þau verstu eru sorp. Bók sem ætlar sér allsherjar vanhelgun og niðurrif, ekki síst á ljóðinu sjálfu, bók sem ætlar sér að ganga fram af lesanda sínum og gengur um leið að sjálfri sér dauðri – vísast með réttu ráði. Bók sem tætir í sig mannasiði og rífur viðtekið siðferði í tætlur – og bók- staflega heimtar af lesendum (og gagnrýnendum) að þeir beiti sig sömu meðferð. Þegar bókinni er slátrað er verkið fullkomnað, afhelgun orðs og æðis algjör og skáldið sigrar, sjálft sig og allt, einkum ef það fellur í svaðið. Dauðinn er sigurstund tómhyggju þessarar bókar, ærumorð næst skástur kostur, eigið og annarra. Skáldskapur bókarinnar ber því með sér ísmeygi- lega sjálfstortímingu, beitir aflinu jöfnum höndum gegn ljóðum sínum og lesanda og magnar ófrið þeirra á millum uns bæði falla á eigin bragði – ljóðið pissar í skóinn sinn og skýtur sig í fótinn og gerir í bólið sitt eins og til stóð (er oftast meiri klisja en klisjan sem það ræðst gegn) og lesandinn fær langvarandi óbragð í munninn, honum ofbýður og finnst að skáldið ætti að skammast sín og halda kjafti. Allt samkvæmt áætlun, allir bera skarðan hlut frá borði, allt sem fyrrum var fallegt er ömurlegt og ljótt, ljóðið ekki síst og sannar það sjálft jafnharðan. Innri sjálfseyðingarhvöt bókarinnar nær meðvituðu risi með grímulausri (klisjukenndri) kvenfyrirlitninu þar sem er konan er „blaut píka“, eitthvað til „að ríða“, „endaþarmsop“ á víðavangi – höfundur ávarpar „les- endur“ í bókarlok (76) og það eru (nema hvað!) bara karlar, lengra getur fyrirlitningin raunar ekki náð og herferð bókarinnar gegn sjálfri sér lýkur þannig með tilkomumikilli sjálfsaftöku sem sæmir henni vel. Sjálfvirk markmið bókarinnar eru ragnarök og eyð- ing, og „runk“ því helsta lífsmark hennar, dauðinn von hennar og lífið óvinur. Skáldið sér andlega flatneskju í öllu og öllum í eigin spegli og smíðar úr forinni ljóð sem síðan eiga að tortíma eigin tilurð – úthugsuð afbygging eða fretbomba sem kafnar í eigin skítalykt, jafnvel hvort tveggja í senn. Djöfulleg flétta. En fáheyrð kvenfyrirlitning er skáldinu ekki næg ósvífni til að ná áformi sínu, bókin stígur því skrefinu lengra og nær um leið hámarki sjálfstortímingar eigin ljóða: Með svo dæmalaust smekklausum tilvísunum til þjóðkunnra einstaklinga í æðstu embættum að lágkúran beinlínis leggur bókina að velli – nöfnin sem höfundur leyfir sér að vélrita á síður (t.d. 21, 32 og 50) eru svo hömlulaus óskammfeilni og smekkleysa að ásetningurinn – að ljóðin sjálf séu vitnisburður um eigið niðurrif og taki því glöð skáld sitt af lífi – tekst. Því verður skáldinu að ósk sinni og fær enga stjörnu. Dálagleg flétta en siðblind – skv. eigin kröfu. Sigurður Hróarsson Það er fátt dramatískara en að vera unglingur. Aðalpersóna unglingabókarinnar Ef þú bara vissir…, Klara Thoroddsen, upp- lifir töluvert af tilfinningasveifl- um á mjög stuttum tíma og lærir í leiðinni sitthvað um lífið. Þetta er mjög viðburðarík frásögn, það er ekki nóg með að vinkvenna- hópurinn allur verði verulega ástfanginn heldur kemur gamalt fjölskylduleyndarmál upp á yfir- borðið sem kippir fótunum undan veröldinni hennar Klöru. Í bókinni má finna kunnugleg viðfangefni unglingasagna, pæl- ingar um samskipti kynjanna, stríðni og stæla og fjölskyldu- vandamál. Þessi bók er mikil stelpusaga – eins og bókarkápan ber með sér – en höfundarnir hafa áður sent frá sér skáldsög- una Djöflaterta. Þessar tvær sögur kallast óneitanlega á en Ef þú bara vissir… er ívið ungæðis- legri og líklega ætluð yngri mark- hóp. Grallaraskapurinn er þó svipaður í báðum bókunum sem og orðræðan en allt gengur það vel upp í þessari hressilegu ungl- ingasögu. Persónugallerí höfund- anna er stórskemmtilegt, fram- vindan nokkuð spennandi og frásagnarstíllinn tekur sig mátu- lega alvarlega. Ég held að ungar stúlkur geti haft heilmikið gaman af þessari bók. Kristrún Heiða Hauksdóttir BÓKMENNTIR Stefán Sturla Sigurjónsson leikstjóri sendir frá sér ævintýri fyrir börn og fullorðna. Tannálfabálkur BÓKMENNTIR Ef þú bara vissir… eftir Mörtu Maríu Jónasdóttur og Þóru Sigurðardóttur ★★★ Hressileg og viðburðarík unglingasaga Unglingaórói og allt í steik Siðblind ljóð að eigin ósk BÓKMENNTIR Ingólfur Gíslason: Sekúndu nær dauðanum – vá, tíminn líður! BÓKMENNTIR Alína tönnin og töframátturinn Stefán Sturla Sigurjónsson ★★★ Skemmtilegt ævintýri tengt fyrsta tannmissi. 7. og 8. des uppselt 30. des SENDU SMS JA ACF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . JÓLAMYNDIN Í ÁR! STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.