Fréttablaðið - 06.01.2008, Síða 13

Fréttablaðið - 06.01.2008, Síða 13
SUNNUDAGUR 6. janúar 2008 13 inn; allar þær gífurlegu tæknifram- farir sem hafa átt sér stað hafa skapað tækifæri fyrir hvern og einn, að búa til sína eigin kvikmynd og með tilkomu netsins koma henni á framfæri upp á eigin spýtur.“ Duttlungafullar smástjörnur hluti af starfinu Starf framleiðandans lítur í fljóti bragði út fyrir að vera hálfgert draumastarf. Bara sitja á fundum með einhverjum stórstjörnum, velja handrit, hringja nokkur sím- töl og svo þegar allt er klappað og klárt er bara hægt að leggjast í sól- bað. Eða bara lesa einhver handrit sem lenda inni á borði. Sigurjón og Þórir segja þetta fyrst og fremst vera mikla vinnu með óreglulegum vinnutíma og duttlungafullum smá- stjörnum. Menn þurfi að vera reiðubúnir að leggja mikið á sig og það þýði ekkert hálfkák og hálf- kláraðar vísur. „Hjá mér var þetta bara puð fyrstu árin. En það er ekki bara nóg að vera duglegur því maður þarf líka að hafa lukkudís- irnar með sér,“ segir Sigurjón. Þórir segist hafa gert sér vel grein fyrir því að þetta væri svona mikil vinna þegar hann fetaði í hin vand- meðförnu fótspor föður síns. „Þótt vissulega hafi manni bara fundist þetta frekar auðvelt þegar pabbi var að fá Gullpálmann í Cannes og var að gera bíómyndir og sjón- varpsþætti með David Lynch,“ segir hann og hlær. Frá Hollywood og óreglulegum vinnutíma berst talið að þeim sjálf- um. Sigurjón hefur augljóslega í nógu að snúast enda titrar Sony- síminn hans alltaf öðru hverju og á meðan hann talar fer hann létt með að svara einum tölvupósti eða tveimur á Blackberry. „Munurinn á okkur er kannski helst sá að ég er blessunarlega laus við að vinna alla sólarhringinn. Ég get í það minnsta slökkt á símanum á meðan ég horfi á fótbolta.“ Þórir gjóir augunum í áttina að föður sínum. Gott mál, segir Sigurjón, að næsta kynslóð hafi meira jafnvægi milli vinnu og fjölskyldu. „Ég get nú samt ekki neitað því að tölvupósturinn er frelsandi tæki sem gefur manni tækifæri til að vinna á fleiri stöð- um í einu.“ En þótt feðgarnir fáist við ólíka kvikmyndagerð að einhverju leyti er leið þeirra inn í iðnaðinn ekkert svo ólík. Báðir útskrifaðir úr Versló, fóru í bókmenntafræðina í Háskóla Íslands en síðan skilja leið- ir. Sigurjón segist reyndar alltaf hafa búist við því að sonurinn myndi snúa aftur til Bandaríkjanna og stúdera fræðin við bandarískan kvikmyndaskóla en Þórir valdi aðra leið. Á háskólaárunum hafði hann kynnst Skúla Malmquist, Ottó Borg, Huldari Breiðfjörð og Ragnari Bragasyni og úr þeim félagsskap varð til ZikZak-fjölskyldan sem er sífellt að stækka og stækka. Ólík nálgun Sigurjón og Þórir eru ekki ein- göngu samstarfsaðilar í dönsku stórmyndinni Valhalla Rising. Sig- urjón er meðframleiðandi að A Good Heart og þeir og ZikZak voru einnig í samstarfi við gerð tónlist- arkvikmyndarinnar Gargandi snilld. Þeir segjast á hinn bóginn forðast það í lengstu lög að vinna of náið saman. Þá væri nefnilega heimilishaldið í hættu og Þórir minnist þess að þeir hafi einu sinni gert mynd í tilefni af fimmtíu ára afmæli mömmu hans. „Allt fór í háaloft inni í klippiherberginu,“ rifjar Þórir upp. „Við höfum bara mjög ólíka nálgun,“ bætir Sigur- jón við og vill meina að Þórir sé eilítið mýkri en hann sjálfur – sem hann hafi sennilega frá móður sinni. „Ég er beinskeyttari,“ segir Sigurjón. Hins vegar þiggja þeir ráðlegg- ingar hvor frá öðrum og eru reynd- ar sammála um að Titanic sé versta kvikmynd síðustu aldar og Babel sé mest hæpaða kvikmynd þessar- ar aldar. Óhjákvæmlega hefur hins vegar ekki verið komist hjá því að bera þá feðga saman í gegnum tíðina. „Maður heyrði alltaf út undan sér að pabbi hlyti nú að vera að toga í einhverja spotta þegar við vorum að byrja í ZikZak,“ segir Þórir og Sigurjón man líka vel eftir þessu. „Þeir sem þekkja mig vita að slíkt væri fjarri lagi,“ segir hann og Þórir tekur aftur við boltanum. „Þetta eru svona „no win“ aðstæð- ur. Ef barninu gengur vel þá er auðvitað sagt að það sé vegna vel- gengni foreldrisins en ef illa geng- ur er það aumingi því það fékk tækifærin rétt upp í hendurnar.“ Á réttri leið Og loks berst talið að kvikmynda- gerð á Íslandi, sem þeir hafa báðir sterkar skoðanir á. Hvorugur er í vafa um að íslenskur kvikmynda- iðnaður sé í mikilli sókn. Þeir eru sammála um að Íslendingar eigi í raun ótrúlega mikið af góðu, hæfi- leikaríku og vel menntuðu fólki miðað við það hversu ungur iðnað- urinn sé hér. Einnig megi þó ýmis- legt betur fara. „Í Danmörku er til að mynda mikið samstarf innan kvikmyndaiðnaðarins. Kvik- myndaskólinn, danska ríkissjón- varpið (DR) og danska kvikmynda- stofnunin vinna markvisst að uppbyggingu danska kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðarins. Hér á Íslandi hefur slíkt samstarf ekki verið fyrir hendi.“ Sigurjón tekur við og sendir fyrrverandi dag- skrárstjóra Sjónvarpsins, Rúnari Gunnarssyni, tóninn og telur það sorglegt að slíkur maður skuli hafa fengið að gegna þeirri ábyrgðar- fullu stöðu jafn lengi og raun bar vitni. Þórir tekur undir með föður sínum en forðast þó að taka jafn djúpt í árinni. Þeir eru hins vegar sammála um að með nýrri yfir- stjórn RÚV sé kominn allt annar andi auk þess sem metnaðarfull dagskrárgerð Stöðvar 2 lofi góðu. Ekki sé þó allt fullkomið og Sig- urjón segir að enn vanti alla sam- hæfingu og sameiginlega sýn á iðnaðinn í landinu. Aukin framlög úr ríkissjóði hafi að vísu hjálpað gífurlega enda sé það staðreynd að í þeim löndum þar sem öflug kvik- myndagerð sé til staðar, fyrir utan Bandaríkin, hafi almannafé alltaf verið nauðsynlegt til varnar Holly- wood-maskínunni. „Að mínu mati er því allt einkavæðingartal um fjölmiðla áhyggjuefni. Og hvað sem allir frjálshyggjuprestar segja sýna dæmin að einkareknir fjölmiðlar þrífast, dafna og skila hagnaði við hlið ríkisstofnanna séu þeir vel reknir,“ segir Sigurjón. Þórir bætir því hins vegar við að ekki sé hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að kvikmynda- þjóðir á borð við Dani og Frakka eigi sér yfir hundrað ára sögu og hafi því auðvitað ákveðið forskot. „Við verðum fyrst og fremst að sýna leikstjórunum og kvikmynda- gerðarfólkinu okkar þolinmæði. Við verðum að gefa þeim mun fleiri tækifæri og leyfa þeim að taka áhættu.“ Og Sigurjón botnar: „Án áhættu næst ekki árangur.“ GET SLÖKKT Á SÍMANUM „Munurinn á okkur er kannski helst sá að ég er blessun- arlega laus við að vera að vinna allan sólarhringinn. Ég get í það minnsta slökkt á símanum á meðan ég horfi á fótbolta,” segir Þórir.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.