Fréttablaðið - 20.01.2008, Síða 81

Fréttablaðið - 20.01.2008, Síða 81
SUNNUDAGUR 20. janúar 2008 Gítarnámskeið Hefst 21. janúar 12 vikur - 40 mínútna tímar - 1 sinni í viku Einkatímar: kr. 47.000- Geisladiskur með upptöku nemanda í lok námskeiðs. Hóptímar fyrir 6-9 ára: kr. 35.000- Gítarskólinn er aðili að frístundakorti Í.T.R. www.itr.is Öll stílbrigði ! Fyrir byrjendur á öllum aldri og lengra komna Gítarkennsla er okkar fag ! Gítarskóli Íslands Síðumúla 29 Sími 581-1281 gitarskoli@gitarskoli.is www.gitarskoli.is SJÁLFSTÆTT FÓLK - kl. 19:50 PRESSA - kl. 20:25 PRISON BREAK - kl. 22:00 Cold Case snýr aftur í kvöld kl. 21:15 FYRIR ÞRETTÁN ÁRUM VORU ÞRJÚ BÖRN MYRT. MÁLIÐ ER ÓLEYST. segja að þeir hafi verið búnir að ákveða dóm hans fyrirfram? „Ef þeir hafa ekki verið búnir að því mega þeir heita nær yfirnáttúru- lega lögskarpir,“ segir hann þung- ur á brún. „Þar með var búið að lögleiða stærsta rán Íslands- sögunnar,“ bætir hann við. Áttu að verða víti til varnaðar Í framhaldinu missti Erlingur ein- býlishús sitt. „Mér var líka hótað að húsið mitt yrði sett á uppboð en ég var aðeins betur settur en Erlingur svo mér tókst að verja það,“ útskýrir Örn Snævar. Erling- ur flutti til Grindavíkur og fóru hans mál fyrir Héraðsdóm Suður- nesja. Örn Snævar segir að þar hefðu menn gengið harðar og snaggaralegar fram en á Vest- fjörðum. Erlingur fékk dóm sem hann gat afplánað með því að vinna í samfélagsvinnu í hálft ár en Örn Snævar fékk ekki slíkan dóm. „Vissulega hefur þetta kostað mig vanlíðan og margar andvökunætur enda var tekið hart á okkur þar sem við áttum að vera víti til varn- aðar fyrir þá sjómenn sem væru líklegir til að gera eitthvað svipað. Ég get þó ekki sagt að ég hafi nokkurn tímann séð eftir þessu. Mér gafst þarna tækifæri til að vinna gegn óréttlætinu og ég hefði séð eftir því alla tíð hefði ég ekki gripið það.“ Er ekki enn búinn að ákveða skaða- bótakröfur Málið er sent fyrir Mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna þar sem ályktað er gegn stjórnvöldum. En hvað hefði þeir gert hefði álykt- unin verið stjórnvöldum í vil? „Þá hefði þetta bara verið búið,“ er hann snöggur að svara. En hvað tekur nú við? „Þetta mál allt saman er búið að hanga eins og sverð yfir okkur Erlingi en nú hangir það yfir stjórnvöldum. Við erum alveg til- búnir hvenær sem er að ræða við þá en ég hef nú ekkert heyrt í þeim ennþá. Þeir verða þó að vera búnir að gera eitthvað í málinu áður en eftirlitsmennirnir koma frá mann- réttindanefndinni eftir hálft ár til að meta hvort þeir hafi brugðist ásættanlega við ályktuninni. Ég teldi það skynsamlegast að sett yrði á óháð nefnd sem myndi meta það hvernig stjórnvöldum bæri að bæta sitt ráð. En þeir skulu ekki halda að þeir geti kæft málið í ein- hverjum nefndum, við munum sko aldeilis blása lífi í það ef þeir reyna það. Við gefum ekki tommu eftir og ef með þarf förum við með málið til Mannréttindadómstólsins í Strassborg.“ En hvernig myndu kröfur hans hljóma ef hann yrði boðaður á samningafund? „Ég hef nú ekki sett upp neina tölu, ég er enginn lögspekingur og veit ekki hvernig bæri að meta skaðann. Ég man nú ekki alveg hver fjárhagslegi skað- inn er en þetta eru einhverjar milljónir. Ekki veit ég heldur hvernig ber að bæta skaðann fyrir það að vera sviptur ærunni, að fá ekki að búa á sínum heimaslóðum og fá ekki að stunda atvinnu sína. Hitt er alveg klárt að við hvikum hvergi frá þeirri kröfu að það verður að skipta um fiskveiðikerfi. Þetta kvótakerfi eru móðuharðindi af mannavöldum, það sjá það allir sem þekkja til landsbyggðarinnar. Best væri að taka upp sóknardaga- kerfi líkt og Færeyingar eru með.“ En hvernig varð honum innan- brjósts þegar hann heyrði af álykt- un mannréttindanefndar? „Það var nokkuð skrýtið hvernig ég frétti af því. Ég hafði verið að tala við Erling og hann spurði mig hvað væri að frétta af málinu. Ég sagði að ég hefði ekkert frétt svo það væri ekki slæm hugmynd hjá mér að hringja í Lúðvík Emil Kaaber lögmann okkar og spyrja hann út í gang mála. Þegar ég hringdi í hann var lögmaðurinn afskaplega kátur en hann spurði hins vegar hvernig stæði á því að ég hringdi einmitt á þessari stundu. Ég sagðist bara vera að forvitnast. Þá sagðist hann hafa ætlað að taka upp tólið til að hringja í mig þar sem álitið hefði verið að berast honum og það væri okkur í vil. Ég var í nokkurn tíma að átta mig á þessu en vissulega var mér létt enda hefði þetta allt dottið niður hefði mannréttinda- nefndin farið að eins og dómsvaldið hér á landi.“ Auglýsingasími – Mest lesið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.