Fréttablaðið - 20.01.2008, Page 60

Fréttablaðið - 20.01.2008, Page 60
ATVINNA 20. janúar 2008 SUNNUDAGUR4032 Útboð í gangi: Nr. Heiti Tilboðsfrestur Staða 205 Endurnýjun og viðhald (á íbúðarhúsnæði – verktakavinna) 25.01.2008 Opið fyrir tilboð Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar 2008 og 2009 Efling atvinnuþróunar og nýsköpunar Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 100 milljónum króna árið 2008 til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar þorskaflaheimilda. Styrkhæf svæði eru sveitarfélög og eyjar þar sem hlutfall starfa í veiðum og vinnslu er 10% eða hærra. Áformað er að í fjárlögum ársins 2009 verði 100 milljónir sem verður ráðstafað á sama hátt. Auglýst er eftir umsóknum um stuðning við verkefni á viðkomandi svæðum. Umsækjendur geta verið sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar. Hámarksstyrkur er 8 milljónir króna, þó aldrei hærri en 50% af viðurkenndum heildarkostnaði verkefnisins. Hámarks hlutafé er 8 milljónir króna, þó að hámarki 50% af heildarhlutafé. Styrkir verða veittir til: Stofnkostnaðar annars en kaupa/byggingar húsnæðis, véla og tækja. Þróunarkostnaðar á vöru og/eða þjónustu Markaðssetningar á vöru og/eða þjónustu. Við afgreiðslu umsókna verður sérstaklega litið til langtímaáhrifa verkefna, sköpunar nýrra starfa á svæðunum og hversu hratt störfin geta orðið til. Ekki er um að ræða styrki/hlutafé til menntunar- og rannsóknarverkefna. Umsóknum skal skila fyrir 19. febrúar 2008 til atvinnuþróunarfélaga eða samtaka sveitarfélaga á viðkomandi svæði á sérstökum umsóknareyðublöðum sem hægt er að nálgast á heimasíðu Byggðastofnunar (www.byggdastofnun.is). Tenglar á heimasíður atvinnuþróunarfélaganna og samtaka sveitarfélaga eru á heimasíðu Byggðastofnunar undir ,,innlent samstarf“. FORVAL Fjölbrautaskólinn við Ármúla - Viðbygging VSÓ Ráðgjöf, fyrir hönd Menntamálaráðu- neytis Íslands og Reykjavíkurborgar, efnir til forvals vegna viðbyggingar Fjölbrautaskólans við Ármúla til að velja þátttakendur í lokað útboð. Verkið felst í byggingu ~2.700 m2 viðbyggingar sem rísa skal á lóð skólans. Einnig tilheyrir verkinu að breyta hluta núverandi skólabyggingar. Helstu upplýsingar um útboðið: Útboðstími: Afhending útboðsgagna verður eigi síðar en 19. febrúar 2008 Áætlað upphaf verks: Vorið 2008 Verklok: Í áföngum á árunum 2009 og 2010 Forvalsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 22. janúar 2008 í mótttöku VSÓ Ráðgjafar, Borgartúni 20, 105 Reykjavík. Hægt er að óska eftir gögnum á rafrænu formi. Umbeðnum upplýsingum í forvalsgögnum skal skilað í móttöku VSÓ Ráðgjafar eigi síðar en kl 15:00 þriðjudaginn 5. febrúar 2008. Allt að sjö hæfum aðilum verður gefinn kostur á að taka þátt í lokuðu útboði. 1958 – 200850 ÁRA Útboð Leikskólinn við Ketilsfl öt - 2. áfangi Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í 2. áfanga Leikskólans við Ketilsfl öt. Verkið fellst í fullnaðarfrágangi innanhúss þ.m.t einangrun og klæðningu útveggja, uppsettning milliveggja, raf og vatnslagna, málunar, innréttinga og gólfefna. Verkinu skal skila í tveimur áföngum. 1. áfanga 15. júlí 2008 (3 deildir af 6) 2. áfanga 15.des 2008. (fullbúið að innan) Útboðsgögn verða afhent á geisladisk á skrifstofu Tækni-og umhverfi ssviðs Akraneskaupsstaðar f.o.m mánudeginum 21. janúar 2008 og eru þau endurgjaldslaus. Hægt er að fá gögnin útprentuð gegn gjaldi, kr 3.000.- Tilboð í verkið verða opnuð á skrifstofu Tækni-og umhverf- issviðs Akraneskaupstaðar að Dalbraut 8 þann 5. febrúar 2008 kl 11:00 í viðurvist þeirra sem þess óska. Verkefnastjóri Tækni-og umhverfi ssviðs Akraneskaupsstaðar F.h. Framkvæmdasviðs Reykjavíkur- borgar, mannvirkjaskrifstofu: Norðlingarskóli – jarðvinna – Útboð nr. 08001. Útboðsgögn fást afhent, hjá síma- og upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur. Opnun tilboða: 28. janúar 2008 kl. 10:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. 12071 Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod Innkaupaskrifstofa ÚTBOÐ Upplýsingar um starfið og umsóknareyðublöð eru á skrifstofu ÍSTAKS, Engjateigi 7, 105 Reykjavík og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00. Einnig er hægt er að senda inn umsókn á heimasíðu okkar www.istak.is. ÍSTAK er leiðandi fyrirtæki á íslenskum verktakamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa um 650 manns, víðsvegar um landið sem og erlendis. ÍSTAK er alhliða verktakafyrirtæki sem var stofnað árið 1970 og hefur annast ýmis verkefni, svo sem virkjanir, stór- iðjuver, hafnargerð, vega- og brúagerð auk flugvalla. Ennfremur húsbyggingar fyrir opinberar stofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. JÁRNIÐNAÐARMENN ÍSTAK óskar eftir að ráða járniðnaðarmenn á járnsmíðaverkstæði. Umsækjendur þurfa að hafa starfsreynslu í járnsmíði. Í starfinu felst nýsmíði og uppsetning stálvirkja auk breytinga og viðhalds á tækjabúnaði. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.