Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.01.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 06.01.2008, Qupperneq 10
10 6. janúar 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is Á söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarfirði verður frumsýnt í dag kl. 16 leikritið Brák eftir Brynhildi Guð- jónsdóttur. Hefð hefur skapast á Landnáms- setrinu fyrir því að listamenn beri þar á borð sín eigin verk og kemur Brák sem næsta verk á eftir Mr. Skalla- grímssyni eftir Benedikt Erlingsson. „Þetta er verk sem ég tek að mér að semja fyrir Söguloftið að beiðni Kjart- ans Ragnarssonar og Sigríðar, Mar- grétar Guðmundsdóttur og ákveðið var að umfjöllunarefnið yrði Þorgerð- ur Brák, fóstra Egils Skallagríms- sonar,“ segir Brynhildur Guðjóns- dóttir leikkona, en þetta er frumraun hennar sem leikritaskáld. „Þorgerði Brák er lýst svo að hún var mikil fyrir sér, sterk sem karlar og fjölkunnug mjög,“ útskýrir Brynhildur. „Þetta er engin smá lýsing því konum í fornsögunum er yfirleitt bara lýst í útliti. Af Þorgerði gustaði og Skallagrímur Kveldúlfsson vík- ingurinn gat ekki haft þessa konu ná- lægt sér. Skallagrímur ætlar að drepa Egil en þá horfir ambáttin í augu hús- bónda síns og ávarpar hann og ávítar og þverbrýtur þannig reglur karla- samfélagssins með því að hreinlega tala við karlinn fyrir framan alla. Hún bjargar Agli en lætur líf sitt í staðinn og sýnir þannig af sér þann hetjuskap sem aðeins mestu kappar Íslendinga- sagnana eiga um sig ritaðan,“ bætir Brynhildur við. Hún segir aðdragandann að leik- ritinu hafa verið langan og strangan enda aðrar áherslur við skrifin en við að leika. Hún er þó ekki ókunnug skrifum eftir háskólanám í frönskum bókmenntum en mikil vinna fór í að viða að sér efni til að byggja persónu Þorgerðar Brákar á. „Heimildir um hana eru rýrar, rétt um lúkufylli af upplýsingum í Egilssögu. Ég fer því vítt í að viða að mér og er búin að lesa Íslendingasögurnar og fornaldarsög- ur Norðurlanda. Jafnframt skoða ég þrælahald á landnámsöld og leita í írska annála, hversu margir þrælar voru teknir og hvað þeir kunnu.“ Brynhildur útskýrir að samkvæmt DNA-rannsóknum hafi þriðjung- ur landsmanna á landnámsöld verið keltneskar konur, sem hljóti að hafa haft áhrif því meðan Ísland var að byggjast hafði blómstrað menningar- samfélag á Írlandi í mörg hundruð ár. „Þeir voru farnir að yrkja undir bragar háttum sem komu ekki fram á Íslandi fyrr en með Agli Skallagríms- syni. Þar var fólk læst og skrifandi og menn gengu í skáldaskóla til að telj- ast fullgild skáld. Þetta var merki- legt fólk sem kom hingað til Íslands sem þrælar, annað en þessir norsku ræflar sem flúðu land sitt. Ekki voru þeir að yrkja í Noregi!“ Atli Rafn Steinarsson leikstýrir verkinu og í sameiningu tálguðu þau efnið niður í tveggja tíma sýningu og settu saman hóp fólks sér til aðstoðar. Pétur Grétarsson semur tónlist, Stígur Steinþórsson sér um leikmynd, Þór- unn María Jónsdóttir gerir búninginn og Jóhann Bjarni Pálmarsson er lýsir. „Við erum djörf, sprengjum upp ný- árið og frumsýnum á þrettándanum,“ segir Brynhildur og hlakkar til að sýna fólki hvað í Þorgerði Brák bjó. „Hún er æði! Ef hennar hefði ekki notið við ættum við ekki skáldskap Egils og það þurfti líka enga smá manneskju til að ala hann upp.“ rt@frettabladid.is BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR: FRUMSÝNIR VERK SITT BRÁK Á SÖGULOFTINU Sterk sem karlar og fjölkunnug FRUMRAUN Brynhildur Guðjónsdóttir í hlutverki Þorgerðar Brákar. Hún er einnig höfundur verksins og er þetta frumraun Brynhildar sem leik- skáld. MYND/BJARNI GRÍMSSON MERKISATBURÐIR 1902 Fyrsti grímudansleikurinn í Reykjavík er haldinn. 1923 Halldór Kiljan Marie Pierre Laxness er skírður og fermdur og gerður með- limur í heilagri kaþólskri kirkju. 1945 George Bush giftist Bar- böru Pierce. 1949 Ljósmæðraskólinn og fæðingardeild flytja í ný reist hús á lóð Land- spítalans. 1968 Rannsóknarstöð Harta- verndar í Reykjavík er formlega tekin í notkun. 1993 Jón Páll Sigmarsson afl- raunamaður andast. 1994 Nancy Kerrigan skauta- drottning verður fyrir árás lífvarða Tonyu Harding. Katrín mikla lést þennan dag, 67 ára að aldri. Hún var fædd í Þýskalandi 1729 og giftist Pétri III Rússakeisara aðeins fimmt- án ára gömul. Hjónabandið var ekki farsælt og átti Pétur sér allt- af ástkonu og bjó með henni en þó eignuðust þau hjónin einn son. Katrín var ákveðin kona, lærði strax rússnesku og fylgdist vel með því sem var að gerast í landinu og eins annars staðar í Evrópu. Árið 1962 var hún gerð að hæstráðanda í Rússlandi í fjarveru Péturs, sem var sagður hálf feginn að losna undan krúnunni og fór ein- ungis fram á rólegt sveitasetur og nægar birgð- ir af vindlum og víni. Hann var drepinn hálfu ári síðar. Sjálf átti Katrín marga elskhuga og var gjafmild og rausnarleg við þá og eftir að sambandi hennar við Grigori Alexandrovich Pot- emkin lauk aðstoðaði hann hana við val á elskhugum eftir líkam legum burðum og gáfna- fari. Einn af elskhugum sínum, Stanislaw Poniatowski, gerði Katrín að stjórnanda Póllands. Katrín var harðsnúin við son sinn og reyndi að útiloka hann frá valdastörfum, hún horfði framhjá spillingu í hirð sinni og var sjálf sökuð um aðild að morðum á ýmsum sem ásæld- ust krúnuna. Aldrei var sönnuð á hana aðild að morðinu á eiginmanni sínum Pétri en hún gerði heldur ekkert til að refsa þeim sem áttu sök á dauða hans heldur hækkaði þá í tign. ÞETTA GERÐIST: 6. JANÚAR 1796 Katrín mikla Rússakeisaraynja léstNIGELLA LAWSON MATREIÐSLU-KONA ER 47 ÁRA „Ég smakka aldrei vínið fyrst þegar ég fer út að borða á veitingastöðum, ég bið bara þjóninn um að hella í glasið.“ Nigella Lawson var blaðamað- ur á Sunday Times þegar hún skrifaði sína fyrstu matreiðslu- bók árið 1998 og hefur síðan stjórnað vinsælum matreiðslu- þáttum í sjónvarpi. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls eiginmanns míns, Magnúsar Stefánssonar skipstjóra, Nýbýlavegi 84, Kópavogi. Fyrir hönd barna, stjúpbarna, tengdabarna og barnabarna, Guðrún Friðriksdóttir. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Þóra Jenný Pétursdóttir Safamýri 42, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum hinn 26. desember. Útför hennar fer fram mánudaginn 7. janúar kl. 15.00 frá Grensáskirkju. Ólína Ágústsdóttir Gunnar H. Stefánsson Þóra Jenný Gunnarsdóttir Stefán Sveinn Gunnarsson Álfhildur Íris Arnbjörnsdóttir Hekla Ólína Stefánsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Jónína Margrét Sveinsdóttir Dalbraut 16, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 3. janúar sl. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 11. janúar kl. 13.00. Jón Aðalsteinn Jónasson Sveinn Grétar Jónsson Jónas R. Jónsson Hanna Kristín Guðmundsdóttir Helga Benediktsdóttir Jón Aðalsteinn Sveinsson Margrét Ragna Jónasardóttir Guðrún Elísabet Ómarsdóttir Helga Gabríela Sigurðardóttir Ásta Sigríður Sveinsdóttir Birta Hlín Sigurðardóttir Sigurður Karl Guðgeirsson Þjónustusamningur um rekstur Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri og stofnanaþjónustu fyrir aldraða var undirritaður í byrjun árs af heilbrigð- isráðherra og bæjarstjóranum á Akur- eyri. Í samningunum er lögð áhersla á að gefa öldruðum kost á því að dvelja eins lengi heima hjá sér og kostur er og fólkið sjálft kýs. Auk þess á að samþætta þjónustuna og gera hana sveigjan legri. Með samþættingu þessarar þjónustu og sérþjónustu fatlaðra við aðra félags- lega þjónustu Akureyrarbæjar fá íbú- arnir áfram mjög góða og heildstæða félags- og heilbrigðisþjónustu þar sem ábyrgð sveitarfélagsins er ótvíræð, að því er fram kemur á vef Akureyrar- bæjar. Bærinn hefur haft rekstur heilsugæslunnar með höndum frá 1997 og stofnanaþjónustu fyrir aldraða mun lengur. Í samningnum endurspeglast áhersla á nærþjónustuna, en sameigin- legt markmið aðila er að flytja málefni aldraðra alfarið til sveitarfélaganna innan fárra ára. Áhersla á að fólk geti verið heima NÝR SAMNINGUR Bæjarstóri Akureyrar, Sigrún Björk Jakobsdóttir, og heilbrigðisráðherra, Guð- laugur Þór Þórðarson. MYND/HULDA SIF AFMÆLI Anna Kristín Gunnars- dóttir þingkona er 56 ára í dag. Rebecca Romijn leikkona er 36 ára í dag. Thandie Newton leikkona er 36 ára í dag. Bergur Þór Ing- ólfsson leikari er 39 ára í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.