Fréttablaðið - 20.01.2008, Síða 8

Fréttablaðið - 20.01.2008, Síða 8
 20. janúar 2008 SUNNUDAGUR ALÞINGI Hugmynd um flugvöll á Hólmsheiði hefur sett áform um byggingu fangelsis á heiðinni í uppnám. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra upplýsti þetta á Alþingi í vikunni í svari við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingflokks- formanns framsóknarmanna, um nýtt fangelsi og nýja lögreglu- stöð. Greindi Björn jafnframt frá því að til athugunar væri að nýjar höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og nýtt fangelsi yrðu í einu og sama húsinu. Enn fremur upplýsti hann að samningar um sölu á landi í grennd við Litla-Hraun væru í farvatninu og að andvirðið yrði notað til að reisa móttökuhús við fangelsið þar. - bþs Óvissa um byggingu fangelsis: Flugvöllur tefur borgarfangelsi BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra segir að verið sé að kanna möguleikann á því að hafa höfuðstöðvar lögreglunnar og fangelsi í sama húsinu. STJÓRNSÝSLA Kærunefnd útboðs- mála hefur stöðvað samninga Ríkiskaupa og Landsbanka Íslands um innkaupakort fyrir ríkið. Kreditkort hf. kærðu á gamlárs- dag þá ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði sem Landsbankinn gerði í útboði fyrir innkaupakort ríkisins. Krafðist Kreditkort hf. að gerð samnings við Landsbank- ann yrði stöðvuð þar til endanleg ákvörðun lægi fyrir hjá kæru- nefndinni um lögmæti útboðsins og tilboðs Landsbankans. Kærunefndin hefur nú stöðvað gerð samninga Ríkiskaupa við Landsbankann á þeim grundvelli að verulegar líkur séu á að samn- ingurinn sé ólöglegur. Í kjölfar þessa höfnuðu Ríkiskaup öllum þremur tilboðunum sem bárust. Auk áðurnefndra fyrirtækja sendi Kaupþing inn tilboð. Kærunefndin segir að bjóðend- ur í útboðinu hefðu átt að geta áttað sig á því fyrirfram hvernig staðið yrði að mati á hagkvæm- asta tilboði og hagað boðum sínum í samræmi við það. Þetta hafi hins vegar ekki verið tilfellið. „Bjóðendum í hinu kærða útboði var ógerlegt að átta sig á því hvernig kaupandi hygðist meta til- tekna þætti í tilboðum þeirra,“ segir kærunefndin. Ítrekað er í ákvörðun kæru- nefndarinnar að forsendur í útboðum á vegum ríkisins megi ekki vera svo matskenndar að kaupandanum séu í raun og veru engar skorður settar við mat til- boða. „Er það nauðsynlegt til að takmarka vald þeirra til að túlka tilboðin eftir eigin höfði eftir að tilboð hafa verið opnuð,“ segir kærunefndin. Kreditkort hf., sem eru með Mastercard, hafa haft samning við ríkið um greiðslukort í sjö ár. Samningurinn rann út í fyrradag en hefur að sögn Viktors Ólasonar, framkvæmdastjóra Kreditkorta, verið framlengdur um óákveðinn tíma. Viktor segir viðskiptin lúta að um 950 greiðslukortum hjá 180 ríkisstofnunum. Veltan af þeim sé um fimm prósent af heildarkorta- veltu Kreditkorta hf. Að sögn Viktors voru öll tilboðin þrjú eins hvað varðar kortagjöld. Huglægt mat hafi síðan verið lagt á þjónustuna. „Við vorum ónægðir með að það var misræmi milli for- sendna í útboðinu sjálfu og þess sem notað var til að velja úr til- boðunum,“ segir hann. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir ekki enn ákveð- ið hver verði næstu skref Ríkis- kaupa. Hann neitar því að málið sé klúður af hálfu Ríkiskaupa. „Við erum að skoða það lögfræðilega hvað hægt er að gera,“ segir Júlíus. gar@frettabladid.is Stöðva korta- samning við Landsbanka Kærunefnd útboðsmála segir verulegar líkur á að samningar Ríkiskaupa við Landsbankann um greiðslukort séu ólöglegir. Kreditkort hf. kærðu samninginn við Landsbankann á gamlársdag. LANDSBANKINN Ríkiskaup hafa hafnað öllum tilboðum í greiðslukort fyrir ríkisstofn- anir eftir að kærunefnd sagði verulegar líkur á að samningar þeirra væru ólöglegir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.