Fréttablaðið - 20.01.2008, Side 24
MENNING 4
A
lþjóðlegar leiklistar-
hátíðir í Evrópu og
Bandaríkjunum eru
vettvangur leikhúsfólks
hvaðanæva að. Þar gefst
listamönnum, listrænum stjórnend-
um og áhorfendum færi á að upp-
lifa nýjustu strauma og stefnur í
leiklist. Á hátíðum sem þessum
myndast oft öflug tengsl, lögð eru
drög að nýjum verkefnum og sam-
starfi landa á milli.
Lókal, fyrsta alþjóðlega leiklist-
arhátíðin á Íslandi, verður haldin
dagana 6.-9. mars 2008 í miðborg
Reykjavíkur. Markmiðið með hátíð-
inni er að kynna Íslendingum það
markverðasta sem verið er að gera
í leikhúslífi Evrópu og Bandaríkj-
anna og tefla um leið fram frábær-
um sýningum íslenskra leikhús-
manna. „Nafnið felur í sér þann
skilning að allt það áhugaverðasta í
listum sé sprottið af þörf okkar
fyrir að endurspegla okkar nánasta
umhverfi,“ segir Ragnheiður Skúla-
dóttir, leikkona og forseti leiklistar-
deildar Listaháskólans, en þau
hjónin Bjarni Jónsson, leikskáld og
þýðandi, hafa hrundið hátíðinni af
stokkunum.
„Hugmyndin kviknaði á Manhatt-
an. Kunningi okkar hafði áhuga á að
flytja inn sýningu, og þá fórum við
að hugsa hversvegna ekki að flytja
inn fleiri: hér er komið dansfestival
og tónlistarhátíðir af ýmsu tagi, en
ekki leiklistarhátíð. Ég er menntuð í
Bandaríkjunum og hefur alltaf
fundist tal um bandarískt leikhús
einkennast af miklum sleggjudóm-
um og vankunnáttu hér á landi.
Bjarni þekkti vel til í Evrópu og við
töldum möguleika á að halda hér
árlega hátíð sem kynnti það nýjasta
frá Ameríku og Evrópu og víðar að.
Við sáum þá möguleika að fá hingað
tengla og blaðamenn svo úr yrði
umfjöllun sem vekti athygli. Og
tenglar sem gætu leitt til frekara
samstarfs. Með því að nýta þá
aðstöðu og þá þekkingu sem hér er
fyrir hendi skjótum við stoðum
undir leiklistarhátíð sem vekja
mundi athygli langt út fyrir land-
steinana.“
Til þessa hefur leikhúsáhugafólk
á Íslandi sótt til útlanda til þess að
sjá nýstárlegt leikhús, nú mun heim-
urinn sækja okkur heim! Þau fengu
sér til liðsinnis Elenu Kruskemper,
listrænan stjórnanda, sem hefur
starfað fyrir listatvíæringinn Bonn
Biennale síðustu tíu árin, og Guð-
rúnu J. Guðmundsdóttir starfs-
mannastjóra Háskóla Íslands. Bak-
hjarlar hátíðarinnar í ár verða
Reykjavíkurborg, menntamálaráðu-
neytið, Glitnir, Icelandair og Ferða-
málaráð, Iceland Naturally. Er fjár-
hagsáætlun vel á annan tug milljóna
og enn er verið að draga að styrki
svo hátíðin gangi upp.
Fyrir réttri viku hittum við Ragn-
heiði og Elenu á Hressó en þar
verður kaffihús hátíðarinnar þá
daga sem hún stendur. Elena hefur
komið hingað til lands áður á vegum
hátíðarinnar í Bonn og er því orðin
nokkuð kunnug svipmóti íslenskra
leikflokka. Nú er brýnt að finna
sýningarsal fyrir gestasýningarnar
þrjár. „Hér vantar sal sem er
svartur kassi,“ segir Ragnheiður.
„Við verðum að finna hús sem er
hrátt og rýmir vel þær sýningar
sem hingað koma og teljum okkur
vera búnar að finna það: gamla
Frónverksmiðjan við Skúlagötu
hentar vel. Þar eru að vísu gluggar
en við eigum ekki að loka heiminn
úti, nútímaleikhús vill hafa gátt til
þess umhverfis sem skapar það,“
segir Elena. Frón-salina fá þær með
tilstyrk Samson Properties. Þær
eru enn að skoða og meta innlendu
sýningarnar sem koma til álita, en
afráðið er hverjir gestaflokkarnir
verða á hátíðinni og er fjallað um þá
hér á síðunni. Aðrir sýningarstaðir
verða Tjarnabíó, Þjóðleikhús og
Borgarleikhús auk annarra óhefð-
bundnari staða.
Elena segir þennan tíma ákjósan-
legan: hið alþjóðlega hátíðaár
stendur frá apríl fram í september
og sú ákvörðun að hefja hátíðina
svona snemma þýðir að margir
munu hefja ferðalög sín um evr-
ópska listahátíðahringinn hér. Elena
segir áhorfendur hér á landi vera
opna, „ótrúlega“ opna. Hún hefur
starfað við listahátíðir síðan 1994 ef
frá er talinn skammur tími sem hún
vann við Schaubuhne í Berlín. Hún
er því þaulkunnug því sem er að
gerast á þessum vettvangi í
heiminum og gat Lókal ekki fengið
betri ráðgjafa til samstarfs.
LÓKAL OG GLÓBAL
HEIMURINN OG HEIMA
L eikstjórinn Peter Maxwell hefur um langan aldur verið áberandi í jaðarleikhúsi New York. Hann kemur hingað með verk sitt, Óður til
mannsins sem krýpur, söngleik sem segir frá einmana sálum á reiki í
hinu ímyndaða vestri með tilheyrandi söngvum og hljóðfæraslætti.
Verkið var frumsýnt í haust í Perform-
ing Garage í Soho og fékk þá góða
dóma gagnrýnenda en rygti Maxwell
stendur á djúpum grunni þar í bæ.
Sýningin er framleidd með aðilum
vestan hafs og austan og flutt af fimm
leikurum. Elena lýsir verkinu sem
cowboy-harmleik: „Maxwell neitar að
vinna með ýmis meðul sem við erum
vön í leikhúsi: það er sett og búningar,
handrit en enginn leikur. Hann vill
þannig skapa rými fyrir áhorfendur til
að geta sér til um hver sagan er.
Stílnum hefur verið lýst sem „Dead
Pan Acting“ sem hann þolir ekki, en heitið segir sína sögu. Það er engin
túlkun í texta, engin sálfræðileg aðkoma í túlkun, enginn natúralismi.
En ef maður gefur sig á vald verkunum reynast þau mjög rík tilfinn-
ingaleg upplifun.“ Maxwell vinnur bæði með leikmönnum og leikurum.
Fyrirhugaðar eru fjórar sýningar á Óðnum.
EINMANA KÚREKAR
Augnablik úr Óðnum til mannsins
sem kraup.
MYND: PIECE BY PIECE PRODUCTIONS/LOKAL
F ranski flokkurinn sem hingað kemur, Vivarium, er með nokkur verk á verkefnaskránni og heldur sig mest í París. En Effet de Serge
heitir sýningin sem hér verður flutt af hópi leikara með íslenskri
þátttöku. Sýningin snýst um tiltekinn fjölda af gripum, hversdagsleg-
um gripum sem verða uppspretta athafna. Hún gerir ráð fyrir þátttöku
gesta og því verða félagar í leikflokknum að reiða sig á íhlutun frá
heimamönnum. Frásagnarmátanum er lýst sem hugvitslegum og
atburðarásin kalli til endurskoðunar á hugmyndum okkar um leikinn,
sýninguna og – lífið.
ERLENT VERK Á ÍSLENSKU
Sviðsmyndin í frönsku gestasýningunni sem hingað kemur á Lókal.
N ature Theatre of Oklahoma er annar leikflokka á Lókal sem koma frá New York og lýtur stjórn hjónanna Pavol Liska og Kelly
Cooper: No dice heitir sýningin og hefur nýlokið ferli sínum á SoHoR-
ep og var uppselt á allar sýningarnar. Bæði eru þau hjón menntuð í
Dartmoor og Liska starfaði um hríð með Richard Foreman, félagi hans
og sambýliskona vann aftur á La Mama svo bæði eru þau verseruð í
heimi jaðarleikhússins í New York.
Textinn í sýningu þeirra er sóttur í
símtöl sem Liska hljóðritaði um margra
mánaða skeið. Hann er fluttur við dans
og bera flytjendur skrautleg gervi en
flutningsmátinn er dauflegur, eintóna.
Niðurröðun og athafnir sem virðast
ekki vera fyrirfram skipulagðar voru
unnar með tilviljun. Leikstjóri og
höfundur gáfu vald sitt eftir og tilviljun
var látin ráða, rétt eins og John Cage
vann með. Margar fastar hefðir hins
hefðbundna leikhús er samt að finna í
sýningunni sem tekur á fjórðu klukku-
stund í flutningi og kann að reyna á þolinmæði leikhúsgesta sem verða
að setja í annan gír í sætum sínum en þeir eru vanir. En efniviðurinn er
þeim samt kunnuglegur, umtalsefni í símtölum, mas, þvaður og fastar
klifanir í merkingu verða flytjendum efniviður. Rík áhersla er lögð á
framburð og skrautlega búninga. Og svo er dansað.
Sýningin hefur farið víða um Bandaríkin og Evrópu og fer héðan til
Noregs, Belgíu og Portúgals.
BEINT ÚR KAFKA
Augnablik úr sýningu náttúrulega
leikhússins frá Oklahoma sem
sækir heiti sitt í leikhús í sögu
Kafka, Ameríku.
Lókal – Leiklistarhátíð í Reykjavík verður haldin í mars með alþjóðlegu sniði
þar sem boðið verður upp á sýningar þriggja erlendra leikfl okka auk innlendra
verkefna, bæði þeirra sem hafa verið í gangi um nokkurt skeið og eins mun Erna
Ómarsdóttir kom heim frá frumsýningu á nýju verki sínu í Brest og slútta hátíð-
inni þann 9. mars.
LEIKLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
M
YN
D
: F
RÉ
D
ÉR
IC
D
ES
M
ES
U
RE
/L
O
KA
L
Erna Ómarsdóttir í
Talking Tree en hún
frumsýnir verkið í
Brest meðan á Lokal
stendur og kemur
heim sérstaklega til
að sýna verkið hér
og lýkur með því
hátíðinni.
einstakt
eitthvað alveg
Skipholt 50A • sími: 581 4020
www.gallerilist.is