Fréttablaðið - 20.01.2008, Page 80

Fréttablaðið - 20.01.2008, Page 80
menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] Janúar 2008 Hulda Stefánsdóttir mynd- listarkona fékk í gær viður- kenningu úr styrktarsjóði sem Erró stofnaði til í minningu Guðmundu S. Kristinsdóttur, móðursystur sína frá Miðengi. Sjóðnum er ætlað að efla og styrkja listsköpun kvenna sem þykja skara fram úr og hvetja þær til frekari dáða. Listsjóður Guðmundu S. Kristinsdóttur er sjálfseignarstofnun í vörslu Borgarsjóðs Reykjavíkur en umsjón með honum hafa Reykjavíkurborg og Errósafn. Erró kom til landsins til að veita verðlaunin og árita bók um feril sinn í gær, en stoppar stutt við. Hann sýnir snemma á þessu ári í Kína og á að auki verk á stórsýn- ingu um pop-listina í Zürich sem opnar um miðjan næsta mánuð. Sams konar yfirlitssýningu lýkur í Róm um mánaðamótin. Listasjóður Dungals veitti sína árlegu styrki á fimmtu- dag. Hæsta styrkinn fékk Davíð Örn Halldórsson sem nú sýnir í Gallerí Ágúst við Baldursgötu. Þá fengu þær Björk Viggósdóttir og Birta Guðjónsdóttir einnig viður- kenningu sjóðsins. Dungals- sjóður hefur veitt listamönn- um styrki í fimmtán ár og hyggur nú á útgáfu bóka sem helgaðar verða einstaka lista- mönnum. Sjóðinn stofnaði Gunnar Dungal til minningar um foreldra sína. ... AÐ TJALDABAKI einstakt eitthvað alveg Skipholt 50A • sími: 581 4020 www.gallerilist.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.