Fréttablaðið - 01.02.2008, Page 2

Fréttablaðið - 01.02.2008, Page 2
2 1. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR Hulda, ætlarðu að líta inn í Beverly Hills 90210? „Ég ætla að reyna það.“ Hulda Hákon myndlistarkona heldur senn út til Bandaríkjanna til að halda sýningu í Melrose Place í Hollywood. Kjúklingur í súrsætri sósu 0,5 ltr. Egils gos fylgir með 749 kr. Réttur dagsins DÓMSMÁL Einar Jökull Einarsson, 28 ára Kópavogsbúi, neitaði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að gefa upp nafn mannsins sem hann segir hafa staðið að baki innflutnings- tilraun á miklu magni verksmiðju- framleiddra fíkniefna. Einar Jökull játaði að hafa skipulagt innflutninginn og fengið aðra sem eru ákærðir til að aðstoða sig. „Ég átti að fá ákveðnar prósentur af þessu,“ sagði Einar Jökull en hann sagði engar upphæðir, eða fíkni- efnamagn, hafa verið nefndar. Lögreglan greip Alvar Óskars- son og Guðbjarna Traustason með um fjörutíu kíló af verksmiðju- framleiddum fíkniefnum, amfeta- míni og MDMA, í Fáskrúðsfjarð- arhöfn að morgni 20. september. Alvar og Guðbjarni sigldu efnunum til landsins á skútu frá Danmörku, með viðkomu í Hjalt- landseyjum og Færeyjum. „Þetta var auðvitað áhætta en við fylgd- umst með veðri og svona, áður en farið var að stað,“ sagði Einar Jökull er Guðjón Marteinsson dómari spurði hvernig Einari Jökli hefði dottið í hug að skipu- leggja siglingu á lítilli skútu yfir Atlantshafið á þessum árstíma. „Þetta átti upphaflega að gerast í ágúst en tafðist,“ sagði Einar Jökull. Hann sagðist jafnframt hafa „gert þetta áður“ og fundist það gaman. „Ég er bara ævintýra- karl,“ bætti hann við. Einar Jökull sagðist hafa hitt Bjarna Hrafnkelsson, einn ákærðu, „fyrir tilviljun“ í Dan- mörku þegar hann var að undir- búa innflutninginn. „Hann lá bara vel við höggi og ég ákvað að fá hann til þess að pakka efnunum,“ sagði Einar Jökull. Bjarni sagðist hafa pakkað hluta efnanna eftir að hafa fallist á að gera það eftir fund sinn og Einars Jökuls á veitinga- staðnum Hard Rock í Kaupmanna- höfn. „Ég sé eftir þessari ákvörð- un [...] Ég var í mikilli óreglu og hef verið síðan ég var unglingur,“ sagði Bjarni en hann neitar alfarið að hafa komið að skipulagningu á innflutningi efnanna. Arnar Gústafsson, einn ákærðu, játaði að hafa heimilað geymslu á efnunum í sumarbústaðarlandi tengdaforeldra sinna í Rangár- vallasýslu. Hann sagði Marinó Einar Árnason, sem játaði að hafa átt að taka við efnunum á Fáskrúðs- firði, hafa átt að koma efnunum til sín. „Ég hafði hugmynd um að þetta væru fíkniefni en vissi ekki að þetta væri svona mikið. Það kom mér á óvart,“ sagði Arnar. Marinó Einar játaði þátt sinn en sagðist með engu móti hafa skipu- lagt innflutninginn. Dómur í málinu verður kveðinn upp innan mánaðartíma. magnush@frettabladid.is Neitar að gefa upp nafn höfuðpaursins Einar Jökull Einarsson neitaði fyrir dómi að gefa upp nafn mannsins sem bað hann um að flytja fíkniefni landsins. Aðalmeðferð í Pólstjörnumálinu lauk í gær og hafa allir mennirnir sem ákærðir eru játað aðild sína. Í DÓMSAL Lögmenn sakborninga í málinu lögðu áherslu á það í málflutningi að refsing yrði í lægri kantinum, og tekið yrði mið af því að aðeins einn mannanna hefði skipu- lagt innflutninginn. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari fór fram á hörðustu refsingu sem lög leyfa, það er tólf ára fangelsi, yfir þremur af sex sakborningum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ORÐRÉTT Í DÓMSAL „Þetta er líklega bara meðfætt eða eitthvað. Svo er ég svolítill spennufíkill.“ Alvar Óskarsson eftir að Guðjón St. Marteinsson dómari hafði spurt hann hvort hann kynni eitthvað að sigla og hvernig honum hefði dottið í hug að sigla skútunni með fíkniefnin þvert yfir Atlantshafið. „Er hann í smóknum? Hann verð- ur að koma núna. Hann er ekki með lyklavöld hérna.“ Guðjón St. Marteinsson eftir að Guðmundur Haraldsson dómvörð- ur hafði tjáð honum það að Bjarni Hrafnkelsson væri „úti í smók“ með fangavörð sér við hlið. „Ég er edrú og er á meðferðar- gangi á Litla-Hrauni og er byrjað- ur í Stýrimannaskólanum.“ Bjarni Hrafnkelsson um stöðu sína og persónuhagi. Hann er í gæslu- varðhaldi, eins og hinir ákærðu, á Litla-Hrauni. „Ég þekkti Einar Jökul ekki neitt, þannig. Er bara búinn að vera að hanga með honum í fangelsinu.“ Alvar Óskarsson spurður hvort hann þekkti Einar Jökul Einarsson eitthvað. „Ég hef siglt áður og þá voru fimmtán metrar á sekúndu eða eitthvað. Ég vissi að þetta gæti ekkert verið verra en það.“ Einar Jökull Einarsson um hvort hann hafi talið það mikla áhættu að fara með fíkniefnin þvert yfir Atlantshafið á skútu. „Ég er bara að reyna að verða að betri manni. Er að lyfta á fullu og svona.“ Alvar Óskarsson um hagi sína innan fangelsisins á Litla-Hrauni þar sem hann er í gæsluvarðhaldi. Hann sagðist vera búinn að taka sig á og reyndi að horfa fram á veginn. LÖGREGLUMÁL Umtalsvert magn af kókaíni og amfetamíni fannst við húsleit í húsnæði Annþórs Karlssonar í Vogum á Vatnsleysuströnd í fyrradag, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Í gær var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald í fimmtán daga. Húsleitin fór fram að lokinni handtöku hans. Annþór var handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á fíkniefnasmygli til landsins. Reynt var að koma tæpum fimm kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni til landsins. Annþór er fjórði maðurinn sem situr nú í gæslu- varðhaldi vegna málsins. Hann var úrskurðaður í Héraðsdómi Reykjaness til að sitja inni til 15. febrúar. Hann var á reynslulausn vegna eldri brota þegar hann var handtekinn nú. Hann hafði hlotið þriggja ára dóm fyrir hrottalega líkamsárás þegar hann barði rúmliggjandi mann til óbóta með kylfu. Annþór var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir verknaðinn en sat aðeins inni í tvö ár, áður en hann fór á reynslulausn. Fíkniefnafundurinn á heimili hans nú þýðir væntanlega að hann þarf að ljúka afplánun refsingarinnar innan veggja fangelsis. Gæsluvarðhald tveggja af þeim fjórum sem sitja inni vegna málsins rennur út í dag. HÚSLEITIN Lögregla var að fara í húsleit á heimili Annþórs í fyrradag þegar myndin var tekin. Húsleit lögreglu í íbúðarhúsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd: Lögregla tók amfetamín og kókaín á heimili Annþórs VIÐSKIPTI „Afkoma bankanna á síð- asta ári verður að teljast vel við- unandi með hliðsjón af því umróti sem verið hefur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og lækkunum á hlutabréfamörkuðum á seinni hluta ársins,“ segir Jónas Fr. Jóns- son, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Sameiginlegur hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja, Kaup- þings, Glitnis og Landsbankans, auk Straums, nam í fyrra um 152 milljörðum króna. Hagnaður Kaupþings nemur 46 prósentum heildarhagnaðarins og er meiri en samanlagður hagnaður Glitnis og Landsbankans, sem er upp á 67,6 milljarða króna. Jónas bendir á að arðsemi eigin fjár þriggja stærstu bankanna hafi numið næstum fjórðungi á árinu. Þá hafi afkoma af grunn- starfsemi bankanna verið vel við- unandi, jafnvel þótt aðeins sé litið til seinasta fjórðungs ársins. Eigin- fjárstaða bankanna verði enn fremur að teljast traust. Hærri innlánshlutföll komi bönkunum jafnframt til góða. „Hækkandi kostnaðarhlut- föll eru hins vegar neikvæð þróun í afkomu- tölum síðasta árs,“ segir Jónas. Þau hafi að jafnaði verið yfir 50 prósent- um í fyrra, held- ur meira en árin á undan. „Samkvæmt þessu þurfa bankarnir að huga að aðhaldi í kostnaði á þessu ári.“ - ikh / sjá síðu 18 JÓNAS FR. JÓNSSON Hagnaður Landsbankans, Glitnis, Kaupþings og Straums er 152 milljarðar króna: Þurfa að huga að kostnaðinum AFKOMA BANKANNA Kaupþing 70,0 milljarðar króna Landsbanki 39,9 milljarðar króna Glitnir 27,7 milljarðar króna Straumur 14,3 milljarðar króna Samtals 151,9 milljarðar króna VIÐSKIPTI Kaupþing banki á í viðræðum við fjárfestingarsjóði frá Katar um mögulega aðkomu þeirra að bankanum. Þetta staðfesti Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, í viðtali við Markaðinn. Í síðustu viku var á ferð í Katar og Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum sendinefnd á vegum Útflutningsráðs skipuð fulltrúum fyrirtækja héðan. Fjárfestar frá Arabalöndum hafa síðustu misseri verið áberandi á bæði evrópskum og bandarískum bankamarkaði. „Auðvitað væri mjög áhugavert fyrir okkur að fá inn fjárfesta frá þessum svæðum,“ segir Hreiðar. „Tíminn verður svo að leiða í ljós hver niðurstaðan verður.“ - óká / sjá síðu 18 Eigendum Kaupþings að fjölga: Rætt við fjár- festa frá Katar SKIPULAGSMÁL Hugmyndir um legu Sundabrautar voru kynntar á fundi samgöngunefndar Alþingis í gær. Annars vegar var rætt um jarðgangaleiðina frá Gufunesi í Laugarnes og hins vegar svokall- aða Eyjaleið. „Við vildum fá að heyra sjónarmið Vegagerðarinnar um hvernig leiðirnar væru, og sjá þær á korti,“ segir Ólöf Nordal, varaformaður nefndarinnar. Að hennar sögn var aðeins um kynningarfund að ræða, engar ákvarðanir hafi verið teknar. Lagning Sundabrautar hefur verið í undirbúningi síðan 1996. - sþs Leiðirnar tvær kynntar: Sundabraut í samgöngunefnd Föstudagur, nýtt vikulegt fylgirit Fréttablaðsins, lítur dagsins ljós í dag. Það kemur í stað Sirkuss sem hefur fylgt Fréttablaðinu. Marta María Jónasdóttir, ritstjóri blaðsins, segir að blaðið muni fanga hina einu sönnu föstudagsstemningu. „Það er alltaf eftirvænting í loftinu á föstu dög- um. Fatastíl, útliti og hönnun verður gert hátt undir höfði í bland við viðtöl við fólk sem skarar fram úr ásamt fréttum af fólki,“ segir Marta María. Í blaðinu í dag er meðal annars viðtal við innanhúsarkitektinn Hönnu Stínu, skrifstofa lögmanns- ins Vilhjálms Vilhjálmssonar er skoðuð og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir segir frá tíu hlutum sem eru í mestu uppáhaldi. Föstudagur er nýtt fylgirit: Fréttir af fólki, hönnun og stíl Það læ rir eng inn að vera h ugmyn daríku r Hann a Stína er eftirsó ttur innan húss- arkite kt: FÖST UDAG UR 1. FEB RÚAR 2008 FYLG IRIT F RÉTT ABLA ÐSIN S ÞORB JÖRG HEL GA VIGF ÚSDÓ TTIR topp 1 0 NANN A KR ISTÍN MAGN ÚSDÓ TTIR opnar barna vöruve rslun ELLÝ ÁRM ANNS aftur á skjá inn SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.