Fréttablaðið - 20.01.2008, Qupperneq 94
34 20. janúar 2008 SUNNUDAGUR
SÉRFRÆÐINGURINN GEIR SVEINSSON FJALLAR UM EM Í HANDBOLTA
Mikilvægt að fá fyrstu stigin í hús
Íslenska landsliðið í handknatt-
leik sýndi í gær að viljinn og
metnaðurinn til að gera vel á
Evrópumótinu í Noregi er til
staðar.
Allt annað var að sjá til leiks
liðsins í gær en í leiknum gegn
Svíum og einbeiting og ákveðni
leikmanna var til fyrirmyndar
og menn vel með það á hreinu
hvað til þyrfti.
Liðið byrjaði leikinn gríðar-
lega vel og þá sérstaklega
varnarlega þar sem Hreiðar
sýndi stórbrotna markvörslu á
köflum, sérstaklega framan af á
meðan vörn íslenska liðsins var
að komast almennilega í gang.
Þessi frábæra markvarsla
sem og mjög góður varnarleikur
liðsins í fyrri hálfleiknum skóp
fjöldann allan af ódýrum
mörkum í formi hraðaupphlaupa
og var þessi frammistaða
varnar og Hreiðars í raun
lykillinn að sigri íslenska
liðsins.
Hvað sóknarleik liðsins
varðar þá reyndi ekki mikið á
hann í fyrri hálfleik þar sem
liðið stóð lungann af hálfleikn-
um í vörn og 2/3 marka liðsins
komu eftir hraðaupphlaup.
Seinni hálfleikurinn byrjaði
illa og spilaðist því miður ekki
eins vel og sá fyrri og kom þar
sérstaklega til að sóknarleikur
liðsins var engan veginn
viðunandi og þó að varnarleikur
liðsins sem og markvarsla hafi
verið í lagi í hálfleiknum voru
þeir þættir ekki jafn sterkir og í
þeim fyrri.
Taka verður þó með í reikn-
inginn að í raun var leiknum
lokið í hálfleik og frammistaðan
í seinni hálfleiknum því kannski
ekki nægjanlega marktæk.
Góður íslenskur sigur var því
staðreynd og þungu fargi
eflaust af mörgum létt því
auðvitað var maður eilítið
áhyggjufullur eftir frammi-
stöðuna gegn Svíum.
Hins vegar veldur það mér
áhyggjum hvað framhaldið
varðar að sóknarleikur liðsins
skuli ekki vera betri og það er
alveg kristaltært að hann
verðum við að bæta fyrir leikinn
gegn Frökkum ætlum við okkur
sigur þar.
Frammistaða leikmanna
liðsins var til fyrirmyndar og þá
sérstaklega þeirra sem stóðu
vaktina í vörninni. Ég hef þegar
nefnt frábæra frammistöðu
Hreiðars í markinu og Sigfús
stjórnaði vörninni sem herfor-
ingi og skilaði því hlutverki sem
til er ætlast af honum. Guðjón
Valur stóð fyrir sínu, Alex var
öflugur sem fyrr, jafnt í sókn
sem vörn og alltaf er jafn
gaman að fylgjast með ósérhlífni
og dugnaði Robba á línunni.
Logi komst einnig nokkuð vel
frá leiknum sem og Ásgeir en það
voru einkum Einar og Snorri og
þá sérstaklega Einar sem ekki
fundu sig nægjanlega vel. Aðrir
komu minna við sögu.
Það er gríðarlega mikilvægt að
Snorri fari að komast í gang.
Allur okkar sóknarleikur veltur á
frammistöðu Snorra og nú þegar
Óli er ekki til staðar til að leysa
hann af hólmi þá er það enn
mikilvægara en áður að Snorri
fari að sýna sínar bestu hliðar því
án þess munum við eiga erfitt
uppdráttar.
Sigurinn í gær gefur engu að
síður góð fyrirheit um framhaldið
og auðvitað gríðarlega mikilvægt
að fyrstu stigin og væntanlega
sæti í milliriðli skuli vera komin í
hús.
Svo er bara að hlakka til
leiksins í dag gegn Frökkum!
HANDBOLTI Íslenska landsliðið er
komið með annan fótinn í millirið-
il EM í Noregi eftir sex marka
sigur á Slóvökum, 28-22. Leikur-
inn var mjög kaflaskiptur, Ísland
átti frábæran fyrri hálfleik en gaf
verulega eftir í þeim seinni sem
liðið tapaði, 17-12.
Íslenska liðið lék án Ólafs Stef-
ánssonar í gær sem er meiddur.
Hreiðar Guðmundsson byrjaði í
markinu og Alexander og Einar
mönnuðu hægri vænginn.
Fyrri hálfleikur í gær var í einu
orði sagt lygilegur. Strákarnir
okkar buðu upp á flugeldasýningu
af allra dýrustu gerð og gjörsam-
lega slátruðu leiknum í fyrri hálf-
leik.
Leikmenn voru mjög einbeittir
strax frá upphafi. Vörnin var mjög
öflug með Sigfús Sigurðsson
fremstan í flokki og Hreiðar var
sterkur fyrir aftan en hann varði
þrjú fyrstu skotin sem komu á
markið. Íslendingar komst í 2-0 en
Slóvakar jöfnuðu og fengu færi til
þess að komast yfir.
Þá kviknaði heldur betur á
íslenska liðinu sem skoraði fjögur
mörk í röð og leit aldrei til baka
eftir það. Slóvakarnir voru eins og
deig í höndunum á íslensku vörn-
inni og fyrir aftan stóð Hreiðar í
fantaformi en hann var með 77
prósenta markvörslu í fyrri hálf-
leiknum sem er náttúrulega bara
rugl.
Í kjölfarið komu hraðaupphlaup-
in og Íslendingar keyrðu yfir Sló-
vakana á fullum krafti sem áttu
engin svör. Austurrísku dómar-
arnir leyfðu þeim ekki að keyra
sínar löngu sóknir og lykilmenn
þeirra voru heillum horfnir.
Hálfleikstölur voru 16-5 og þar
af komu þrjú marka Slóvaka úr
vítum. Níu af sextán mörkum
íslenska liðsins komu úr hraða-
upphlaupum. Það gekk gjörsam-
lega allt upp í þessum hálfleik og
liðið spilaði meira að segja vel
manni fleiri. Logi Geirsson batt
endahnútinn á frábæran hálfleik
með stórkostlegu marki á lokasek-
úndunni.
Eins og við mátti búast mætti
íslenska liðið nokkuð værukært til
síðari hálfleiksins. Slóvakarnir,
sem voru að spila fyrir stoltið,
komu aftur á móti grimmir úr
klefanum og skoruðu fjögur fyrstu
mörk hálfleiksins. Fyrsta íslenska
markið kom ekki fyrr en eftir 4
mínútur.
Hreiðar náði því miður ekki að
fylgja eftir fyrri hálfleiknum,
varði ekki skot og var tekinn af
velli eftir 8 mínútur. Birkir kom
inn á en fann sig aldrei almenni-
lega þó svo að hann hafi varið
nokkra bolta.
Þegar Slóvakarnir voru farnir
að þjarma að íslenska liðinu komu
alltaf góðir, en stuttir, kaflar hjá
íslenska liðinu. Það dugði til sex
marka sigurs, 28-22, en síðari hálf-
leikurinn var alls ekki nógu
góður.
Íslenska liðið er aftur á móti
búið að hrista af sér mesta skrekk-
inn og það var augljóslega þungu
fargi létt af mönnum enda sat
Svíatapið nokkuð í þeim. Það er
mjög jákvætt hversu vel varnar-
leikurinn gengur og mikil bata-
merki voru á sóknarleiknum þótt
hann eigi enn nokkuð í land.
Engu að síður er alveg ljóst að
liðið verður að leika betur í dag
ætli það sér að leggja gríðarsterka
Frakka að velli. Strákarnir sýndu
þó í fyrra að það er vel hægt og
takist það fer liðið með ágætis
stöðu inn í milliriðilinn.
Flugeldasýning í fyrri hálfleiknum
Íslenska landsliðið lagði grunninn að sex marka sigri á Slóvökum, 28-22, með hreint út sagt stórkostlegum
fyrri hálfleik þar sem allt gekk upp og Slóvakar skoruðu aðeins fimm mörk.
ÓTRÚLEGT MARK Logi Geirsson endaði flugeldasýninguna í fyrri hálleik á einni risabombu en hann skorðai 16. markið með
þrumuskoti lant fyrir utan punktalínu. Það stóð heldur ekki á viðbrögðum frá strákunum í liðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
EM Í NOREGI
HENRY BIRGIR GUNNARSSON
skrifar frá Þrándheimi
henry@frettabladid.is
HANDBOLTI Sigfús Sigurðsson
hefur komið skemmtilega á óvart
með frábærum varnarleik í fyrstu
tveim leikjum Íslands en Sigfús
þótti ekki sannfærandi í æfinga-
leikjum fyrir mótið.
„Það hefur gengið vel hjá mér.
Ég var búinn að spila á ónýtu hné
í tvö og hálft ár og loksins er það
komið í lag. Þá get ég hreyft mig
almennilega og þá hættir Alfreð
að bölva manni. Hann bölvaði
ekki mikið í dag,“ sagði Sigfús
kátur.
„Að sjálfsögðu er þungu fargi
létt af mönnum eftir að hafa náð
þessum sigri. Við spiluðum frá-
bærlega í fyrri hálfleik en skitum
upp á bak í þeim seinni. Það er
ekkert flóknara en það. Ef við
hefðum spilað á móti sterkara liði
þá hefðum við vel getað tapað.
Birkir varði svo mikilvæga bolta
og vörnin hélt vel,“ sagði Sigfús
sem vill sjá liðið gera enn betur.
„Við verðum samt að ná góðum
60 mínútum. Það eru allt atvinnu-
menn að spila hérna og slíkir
menn eiga að geta spilað á fullu í
60 mínútur. Ef við ætlum að gera
eitthvað í þessu móti verðum við
að spila vel allan leikinn í sex eða
sjö leiki í viðbót. Þetta eru vand-
ræði með hugarfarið og ég trúi að
menn geti vel lagað það,“ sagði
Sigfús. – hbg
Varnartröllið Sigfús Sigurðsson brosti allan hringinn eftir Slóvakaleikinn:
Alfreð er hættur að bölva mér
SIGFÚS OG ALFREÐ Alfreð Gíslason er
ánægður með frammistöðu Sigfúsar
Sigurðssonar á EM. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
HANDBOLTI „Það var gott að sigra
en mér líður samt ekki alveg eins
og sigurvegara eftir þennan
síðari hálfleik,“ sagði Einar
Hólmgeirsson en hann leysti Ólaf
Stefánsson af hólmi en fann sig
ekki nógu vel í leiknum.
„Það er þó kominn einn góður
hálfleikur og við sjáum nú hvað
við getum gert. Vonandi tökum
við 60 góðar mínútur gegn
Frökkum. Ég er ekki alveg búinn
að vera nógu góður en held áfram
að reyna. Ég veit að þetta mun
koma hjá mér,“ sagði Einar sem
hefur aðeins skorað 2 mörk úr 13
skotum í fyrstu tveimur leikjun-
um á EM í Noregi. - hbg
Einar Hólmgeirsson:
Þetta mun
koma hjá mér
HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðs-
son bar fyrirliðabandið í fjarveru
Ólafs Stefánssonar í gær. Hann
átti fínan leik og skoraði mörg
góð mörk.
„Það er heldur betur þungu
fargi létt af mönnum. Fyrri
hálfleikurinn var mjög góður en
eftir seinni hálfleikinn er ég ekki
alveg viss um hvort ég eigi að
hlæja eða gráta. Það var ekki
hægt að fara fram á annan
hálfleik eins og þann fyrri en við
áttum samt að gera betur,“ sagði
Guðjón Valur en hann var vel
stemmdur í gær og fagnaði
mörkum sínum vel.
„Frakkaleikurinn leggst vel í
mig og ég vona að þeir séu
svolítið hræddir við okkur eftir
tapið í fyrra. Þá vanmátu þeir
okkur svolítið og mættu rólegir
en þeir mæta dýrvitlausir til leiks
frá upphafi núna.“ - hbg
Guðjón Valur Sigurðsson:
Þungu fargi létt
af mönnum
MIKILL LÉTTIR Guðjón Valur Sigurðsson
lét tilfinningarnar í ljós. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
HANDBOLTI „Sjálfstraustið var ekki
alveg í botni fyrir þennan leik og
menn voru nokkuð þungir. Við
rifum okkur samt upp og þetta
var fín endurkoma. Fyrri
hálfleikur var frábær og stemn-
ingin geggjuð,“ sagði Logi
Geirsson brosmildur.
„Þetta var jákvætt og við
kláruðum leikinn þó svo að við
hefðum lent í nokkru basli í
seinni hálfleiknum. Við gerðum
þetta óþarflega spennandi. Ég
held að menn séu klárir í Frakk-
ana og ég hlakka mikið til að spila
þann leik. Við unnum þá síðast og
þeir hafa ekki gleymt því og við
þurfum að gera meira þar til þess
að vinna.“ - hbg
Logi Geirsson eftir leikinn:
Fín endurkoma
VINSÆLL Logi Geirsson kveikti nokkrum
sinnum í stúkunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
HANDBOLTI „Það var erfitt að
kyngja Svíatapinu en menn voru
alltaf staðráðnir í að koma sterkir
til baka. Við vissum hvað klikkaði
gegn Svíum og menn ætluðu ekki
að gera sömu mistökin,“ sagði
Snorri Steinn Guðjónsson sem
fagnaði hæfilega mikið.
„Það er jákvætt hversu vel
fyrri hálfleikurinn gekk. Sóknin
er að batna en við getum gert
betur. Það verður vonandi áfram
stígandi. Frakkarnir verða erfiðir
og ef við spilum eins og við
getum best þá getum við unnið
þá.“ - hbg
Snorri Steinn Guðjónsson:
Stígandi í liðinu
GÓÐIR Markverðirnir Birkir Ívar Guð-
mundsson og Hreiðar Guðmundsson
hafa staðið sig vel. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR