Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2007, Qupperneq 115

Fréttablaðið - 22.12.2007, Qupperneq 115
LAUGARDAGUR 22. desember 2007 83 Fimm hljómsveitir fögnuðu útkomu geisladiska sinna á Lídó á miðvikudagskvöld- ið, en þær eiga það allar sameiginlegt að gefa diska sína út upp á eigin spýtur. Þar komu saman Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar með plötuna Fnyk, Einar Scheving með diskinn Cycles, systkinin Ómar, Óskar og Ingibjörg Guðjóns- börn með Ó Ó Ingibjörg, Jagúar með Shake It Good og Tómas R. Einarsson með Romm Tomm Techno. Fimmföld útgáfugleði SVEIFLA Á LÍDÓ FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ELÍSABET OG SARA VALGERÐUR OG STEINN GRÍMUR OG INGÓLFUR HEIÐA OG RAGNA ÞORLEIKUR OG HELGA Vel lá á tónleikagestum á Lídó á miðvikudagskvöld- ið, enda ekki leiðinlegt að lyfta sér upp með því að hlýða á góða tónlist í miðju jólastressinu. Af nægu var að taka, enda einar fimm sveitir sem leiddu saman hesta sína í margföldu útgáfuteiti. Danir virðast á góðri leið með að taka upp hefðir og venjur Breta; það er að segja að leyfa þjóðinni að veðja á hvað sem er. Nýjasta æðið í veðmálabransanum er að nú er hægt að leggja pening undir á hvaða orð Margrét Þórhildur Danadrottning notar í nýársræðu sinni. Meðal þeirra sem helst er hægt að græða á eru „Marie Cavalier“ og „jackpot“ en þau orð sem þykja hvað ólíklegust til að skila einhverjum aurum aftur í kassann eru Grænland og Fær- eyjar. Vilji einhver hins vegar virki- lega taka áhættuna og treysta á að drottningin bregði eitthvað út af vananum skila orðin „Michael Laudrup“ og „fótboltahálfvitinn“ peningunum fimmhundruðfalt til- baka. Veðjað á drottningu GÆTIR ORÐA SINNA Danir horfa allir á nýárstölu Margrétar og geta nú veðjað á hvaða orð hún notar í ræðu sinni. „Ég get nú ekki tekið undir þessa gagnrýni,“ segir Arnaldur Ind- riðason rithöfundur en bók- menntarýnir dagblaðsins Toronto Star, Jack Bratten, er ekki par hrifinn af þýðingum Bernards Scudder á bók Arnaldar Indriða- sonar, Kleifarvatn eða The Drain- ing Lake. „Bernard hefur fengið mikið lof fyrir þýð- ingar sínar þannig að þetta kemur mér mikið á óvart,“ bætir Arnaldur við og telur lík- legt að gagnrýnandinn sé eflaust að tala um blæbrigðamuninn sem er á enskunni í Bretlandi og síðan vestanhafs. „Ég hélt reyndar að menn almennt áttuðu sig á þeim mun,“ segir Arnaldur, sem enn einu sinni trónir á toppi metsölu- listanna yfir jólin. „Ég er mjög ánægður, viðtökurnar við Harð- skafa hafa verið góðar.“ Rýnirinn Bratten hrósar reynd- ar íslenska rithöfundinum í há stert og segir fléttuna vera einstaklega góða. En hann setur spurningarmerki við þýðingu bókarinnar og segir fullmikið af ensku slangri einkenna hana. „Ég reikna fast- lega með því að Erlendur myndi aldrei nota orð á borð við „bloke“ eða „wanker,“ skrifar Bratten í dómi sínum. „Eða þá að ef einhver lýgur að Erlendur myndi kalla það „bollocks“,“ bætir Bratten við. Hann áréttar þó að þetta hafi ekki mikil áhrif á andrúmsloftið en að: „ensku slangur- yrðin eru móðgun við prósa Arnaldar.“ - fgg Ósáttur við slangur Erlendar EKKI SAMMÁLA Arnaldur er ekki sammála bókmennta- gagnrýnanda Toronto Star og segist vera sáttur við þýðingar Bernards. BLOKE OG BOLLOCKS Erlendur er sagður nota fullmikið af ensku slangri í enskri þýðingu Kleifarvatns. Jessicu Alba hafa þegar borist þrenn tilboð um nektarmyndatök- ur þegar líður á meðgöngu henn- ar. Alba tilkynnti á dögunum að hún ætti von á barni með kærasta sínum, Cash Warren. Sama dag bárust henni þrjú tilboð frá jafnmörgum tímarit- um um að sitja fyrir á Evu- klæðum, eins og Demi Moore, Britney Spears og nú síðast Christina Aguilera hafa áður gert. „Fólk veit að þetta myndi selja tímaritin þess,“ segir vinur leik- konunnar. Alba mun þó ekki vera sérstaklega hrifin af hugmynd- inni, enda ollu myndirnar af bæði Demi og Britney þó nokkru uppnámi. „Hún ætlar ekki að taka neinu tilboði. Henni finnst að þungunin eigi að vera persónuleg reynsla og hennar einkamál,“ segir heimildarmaðurinn. Alba fær tilboð um nektarmyndatökur Danska sjónvarpsstöðin TV 2 sýnir í lok hvers fréttatíma í desember mest skreyttu hús Danmerkur. Nýlega var sýnt frá heimili Íslendinganna Róberts Dúasonar og Rannveigar Bjarg- ar Pálsdóttur, annað árið í röð. „Í fyrra bað sjónvarpsstöðin fólk að senda inn myndir af hús- unum sínum, sem mamma og pabbi gerðu,“ segir sonur hjón- anna, Dúi Róbertsson. „Við ætl- uðum svo að senda aftur inn myndir í ár en stöðin var á undan og hringdi í okkur.“ Íslenska jólahúsið hreppti einnig annað sæti í skreytingakeppni á vegum dagblaðsins Berlingske Tidende fyrir nokkrum árum. Dúi segir fjölskylduna lýsa upp húsið að Íslendinga sið hver jól og skeri sig frá nágrönnum sínum, þar sem íburðarmiklar jólaskreytingar tíðkist ekki í Danmörku. „Þjóðarsálin hér leyfir fólki ekki að berast á. Í hverfinu okkar, Bredballe, búa um tíu til fimmtán þúsund manns en ég held að þetta sé eina húsið með jólaseríum. Fólk kemur keyrandi hingað til að skoða hús skrítnu Íslendinganna,” segir Dúi. Annar sonur hjónanna, Heiðar Már, er heilinn bak við ljósadýrð- ina og kom heim frá námi í Árós- um allar helgar í nóvember til að skreyta. Ekki þykir þó öllum Dönum prýði að lýsingunni. „Sumir gagnrýna skreytingarn- ar út frá umhverfissjónarmiði og finnst svona ljósaseríur eyða of miklu rafmagni,“ segir Dúi. Sjónvarpsstöðin setur myndir af öllum húsunum inn á netsíðu þar sem kosið er um fallegustu skreytinguna, og um næstu helgi verða úrslitin gerð kunn. Skoða má íslenska jólahúsið og keppi- nauta þess á netsíðunni www.1234.tv2.dk. - eá Íslenskt jólahús í Danmörku EINKAMÁL Jessicu Alba hafa borist þrjú tilboð um að sitja fyrir nakin á með- göngunni, en vill halda þungun sinni út af fyrir sig. ÍSLENSKA JÓLAHÚSIÐ Í VEJLE Danir koma keyrandi til að skoða upplýst hús skrítnu Íslendinganna. HEIÐAR MÁR RÓBERTSSON Kom heim frá Árósum allar helgar í nóvember til að skreyta hús foreldranna. Gáfumenni komu saman í Máli og menningu á dögunum til að fagna útgáfu bókarinnar Biblía gáfaða fólksins. Hinni nýstár- legu biblíu er ætlað að fræða sauðsvartan almúgann um hegð- un, atferli og skoðanir gáfu- manna. Sannkallaður gáfu- mennaandi sveif yfir vötnum í útgáfuteitinu en höfundur lofar því að lesendur bókarinnar leggi hana frá sér eilítið greindari. Bókina skrifar 22 ára ljóð- skáld að nafni Gísli Hvanndal Jakobsson. Þó nokkur leynd hefur farið yfir höfundinum sem felur sig á bak við skáldanafnið Gils N. Eggerz. Margir hafa eignað bókina Agli Einarssyni sem betur er þekktur sem Gillzenegger og sendi frá sér Biblíu fallega fólksins um síð- ustu jól. Gillzenegger hefur þó alls ekki viljað kannast við gáfu- mannahliðstæðu hennar. Í sam- tali við Vísi nýlega gerði hann helst ráð fyrir að höfundurinn væri „30 kílóa ljóðahommi úr Æsufellinu að reyna að vera fyndinn“. Gils N. Eggerz segir aftur á móti á bloggsíðu sinni að einmana drengstauli hafi afbak- að nafn sitt og asnast til að verða frægur. Gáfumenni fagna biblíu sinni KÖKUR OG GLÖGG Höfundurinn bauð upp á kökur og kex en vill sjálfur frekar kjötmeti. ÞEKKTASTI NAFNLEYSINGI BLOGGHEIMA Á STJÁ Hildur Lilliendahl og Ólafur Sindri Ólafsson sem vakti umtal í bloggheimum undir dulnefninu Mengella. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR LÉTU SIG EKKI VANTA Viðar Þorsteinsson og Hilma Gunnarsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.