Fréttablaðið - 20.01.2008, Side 20

Fréttablaðið - 20.01.2008, Side 20
20 20. janúar 2008 SUNNUDAGUR Ö rn Snævar Sveins- son býr nú á Reyk- hólum og er stýri- maður á Karlsey sem mokar upp hráefni úr Breiða- firði fyrir Þörungaverksmiðjuna þar í sveit. Hann er léttur á mann- inn og góður í viðkynningu en þó þyngist svipurinn og tónninn í röddinni þegar útistöður hans við yfirvaldið ber á góma. „Ég var skipstjóri á togaranum Tálknfirðingi þegar kvótakerfið var tekið upp árið 1984,“ segir Örn Snævar. „Svo var báturinn seldur og þá fór ég á flakk. Var til dæmis á rækjuveiðum við Nýfundnaland og þvældist meira að segja alla leið til Miðbaugs-Gíneu í Afríku. Þar varð ég svo fyrir miklum meiðslum þegar það gróf illa í sári á fætinum svo ég kom heim draghaltur og lá einhvern tíma á spítala. En þegar ég var búinn að jafna mig fór ég til sjós og leysti af hér og þar. Svo þótti mér nóg komið að þessu flakki svo ég keypti 24 tonna eikarbát ásamt þeim Erlingi Haraldssyni og Magnúsi Jóni Áskelssyni.“ Ákvörðunin örlagaríka Báturinn sem um ræðir hét Sveinn Sveinsson og áhöfnin á honum átti heldur betur eftir að komast í kast við lögin. „Ég byrjaði náttúrlega á því að sækja um kvóta og taldi mig hafa fullan rétt til þess því ég hafði verið skipstjóri áður og það voru dæmi þess að skipstjórar höfðu fengið kvóta út á sína aflareynslu. Og svona til vara sótti ég um að fá að veiða í þrjú ár og láta svo ráðast af aflahæsta árinu hvað ég fengi í kvóta. Þetta taldi ég eðlilegast því þannig hafði verið gengið frá mál- unum áður þegar vantaði kvóta á skip. En þessu var báðu hafnað. Þá var náttúrlega ekkert annað að gera en leigja kvóta og það var í lagi fyrst um sinn. En svo hækkaði leigan á þorski en ekki síður á kola. Hún fór upp úr öllu valdi. Á endan- um voru allar tegundir kvótaskyld- ar og engin undankomuleið hjá himinháum leigum enda var svo komið að kvótaeigendurnir fengu 80 prósent af verðmætinu og þessi 20 prósent sem eftir voru dugðu skammt. Þá sagði ég við Erling og Magnús að nú væri ekkert annað að gera en tilkynna stjórnvöldum að nú ætluðum við að fara að róa kvótalausir enda hafði ég enga trú á að þessi lög gætu staðist. Magnús vildi ekki taka þátt í þessu. Ég virði það og ber alls engan kala til hans fyrir það. Erlingur var hins vegar alveg grjótharður í þessu með mér. Við höfum staðið í þessu stappi allar götur síðan sem einn maður og þannig verður það þar til yfir lýkur.“ Hæstiréttur þurfti varla að kynna sér dóminn Tvímenningarnir voru fyrst dæmdir í Héraðsdómi Vestfjarða og þeir áfrýjuðu málinu til Hæsta- réttar. „Þá leit Hæstiréttur ekki út fyrir að vera bara einkavinaklúbb- ur eins manns eins og nú er svo ég batt nokkrar vonir við þetta. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn enda held ég að fólk skilji hvað ég á við. Þar þurftu menn reyndar ekki að sitja yfir málinu til að komast að niðurstöðu, ég veit ekki einu sinni hvort þeir lásu dóm héraðsdóms.“ En er Örn Snævar þar með að Sverðið sem hékk yfir sjómönn- um hangir nú yfir stjórnvöldum Þjóðin bíður nú eftir viðbrögðum stjórnvalda eftir að Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna ályktaði að íslenska ríkið hefði brotið gegn tveimur sjómönnum sem höfðu verið dæmdir í héraðsdómi og svo Hæstarétti fyrir að veiða kvótalausir. Örn Snævar Sveinsson, sem er annar sjómannanna sem dæmdir voru, fór yfir málið með Jóni Sigurði Eyjólfssyni blaðamanni og sagði hvernig þeir tvímenningar hafa snúið vörn í sókn. ÖRN SNÆVAR SVEINSSON Sverðið sem hangið hefur yfir þeim Erni Snævari og Erlingi hangir nú yfir stjórnvöldum. Örn Snævar hefur ekki ákveðið hvernig skaðabótakröfur hans muni hljóða en hitt er víst að fiskveiðikerfinu skal breytt og að þeir tvímenningar gefa ekkert eftir í útistöðunum við stjórnvöld. PATREKSFJÖRÐUR Það var í þessu vestfirska þorpi sem þeir Örn Snævar og Erlingur tóku ákvörðun um að róa kvótalausir á bát sínum Sveini Sveinssyni BA. Þeir létu stjórnvöld vita og fóru kvótalausir til veiða og fóru svo í einn róður eftir að hafa verið sviptir veiðileyfi. Magnús sem einnig var skipverji á Sveini dró sig út úr og tók ekki þátt í veiðunum. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /EYÞÓ R ➜ UPPHAF OG FERILL MÁLSINS Örn Snævar var skipstjóri á Tálknfirðingi þegar kvótakerfið er sett á árið 1984. Nokkru síðar er Tálknfirðingur seldur og Örn fer fljótlega til útlanda þar sem hann stundar sjómennsku í nokkur ár. Þegar hann kemur til Íslands aftur fer hann á sjóinn í lausamennsku en ákveður svo að kaupa bátinn Svein Sveinsson BA ásamt Erlingi Haraldssyni og Magnúsi Jóni Áskelssyni. Þeir sækja um kvóta en því er hafnað svo þeir leigja til að byrja með en þegar leigan er orðin of dýr ákveða þeir að róa kvótalausir. Þeir eru dæmdir í Héraðsdómi Vestfjarða og svo í Hæstarétti. Erlingur missir einbýlishús sitt og fær síðan dóm hjá Héraðsdómi Suðurnesja eftir að hafa flutt til Grindavíkur. Örn Snævar nær að halda eignum sínum. Hann flytur til Reykhóla eftir að hann fær pláss á Karlsey sem þaðan gerir út. Málið er sent til Mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.