Fréttablaðið - 03.01.2008, Side 20

Fréttablaðið - 03.01.2008, Side 20
20 3. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is Ólafur og Davíð sameinast Davíð Oddsson seðlabankastjóri hefur hvað eftir annað ítrekað að hægja þurfi á hagkerfinu áður en stýrivextir geti lækkað. Margir kvarta yfir háum stýrivöxtum og Davíð örugglega óþreyjufullur að hefja lækkunarferlið. Ekki hafa margir lagt seðlabankastjóra lið í þessari baráttu þangað til á nýársdag. Þá barst hjálp úr óvæntri átt. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði sitt þunga lóð á vogarskálina þegar hann sagði: „Þótt við höfum á stundum verið miklir eyðsluseggir, Íslendingar, og sú athafnasemi knúið aflvélar atvinnu- lífsins kann á komandi árum að vera skynsamlegt að venda sínu kvæði í kross, setja sparnað í öndvegi, gera aðhald og nýtni að aðalsmerki, nota áfram góða hluti í stað þess að kaupa sífellt eitthvað nýtt.“ Davíð hlýtur að gleðjast yfir því hvað þeir Ólafur Ragnar eru orðnir sammála í efnahagsmálum. Hlutabréfatalning Jón Gnarr gerði 2. janúar ódauðlegan í leikverk- inu Einu sinni nörd hér um árið. Hann átti nefni- lega afmæli í gær og á sínum yngri árum var 2. janúar vörutalningardagurinn. Engar búðir voru opnar því starfsfólk var að telja birgðir verslana. Þá fékk Jón Gnarr alltaf bensínstöðvardót í afmælisgjöf. Lyktarspjöld og rúðusköfur. Nú var það svo í gær að Kauphöll Íslands var lokuð 2. janúar. Það er eina kauphöllin í hinum vestræna heimi sem er með lokað fyrsta virka dag ársins. Spurning hvort fjárfestar þurfi tíma til að telja verðbréfin í söfnunum sínum? Líklegri skýring er aldagömul þegar bankamenn þurftu að hand- reikna stöðu bankanna við upphaf árs. Er ekki tími til kominn að breyta því nú á tölvuöld? Peningaskápurinn ... MARKAÐSPUNKTARUm áramótin tóku í gildi lög í Noregi sem kveða á um að 40 prósent af stjórnum skráðra fyrirtækja skuli skipað konum eða körlum. Í Financial Times segir að fjöldi fyrirtækja hafi haldið stjórnarfundi milli jóla og nýárs til að uppfylla þessi skilyrði. Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Saltkaupa hf. í Hafnarfirði. Saltkaup á í viðskiptum með salt til framleiðslu sjávarafurða og íseyðingar á götum. Saltkaup selja jafnframt umbúðir, tunnur og íbæti- efni fyrir rækju og síld, og fleira. Við opnun markaða í gær hafði verð á gulli ekki verið hærra í 28 ár. Voru það viðbrögð við væntri veikingu dollars, hækkun á olíu og landbúnað- arvörum í kjölfar verðbólgu. Félög í eigu Kaupþings og Glitnis í Noregi hafa uppfyllt kröfur norskra stjórn- valda að hvort kynið um sig skipi að minnsta kosti fjörutíu prósent stjórn- arsæta í skráðum félögum. Karita Bekkemellem, jafnréttisráðherra Noregs, hafði hótað öllum þeim félögum sem ekki uppfylltu lögin aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Vala Pálsdóttir, fjárfestatengill Glitnis, segir að öll hlutafélög í eigu Glitnis í Noregi hafi minnst fjörutíu prósent kvenna í stjórn. Það hlutfall muni halda þegar Glitnir sameinast BNbank í febrúar. Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri samskipta- sviðs Kaupþings, segir bankann þegar uppfylla norsku reglurnar sem kveða á um hlutfall kynja í stjórnum félaga í Noregi. Kaupþing hafi skipað konur í stjórn félagsins í Noregi síðastliðið haust. „Mín skoðun er sú að lagasetning sé þrautalending og fyrst beri að skoða allar aðrar leiðir að því sjálfsagða markmiði að jafna hlut kvenna og karla í stjórnum íslenskra fyrirtækja,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga og Frjálsrar verslunar í október á síðasta ári. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur verið að kanna hvort lög um kynjakvóta í stjórnir skráðra fyrirtækja í Noregi gangi gegn Evrópurétti. Hefur ESA óskað eftir upplýsingum frá norsku ríkisstjórninni í því sambandi. - bg Uppfylla kynjakvóta VALA PÁLSDÓTTIR Komið hefur til tals að breyta út frá þeirri venju að hér séu bankar og sparisjóðir lokaðir á fyrsta virka degi árs hvers. Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu. Engin viðskipti áttu sér stað í OMX Kaup- höll Íslands í gær vegna þess að fjármálastofnanir voru lokaðar. „Allir bankar eru lokaðir og við höfum því ekki séð tilgang í að hafa hér opna kauphöll þó að hún sé opin annars staðar,“ sagði Þórð- ur Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallarinnar, í gær. „Þetta er nokk- uð sem alveg mætti taka til endurskoðunar því annars staðar veit ég ekki til þess að sérstakur bankadagur sé svona í byrjun árs.“ Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, segir lokun bankanna fyrsta virka dag ársins líklega eiga rætur sínar í því að áður fyrr hafi þurft allt að tvo daga í að handreikna vexti. „Þar held ég að finna megi upprunann. En síðan hefur þessari hefð verið haldið við. Þetta er hins vegar vinnudagur þar sem fólk mætir og fer í gegnum plögg sín, tölvu- póst og annað og tekur til í kring- um sig,“ segir hann og vísar til þess að svolítið sé þetta eins og vörutalning í verslunum. Sigur- jón segir hafa verið rætt að leggja hefðina af, án þess að í því hafi verið nokkuð gert. „En formlega séð bannar stjórnendum banka ekkert að ákveða að hafa opið,“ segir hann, en telur um leið að slík ákvörðun verði tæpast tekin nema sameiginlega af bönkunum. Helgi H. Steingrímsson, for- stjóri Reiknistofu bankanna, segir að tæknilega sé ekkert því til fyrirstöðu hvað Reiknistofuna varðar að bankar hafi opið fyrsta virka dag ársins. Reiknistofan sé ávallt opin og annist færslur og uppgjör öllum stundum. „Fyrst og fremst er þetta ákvörðunar- atriði banka og sparisjóða. Reikni- stofan er engin hindrun í því efni,“ segir hann. - óká Kauphöllin lokuð vegna bankadags Mætti endurskoða, segir Þórður Friðjónsson. Ekki steytir á Reiknistofunni, segir Helgi Steingrímsson. OMX KAUPHÖLLIN Í KAUPMANNAHÖFN Kauphallir OMX-samstæðunnar voru opnar í gær, utan sú íslenska sem lokuð var eins og bankarnir hér. Hefð er fyrir því að fyrsti virki dagur ársins fari í tiltekt. Bankastjóra og tveimur lykilstarfsmönnum Icebank var óvænt sagt upp um áramótin. Stjórnarformaður og nýráðinn bankastjóri segja breytingar á framkvæmdastjórn eiga sér eðlilegar skýringar. „Þetta kom mjög á óvart svo ekki sé fastar að orði kveð- ið,“ segir Finnur Sveinbjörnsson, fyrrum bankastjóri Icebank, sem óvænt var sagt upp störfum á milli jóla og nýárs ásamt þeim Gunnari Svavarssyni, fyrrum fram- kvæmdastjóra fyrirtækjasviðs, og Hafdísi Karlsdóttur, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs bankans. Finnur vildi ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. „En þetta var vissulega dagur hinna löngu hnífa,“ bætti hann við í ljósi þess hversu mörgum lykilstjórnendum Icebank var sagt upp í einu lagi. Finnur hafði starfað hjá bankanum frá 2002 og leitt hann í gegnum mikið umbreytingaferli, líkt og segir í tilkynningu. Þar á meðal jukust eignir bankans úr 54 milljörðum króna árið 2001 í um 200 milljarða í enda síðasta árs undir hans stjórn. Nokkrir lykilstjórnendur bankans keyptu undir lok síðasta árs samtals 8,5 prósenta hlut í bankanum. Þar á meðal festu Finnur og framkvæmdastjórarnir sér hlutinn auk Agnars Hanssonar, sem tók við banka- stjórastólnum af Finni. Ekki liggur fyrir hvort stjórn- endurnir fyrrverandi ætli að halda í hlutina í ljósi atburðanna. Agnar, sem var framkvæmdastjóri fjárstýringa- sviðs Icebank síðastliðin tvö ár, segir breytingarnar eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar nýr skipstjóri tekur við stýrinu kemur ný áhöfn með honum,“ segir hann. Undir þetta tekur Geirmundur Kristinsson, stjórnarformaður Icebank. „Þetta var sameiginleg ákvörðun á kaflaskilum,“ segir hann en auk breytinga á eignarhaldi Icebank í október settust nýir menn í bankaráðið seint á síðasta ári. „Það var búið að ganga frá því á sínum tíma í markmiðasetningu bankans hvert hann skyldi stefna. En menn voru með mismun- andi áherslur. Með þessu er verið að koma ferlinu af stað,“ segir hann. jonab@frettabladid.is Uppsögnin kom banka- stjóranum mjög á óvart FYRRVERANDI OG NÚVERANDI LYKILSTJÓRNENDUR ICEBANK Finnur Sveinbjörnsson, fyrrum bankastjóri, í miðjunni ásamt þeim Gunnari Svavarssyni og Hafdísi Karlsdóttur á hægri hönd en þeim Agnari Hanssyni, sem tók við bankastjórastólnum, og Ólafi S. Ottósyni, framkvæmdastjóra sparisjóðasviðs, á þá vinstri. Stjórn OMX-kauphallarsamstæðunnar, sem rekur hluta- bréfamarkað á Norðurlöndunum, þar á meðal í Kaup- höll Íslands, og í Eystrasaltsríkjunum, samþykkti í gær að mæla með því að hluthafar taki tilboði eignarhaldsfélags kauphallarinnar í Dubaí. Kaupverð nemur 32 milljörðum sænskra króna, jafnvirði rúmra 313 milljarða íslenskra. Að viðskiptum loknum selur eignarhaldsfélagið bréf sín áfram til bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq samkvæmt samkomulagi. Greitt verður fyrir hlutina með peningum og hlutum í Nasdaq og mun markaðurinn í Dubaí eftirleiðis eiga fimmtungshlut í Nasdaq en sam- stæðan fá heitið Nasdaq OMX. - jab Styðja tilboð Byr sparisjóður hefur hug á að auka við hlut sinn í VBS fjárfest- ingarbanka. Samkvæmt heimild- um blaðsins falaðist sjóðurinn í byrjun desember eftir hlut bæði Sparisjóðsins í Keflavík (SpKef) og Sparisjóðs Mýrasýslu (SpM). Tilboði Byrs hefur þó á hvorug- um staðnum verið tekið. Sparisjóð- irnir munu þó ekki afhuga því að selja hlut sinn fyrir rétt verð, að því er athugun leiðir í ljós. Á báðum stöðum hefur áhersla færst frá VBS, en SpM keypti síðasta haust Nordvest verðbréf og áhersla SpKef hefur færst á Ice- bank. Þannig sagði Gísli Kjartansson, framkvæmdastjóri SpM, sig úr stjórn VBS, þar sem hann var for- maður, í byrjun desember. Ástæð- an var kaupin á Nordvest þar sem ákveðið hafði verið að efla og styrkja reksturinn, en Nordvest starfar að hluta á sama markaði og VBS. - óká Byr vill meira í VBS Í FORSVARI FYRIR BYR Jón Þorsteinn Jónsson er stjórnarformaður og Ragnar Z. Guðjónsson annar tveggja sparisjóðs- stjóra Byrs sparisjóðs. Sjóðurinn vill auka hlut sinn í VBS fjárfestingarbanka. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Gítarnámskeið Hefst 21. janúar 12 vikur - 40 mínútna tímar - 1 sinni í viku Einkatímar: kr. 47.000- Geisladiskur með upptöku nemanda í lok námskeiðs. Hóptímar fyrir 6-9 ára: kr. 35.000- Gítarskólinn er aðili að frístundakorti Í.T.R. www.itr.is Öll stílbrigði ! Fyrir byrjendur á öllum aldri og lengra komna Gítarkennsla er okkar fag ! Gítarskóli Íslands Síðumúla 29 Sími 581-1281 gitarskoli@gitarskoli.is www.gitarskoli.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.