Fréttablaðið - 20.01.2008, Qupperneq 46
ATVINNA
20. janúar 2008 SUNNUDAGUR2618
Vantar þig smiði,
múrara, pípara eða járnbindingarmenn?
Höfum á skrá menn sem að óska eftir mikilli vinnu.
Geta hafi ð störf nú þegar.
ventus
Traust starfsmannaþjónusta
Sími:661-7000
Skóladeild
Glerárgötu 26
600 Akureyri
Skíðagæslumaður - Slökkviliðs-
og sjúkrafl utningamaður.
Hjá Slökkviliði Akureyrar er laust til umsóknar starf
slökkviliðs- og sjúkrafl utningamanns.
Um er að ræða 100 % starf í vaktavinnu við sjúkrafl utninga,
slökkvistörf og reykköfun, björgun og neyðarfl utninga sem
og skíðagæslu í Hlíðarfjalli yfi r skíðatímabilið.
Starf slökkviliðs-og sjúkrafl utningamanns, skíðagæslumanns er nýtt starf
sem miðast við að sinna sjúkrafl utningnum úr skíðabrekkum og sinna
öryggisþáttum á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli
Laun eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Landssambands
slökkviliðs-og sjúkrafl utningamanna.
Hæfniskröfur:
• Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði 8.gr reglugerðar nr.792/2001
um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna.
• Hafa aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið og leigubifreið.
• Hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega
menntun og reynslu.
• Þeir sem ráðnir eru til starfa sem slökkviliðsmenn skulu hafa góða
líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigðir, reglusamir og háttvísir,
hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og ekki vera haldnir lofthræðslu
eða innilokunarkennd.
• Hafa jákvætt hugarfar og gott vald á mannlegum samskiptum.
• Hafa sterka skíða og /eða snjóbrettakunnáttu
• Akureyrarbær áskilur sér rétt til að óska eftir meðmælum.
• Æskilegt er að umsækjendur geti hafi ð störf sem fyrst.
Framangreindum hæfniskröfum er ekki raðað eftir mikilvægi.
Að loknum sex mánaða reynslutíma verður tekin ákvörðun um fastráðningu
eftir að umsækjandi hefur gengist undir próf í þeim þáttum sem tilgreindir
eru í hæfniskröfum.
Umsóknir
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknumSækja verður um starfi ð
rafrænt á heimasíðu Akureyrabæjar:
www.akureyri.is/auglysingar/atvinnuumsokn/auglyst-starf
Umsóknarfrestur er til 30.janúar 2008.
Umsækjendur þurfa að skila inn eftirfarandi fylgigögnum:
Læknisvottorði, sakavottorði, prófskírteini og ljósriti af ökuskírteini og
ökuferilsskrá.
Fylgigögnum má annað hvort skila inn til Slökkviliðs Akureyrar eða
senda á rafrænu formi í umsóknarferli á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Fylgigögnum verður að skila eigi síðar en 20. desember 2007.
Tekið verður tillit til jafnréttisáætlunar Slökkviliðs Akureyrar og samþykktar
bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfi ð.
Frekari upplýsingar veitir Þorbjörn Haraldsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs
Akureyrar, Árstíg 2, á staðnum eða í síma 461-4200, fax: 461-4205.
Umsóknarfrestur er til 30.janúar 2008.
Slökkviliðsstjórinn á Akureyri.
Reykjavíkurborg
- Einn vinnustaður
Hlutverk skipulags-
og byggingarsviðs er
að veita borgarbú-
um, borgarfulltrúum,
ráðgjöfum, hönn-
uðum, bygging-
arverktökum og
öðrum þeim sem á
þurfa að halda, góða
þjónustu, ráðgjöf
og upplýsingar um
skipulags- og bygg-
ingarmál. Sviðið er
jafnframt stefnumót-
andi í skipulags- og
byggingarmálum
borgarinnar í sam-
vinnu við skipu-
lagsráð. Hlutverk
embættis bygging-
arfulltrúa er m.a. að
sjá um að framfylgja
ákvæðum skipulags-
og byggingarlaga,
byggingarlögum
og reglugerðum er
byggingarmál varða.
Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur
arkitekt - skipulagsfræðingur
Ef þú hefur menntun og reynslu á sviði skipulags og vilt vinna að fjölbreyttum,
skemmtilegum og ögrandi verkefnum sem gefa tækifæri til þess að læra og bæta við
starfshæfnina þá erum við hjá skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar að leita að frjóum og
skemmtilegum starfsfélaga sem hefur gaman af að vinna í góðum hópi fagmanna.
Starf
Nýr starfsmaður mun vinna að margvíslegum verkefnum, þ.m.t. verkefnisstjórnun,
á sviði skipulags og öðrum verkefnum því tengdu. Næsti yfirmaður starfsmanns er
aðstoðarskipulagsstjóri Reykjavíkurborgar.
Menntunar- og hæfniskröfur
Umsækjandi skal hafa menntun á sviði skipulags, s.s. arkitektúr, skipulagsfræði eða
sambærilegu námi. Áhugi á skipulagsmálum er nauðsynlegur og reynsla æskileg en ekki
skilyrði. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt og átt góð samskipti við samstarfsfólk
og viðskiptavini sviðsins.
Í boði
Skemmtilegt og skapandi starfsumhverfi og fjölbreytt og krefjandi starf og tækifæri til þess
að taka þátt í metnaðarfullri uppbyggingu borgarinnar. Sviðið mun flytjast í nýtt húsnæði á
næstu mánuðum þar sem kappkostað hefur verið að bjóða upp á góða vinnuaðstöðu.
Upplýsingar um starfið
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólöf Örvarsdóttir, aðstoðarskipulagsstjóri, netfang
olof.orvarsdottir@reykjavik.is. Skriflegum umsóknum skal skilað til Ingibjargar R.
Guðlaugsdóttur, mannauðsstjóra, netfang ingibjorg.gudlaugsdottir@reykjavik.is, eigi
síðar en 1. febrúar 2008. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru
samkvæmt kjarasamningi hlutaðeigandi stéttarfélags
Upplýsingar um Skipulags- og byggingarsvið og starfsemi þess
er að finna á vefsíðunni skipbygg.is.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynjanna í störfum og því að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli fjölbreytileika reykvísks samfélags. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á
heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar í síma 4 11 11 11
eru veittar allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og símasamband við starfsmenn
einstakra sviða og deilda
www.ark.is
ARKITEKTAR & BYGGINGAFRÆÐINGAR
Við leitum að arkitektum og byggingafræðingum sem geta starfað sjálfstætt og
stýrt verkefnum fyrir hönd fyrirtækisins. Reynsla af stjórnun verkefna æskileg.
Einnig leitum við að arkitektum og byggingafræðingum til starfa við almenna
hönnun. Reynsla í faginu æskileg.
TÖLVUMAÐUR
Leitum að tölvumanni til að sjá um uppsetningu og viðhald á notendavélum og
netþjónum. Einnig felur starfið í sér almenna notendaþjónustu fyrir starfsmenn.
Sérfræðiþekking í AutoCad er nauðsynleg.
Áhugasamir hafi samband við Þorvarð Björgvinsson í síma 822 2065, Svövu
Bragadóttur í síma 867 1895, eða sendi póst á netfangið thorri@ark.is.
Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.
Í hjarta Reykjavíkur vinnur samheldinn og góður hópur
fagmanna. Þessi hópur er duglegur en verkefnum ölgar
hratt. Því leitum við að liðsauka. Við bjóðum upp á
a ragðsgóða vinnuaðstöðu í þægilegu umhverfi með
skemmtilegu og hæfileikaríku fólki.
STARFSFÓLK ÓSKAST
ARKÍS er framsækið alhliða hönnunar- og ráðgjafafyrirtæki
sem leggur áherslu á vönduð og traust vinnubrögð. ARKÍS
var stofnað árið 1997 og hélt því upp a 10 ára afmæli sitt á
síðasta ári.
Við státum af samheldnum og færum hópi starfsmanna
með víðtæka menntun og reynslu. Hjá ARKÍS starfa
arkitektar, byggingafræðingar, innanhússarkitektar, skipu-
lagsfræðingur, verkfræðingur, grafískur hönnuður, tækni-
teiknarar auk skrifstofufólks. Starfsmenn er 55 talsins
í Reykjavík og á Egilsstöðum og er ARKÍS ein stærsta
arkitektastofa landsins. ARKÍS hefur unnið ölda verkefna
á alþjóðlegum grunni og ARKÍS er einn af stofnendum og
eigendum arkitekta- og verkfræðistofunnar ARSO í Vilnius
og í Riga, þar sem nú starfa yfir 30 manns.
Verkefni ARKÍS eru ölþætt en má þar helst nefna hönnun
verslunarhúsnæðis, skólabygginga, skrifstofu- og atvinnu-
húsnæðis, skipulagsverkefna auk annara verkefna fyrir
sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Mörg þessara verk-
efna hafa fengið verðlaun og viðurkenningar.
TÖLVUMAÐUR
BYGGINGAFRÆÐINGAR
ARKITEKTAR