Fréttablaðið - 20.01.2008, Page 27

Fréttablaðið - 20.01.2008, Page 27
7 MENNING aðeins hans eigið safn. Saatchi-safn- ið mun bráðlega verða opnað í nýjum heimkynnum í Chelsea. Hirst rekur nú stóra listiðju þar sem menn framleiða verk undir hans leiðsögn rétt eins og á endur- reisnartímanum. Saatchi læðist með veggjum og sést hvorki á manna- mótum né veitir viðtöl en það er völlur á hinum lágvaxna Hirst. Hann fælist ekki sviðsljósið og það fer ekki framhjá neinum þegar hann slengist um á opnunum talandi hástöfum við vini og kunningja. London er höfuðborg fjármála- heimsins, deilir titlinum með New York – og því engin tilviljun að Hirst starfar þar. Í fyrra bjó hann til eitt dýrasta listaverk samtímans þegar hann skreytti hauskúpu með demöntum. Hann þurfti svo marga demanta að um stund leiddu kaup hans til hækkunar á markaðsverði demanta – og úr varð verk sem kost- aði 50 milljónir punda, eða um 6,5 milljarða króna. Hirst lét lengi vel ólíklega um hvernig verkið yrði selt en á endan- um keypti hópur manna kúpuna sem á að sýna um allan heim. Þegar í ljós kom að hann átti sjálfur aðild að félaginu var hann sakaður um að hafa blásið verðið út í auglýsinga- skyni. Hirst lætur allt slíkt sem vind um eyru þjóta. Hann er ekki aðeins listamaður heldur frumkvöðull, sannkallað athafnaskáld sem á nú sjálfur orðið myndarlegt safn nútímalistar og vinnur að því að koma því fyrir í húsi í Kennington í suðaustur London. Nýju safnararnir – nýju listamennirnir „Mér finnst annar hver maður vera að safna list eða ætla að stofna gallerí,“ sagði ungur listamaður nýlega við mig í London. Hann vann nýlega eftirsótt bresk myndlistar- verðlaun sem hafa rækilega dregið athyglina að honum og um leið hefur hann kynnst því hve margir hafa áhuga á að opna gallerí. Margir af þeim sem hafa auðgast í síðustu – og kannski aflokinni – upp- sveiflu hafa notað peningana til að safna list. Og svo þegar safnið kemst ekki fyrir heima er spurning hvað eigi að gera – dálítið dapurlegt að hafa þetta bara í vöruhúsum. Sumir gefa stærri söfnum en margir heillast af þeirri hugmynd að skilja eftir nafn sitt með því að gera safn úr safninu. Og söfnunin beinist ekki aðeins að málverkum, skúlptúrum og innsetningum heldur einnig ljós- myndun og graffíti. Estorick-safnið er lítið safn í Islington, byggt upp af félagsfræðingnum Eric Estorick (1913-1993) sem safnaði einkum ítalskri list. Estorick er dæmi um safnara sem var ekki vellauðugur en hafði nef fyrir list og náði góðum samböndum við listamenn – nef og góð sambönd geta skipt meira máli en peningar. Og einlægur áhugi er ómissandi: flestir safnarar gefa fólki þau ráð að kaupa með hjartanu frek- ar en að reyna að spá í hvað muni hækka í verði. Það er tímafrekt og seinlegt að byggja upp samtímalistasafn, jafn- vel þó það sé ekki mjög stórt, því það er seinlegt að finna hvar nýgræðing- urinn sprettur. London er frábær vettvangur til að kynnast nýjabrum- inu sem er að finna í galleríunum í austurborginni Mörgum listamönnum er annt um hvert verkin þeirra fara – þeir selja ekki endilega hverjum sem er af því þeim er umhugað um að verkanna sé notið í réttu samhengi af réttu fólki. Þess vegna skipta peningarnir ekki alltaf höfuðmáli og fólk sem ræktar sambandið við listamennina getur hreppt verk sem aðrir bjóða meira í. Ólafur Elíasson er gott dæmi um listamann sem gaumgæfir hvar og hvernig verkin eru sýnd og hver kaupir. Þegar hann var að hasla sér völl um 2000 var grein í Weekenda- visen þar sem hann var tekinn sem dæmi um nýja tegund listamanna sem skipulegðu feril sinn af sömu gaumgæfni og þeir sem hygðust ná langt í viðskiptalífinu. Hann spáði í hvaða sýningarstjórar væru áhuga- verðastir og líklegir til að ná inn í sali safna og listamiðstöðva, ræktað sambandið við þá og sú flétta hefði gengið upp. Sú staðreynd að verk Ólafs eru komin á uppboð hjá Christie’s er því til sönnunar – uppboðin gefa tóninn í listaheiminum hvað varðar verðmið- ann á listamönnum. Ólafur og Matt- hew Barney eiga það sameiginlegt að búa til stór verk sem ekki eru endilega seld – Ólafur selur síðan minni verk eins og ljósmyndaseríur og Barney selur hluti sem tengjast risainnsetningum hans. Íslenskt listalíf í augum erlendra Undirstaðan í listalífi stórborga eins og London sem eru þekktar fyrir auðugt listalíf eru galleríin. Þau starfa eins og umboðsaðilar og er oft sagt að þau séu drifkraftur lista- lífsins: markvisst starf gallería skil- ar mönnum langt í sölu og athygli. Gallerí sem starfa á þann hátt og fara á listamessur þar sem list er kynnt hefur vantað í íslenskt listalíf þó i8 nálgist þetta. Þetta er að hluta skýringin á því að listamenn sem starfa á Íslandi eiga erfitt með að komast á framfæri utan land- steinanna nema að erlend gallerí taki þau upp á sína arma. Yngsta kynslóð listamanna leysir það með því að búa erlendis. Fyrir tæpum tuttugu árum sagði danskur listunnandi við mig það með ólíkindum að sjá gróskuna í myndlist á Íslandi – hann þekkti ekkert land þar sem listaverk, oft- ast málverk, væri fastur hluti inn- búsins. Honum fannst íslensk myndlist í merkilega háu verði miðað við Norðurlöndin. Það virtist nóg af kaupendum en gerði listamönnunum um leið erfitt fyrir að sýna erlendis og selja á sama verði þar – galleríin tvöfalda venju- lega verð listamannsins. Í nýríkum löndum eins og Rúss- landi eru það auðmenn eða konur þeirra sem opna gallerí – listasaga er vinsæl meðal eiginkvenna rúss- neskra auðkýfinga. Ef eitthvað verður eftir hrunadansinn á íslenska hlutabréfamarkaðnum er áhuga- vert að sjá hvort slík gallerí spretta upp í Reykjavík og hafa þá bæði sambönd, þekkingu og fé til að fylgja íslenskum listamönnum eftir erlendis. spennandi samtímaleikritun í vetur Smíðaverkstæðið Sjáðu og heyrðu meira á www.leikhusid.is Þrennutilboð Þrjár sýningar á Smíðaverkstæðinu á 7.500 kr (fullt verð 9.300, ath. að einnig er hægt að kaupa miða á staka sýningu) frábær sviðsverk eftir heimsþekkt leikskáld umræður, kynninga og fræðsla í tengslum við sýningar leikhúsbar með léttri stemmningu Konan áður e. Roland Schimmelpfennig Vígaguðinn e. Yasminu Reza Sá ljóti e. Marius von Mayenburg ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.