Fréttablaðið - 20.01.2008, Síða 22
MENNING 2
Sjö sóttu um starf leikhússtjóra
Leikfélags Reykjavíkur sem fer
með stjórn Borgarleikhússins:
Edda Björgvinsdóttir, Gísli Þór
Gunnarsson, Graeme Maley,
Hafliði Arngrímsson, Halldór E.
Laxness, Magnús Geir Þórðarson
og Rúnar Guðbrandsson. Stjórn LR
mun funda með umsækjendum og
er niðurstöðu að vænta í vikunni.
Talið er nær víst að Magnús Geir
Þórðarson verði ráðinn, ekki aðeins
sökum menntunar í leikstjórn og
viðskiptafræði, heldur líka sökum velgengni Leikfé-
lags Akureyrar síðari misseri. Hann var á sínum tíma
í forystu Leikfélags Íslands sem var samsteypa
nokkurra fyrirtækja í leiksýningarekstri og varð það
fyrirtæki gjaldþrota. Hann var um skeið starfsmaður
Borgarleikhússins við umjón gestastarfsemi í húsinu.
Verði Magnús Geir ráðinn losnar starf leikhússtjóra
á Akureyri en þar rýmkast mjög um rekstur Leikfé-
lagsins á næsta ári þegar Hof – menningarhús á
Akureyri – verður vígt en þar er aðstaða til leiksýn-
inga allt önnur en í samkomuhúsinu gamla.
Magnús líklegastur
Magnús Geir
Þórðarson
leikstjóri
V
andræðagangurinn í kringum húseign-
irnar að Laugavegi 4-6 hefur leitt í ljós að
brýnt er að taka upp lög um húsafriðun.
Þau eru enda barns síns tíma og hafa í
ljósi bráðafriðunar og beinna afskipta
menntamálaráðherra reynst gagnslítil. það er
hárrétt hjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta-
málaráðherra að telji húsafriðunarnefnd nauðsyn á
endurskoðun laganna er réttast að hún móti slíka
beiðni til ráðherrans. Atvikin á Akureyri, Seyðisfirði
og hér í Reykjavík sanna það. Enn eru sveitarstjórn-
armenn svo handgengnir stundarhagsmunum í
smáum og stórum byggðum að þeir skirrast ekki við
að láta leifar af fyrri byggð undir kúluna. Reyndar
er málflutningur sem þá sprettur upp til varnar
skemmdarverkunum sá, að slík spellvirki séu
héraðsmál og varði ekki pakkið í 101, í beinni
mótsögn við freka landsbyggðarpólitíkina sem
heimtar þetta og hitt til handa fámennum byggðum
meðan þéttbýlli svæði mega búa við vegaþrengsli og
líða fyrir fjölmennið.
Húsafriðun hér á landi verður að komast á hærra
stig. Langt er síðan menn horfðu á eftir gömlu Kaup-
félagshúsunum á Selfossi, eða gömlu búðinni á
Bakkanum, sem væru bæjarprýði stæðu þau enn.
Vernd á eldri húsbyggingum líður ekki síst fyrir þá
mismunun sem húseigendur hafa liðið um langan
umfram fyrirtæki að mega ekki taka viðhald sitt til
gjalda. Gagngerar endurbætur eru nú taldar
mönnum til tekna í framtölum. Það þarf því að líta
til fleiri hluta. Þannig verður að færa nær okkur í
tíma verndarskyldu sem nú tekur til bygginga fyrir
1918.
Árni Þór Sigurðsson þingmaður hefur lagt fram
frumvarp til nýrra laga um húsafriðun og því von til
þess að þingið taki lögin til endurskoðunar. Til verði
kallaðir tilskildir aðilar og lögin fái vigt, svo ekki
verði barnar niður síðustu leifar byggðar í landinu
fyrir 1970. Byggingarsögulegt minni þjóðar sem
man tímana tvenna í húsakosti nær ekki lengra.
Hún þarf því hjálp til.
HÚSAFRIÐUNARLÖG
Páll Baldvin Baldvinsson skrifar
Þ
að eru ekki bara lista-
menn Íslensku óperunn-
ar sem eru að þessi
dægrin við æfingar á La
Travíata sem frumsýnd
verður snemma í febrúar í Ingólfs-
strætinu. Skagfirðingar voru í
höfuðborginni í fyrri viku og fluttu
sömu óperu í Iðnó, þar sem óperur
voru fyrst fluttar hér á landi, en
Tónlistarfélagið flutti þar Í álög-
um eftir Dagfinn Sveinbjörnsson
og Sigurð Þórðarson árið 1944.
Langur tími leið áður en íslensk
tónskáld réðust aftur í óperusmíð-
ar, Þorkell Sigurbjörnsson þreifaði
fyrir sér í smáóperum á sjöunda
áratugnum, og þeir Atli Heimir
Sveinsson og Jón Ásgeirsson
glímdu síðar við formið.
Um þessar mundir eru ekki
færri en átta íslenskar óperur í
vinnslu, sumar á fyrstu vinnslu-
stigum, aðrar lengra komnar.
Skammt er síðan Skuggaleikur
eftir Karólínu Eiríksdóttur við
texta Sjón var sýndur í Óperunni.
Jón Ásgeirsson lét frá sér litla
gamanóperu, Eilífur og Úlfhildur,
sem flutt var í fyrra á tónleikum.
Hann hefur einnig greint frá því
að vinnu sé að mestu lokið við
Möttuls sögu sem hann hefur haft
lengi í smíðum. Þorkell Sigur-
björnsson lét frá sér óperu sem
hann kallar Gretti og var flutt á
meginlandinu í fyrrasumar. Áskell
Másson hefur í langan tíma unnið
að óperu sem byggir á hinni kunnu
og mögnuðu sögu Tarjee Vesaas,
Klakahöllinni, sem kunn er í
íslenskri þýðingu. Atli Heimir sem
á að baki þrjár óperur; Silkitromm-
una, Vikivaka og Tunglskinseyj-
una, hefur lokið við óperu sem
hann kallar Hertevig og sækir efni
sitt í ævi norska málarans Lars
Hertevig (1830-1902) sem var hið
mikla myndskáld rómantíska tím-
ans í norskri myndlist.
Af yngri mönnum leiðir Sigurð-
ur Sævarsson tónskáld vinnuhóp
Hr. Niels í vinnu við óperuna Hel
sem byggir á samnefndu verki
Sigurðar Nordal. Sveinn Lúðvík
Björnsson leiðir hóp sem vinnur að
óperu eftir sögu William Golding,
The Spire, og verður hún frumflutt
á Skálholtshátíð á sumri komanda.
Þuríður Jónsdóttir tónskáld,
Ásgerður Júníusdóttir söngkona,
Kristín Jóhannesdóttir og Ólöf
Nordal myndlistarmaður vinna að
óperu og Hróðmar Sigurbjörnsson
er langt kominn með óperu sem
hann kallar Söng hjartans.
Sum af þessum tónskáldum
kynntu verk sín fyrir norrænum
óperustjórum sem funduðu hér á
liðnu vori. Þá hafa þau nokkur
tekið þátt í Óperudeiglunni, vinnu-
stöð sem Íslenska óperan hefur
staðið fyrir um ný verk. Að sögn
Stefáns Baldurssonar óperustjóra
var það álit samherja hans á Norð-
urlöndum að tvennt væri mönnum
á okkar tímum til trafala við óperu-
smíð; veik tilfinning fyrir lengd
verka og söngtextinn væri oft ekki
nægilega góður, án þess að sú skoð-
un ætti við þau íslensku verk sem
voru kynnt í vinnslu. Víða um lönd
sjást þess merki að vaxandi áhugi
sé á nýjum smíðum í óperutón-
menntum. Formið tekur þá ekki
aðeins mið af því hvað er á seyði í
tónheimum, heldur reynist formið
geta tekið upp nýnæmi í frasagn-
arhætti og myndlýsingum. Er víða
talað um nýjar óperur sem vaxtar-
brodd leiksviðsverka.
Vafalítið ræður nokkru um vax-
andi áhuga tónskálda á óperuform-
inu að menn líta til sætafjölda í
nýja tónlistarhúsinu, en breyting-
ar á Þjóðleikhúsinu drógu úr mögu-
leikum á að hér væri hægt að koma
fjárhagslegum fótum undir óperu-
sýningar: Gamla bíó, Austurbæj-
arbíó og Borgarleikhús eru öll með
of fá sæti til að hægt sé að nálgast
flutningskostnað á óperuverki.
Síðan hafa möguleikar aukist enn
á flutningi með fyrirhuguðu óperu-
húsi í Kópavogi. Það er kostnaður
sem heldur aftur af tíðari sviðsetn-
ingum á óperum hér á landi og lítið
framboð hefur fækkað þeim sem
áhuga hafa á forminu. Ný hús og
ný verk gætu læknað þann menn-
ingarsjúkdóm.
Skugga-
leikur eftir
Karólínu
Eiríksdóttur
var einka-
framkvæmd
unnin í
samstarfi
við Óperuna
og ýmsa
sjóði.
Stefán Baldurs-
son: „Það er bara
svo dýrt að koma
óperum á svið.“
Atli Heimir
Sveinsson hefur
samið óperu um
norskan málara
sem er sniðin fyrir
litla hljómsveit.
NÝJAR ÓPERUR í undirbúningi
Íslensk tónskáld og samverkamenn þeirra sitja þessi misserin yfi r óperum. Fjöld-
inn allur af nýjum óperuverkum er í vinnslu. Þetta fl ókna form sviðslistar, texta
og tónlistar kallar til sín nýja og gamla krafta. Spurningin er bara hvenær áhorf-
endur fái að njóta þessara tónbókmennta í fullu skrúði á sviði?
Um miðja síðustu öld
teiknaði mikill reglumaður
skýringarmynd af skáld-
verki og venslum þess við
umhverfi sitt og fræðin. Á
miðri myndinni var sjálft
skáldverkið og út frá því
þrjú horn; umheimur á einu,
höfundur/skáld á öðru og
lesandi á þriðja. Helstu
kenningar um skáldskap
rúmuðust þar einnig;
kenning um eftirlíkingu
(mimesis) leggur áherslu á
tengsl skáldskapar við
umheiminn, kenning um
tilfinningalega tjáningu feit-
letrar venslin við höfund-
inn, kenning um siðalærdóm
undirstrikar samband við
lesanda – og kenningin um
sjálfbært listrænt ágæti
skáldverksins (módernismi,
formalismi, nýrýni) rýmist
þar ekki síður, með því færa
brennidepillinn á verkið
sjálft og rjúfa tengsl við
heim, höfund og lesanda.
En þá kom babb í bátinn
sem fleygði reglunni
útbyrðis og óvíst enn hvort
hún sökkvi eða troði
marvaða. Skáldin misstu
trúna á veruleikann og
vensl hans við skáldskap-
inn, misstu trúna á inntak
orðsins og dómgreind
mannsins, fylltust vantrú á
orsakasamhengi táknmynd-
ar og táknmiðs og ótrú á
tungumál sem sýnilega
byggðist á tilviljunum – allt
á þeirri forsendu að speglun
skáldskapar og ytri
veruleika umpólaðist, á
spegilmyndinni urðu
hausaskipti á persónum og
leikendum og veruleikinn
varð í vaxandi mæli
eftiröpun ímyndunar, einsog
nú er allsráðandi (auglýs-
ingar eru t.d. ekki mynd af
raunveruleika en mynda
hinsvegar skoðun sem
áhorfendur byggja veru-
leika sinn á). Kenning Platós
um eftirlíkingu af eftirlík-
ingu af eftirlíkingu öðlast
þá nýtt og óvænt líf og
grefur um leið undan
hefðbundnum skáldskap og
gefur skáldinu póst-
strúktúralískt leyfi til að
sofna frammá lyklaborðið
og ota bulltexta að lesanda
sínum þar sem inntakið og
spennan felast í venslum
(rofi) textans við samfélags-
legar venjur og birta
dulvitaða undirliggjandi
grind sem flettir ofanaf
ímynduðu samhengi
hlutanna og sanna að fyrri
sannleikur er blekking.
Skáldið er þá í hlutverki
draumsins í sýkóanalísunni
sem fullyrðir að eigin
lokleysa sé lykill að visku
og fullyrðir einnig að
afbökun sé bæði óumflýjan-
leg og skapandi. Óttinn við
áhrif og ægivald fyrri
skálda er þá í senn óþarfur
og uppbyggjandi, afskræm-
ing er sjálfsögð sköpun.
Því er hægt að raða bara
orðum af handahófi í
stafrófsröð (jafnvel með
sjálfvirku tölvuforriti) og
rýna í þá afhjúpun sem slíkt
hefur í för með sér – einsog
Barthes gerði við bækur
sínar „til að forðast
þematíska og lógíska reglu“.
Hlutverk lesandans er þá að
leysa upp öll auðkenni heild-
arhugmyndarinnar áður en
vanafestan nær að van-
skapa sanna og rétta
eðlisþætti raunveruleikans.
Písofkeik.
Yfir öllu þessu hangir
síðan sú lífseiga platóska
þversögn að hægt sé að
sanna það með listfengi
orðsins að orðlist sé vont
mál, sanna það með
skáldskap að skáldskapur sé
einskis nýtur og verri en
ekki neitt. Fönix Eiríks
flýgur í þessar áttir og
áttleysur bæði vísvitandi og
gargandi og fellur síðan
sviðinn á bakkann einsog
flugáætlun gerði ráð fyrir
og bíður þess eins að
lesandinn komi og drepi í.
Dr. Johnson á lokaorðin
(og þarmeð ábyrgur fyrir
stjörnugjöf) en um fræga
enska skáldsögu sagði hann
fyrir 300 árum: I would
rather praise it than read it
– skárra að lofa hana en
lesa.
Sigurður Hróarsson
Steinn og vatn eru tímanna tákn
Eiríkur
Örn
Norðdahl
rithöf-
undur
EIRÍKUR ÖRN NORÐDAHL
Þjónn, það er Fönix í öskubakkanum mínum!
✸✸✸