Fréttablaðið - 01.02.2008, Side 4

Fréttablaðið - 01.02.2008, Side 4
4 1. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR SKOÐANAKÖNNUN 41,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins segja nýlegar vendingar í borgarstjórn hafa áhrif á hvaða flokk þeir myndu kjósa ef boðað yrði til þingkosn- inga nú. Vænta má að áhrif meirihlutaskiptanna í borgarstjórn á kjósendur séu tvenns konar. Annars vegar að kjósendur breyti um skoðun á því hvaða flokk þeir myndu kjósa. Hins vegar að þeir verði enn vissari í því að flokkurinn sem þeir myndu kjósa sé rétt val. Athygli vekur að vendingar í borgarstjórn hafa meiri áhrif meðal kjósenda úti á landi en á höfuð- borgarsvæðinu. 46,5 prósent kjósenda úti á landi segja meirihlutaskiptin hafa haft áhrif, en 33,1 prósent svarenda á höfuborgarsvæðinu. Þá hafa breytingarnar meiri áhrif meðal kvenna en karla. 48,9 prósent kvenna telja myndun nýs meirihluta hafa áhrif á afstöðu sína til þingkosninga nú, en 33,6 prósent karla. Það eru helst kjósendur Vinstri grænna og þeir sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa sem segja nýjan meirihluta í borginni hafa áhrif á hvaða flokk þeir myndu kjósa nú. 15,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku segjast nú myndu kjósa Vinstri græn. Af þeim sögðu 52,5 prósent að nýr meirihluti hefði áhrif á afstöðu sína. Alls voru það 34,3 prósent sem ekki gáfu upp hvaða flokk þeir myndu kjósa; voru óákveðnir, neituðu að svara, sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu. Af þeim sögðu 57,6 prósent að nýr meirihluti í borginni hefði áhrif á afstöðu sína. Áhrifin eru minnst meðal kjósenda Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins. Fylgi Sjálfstæð- isflokksins mælist nú 36,7 prósent og af þeim segjast einungis 13 prósent að breytingar í borgar- stjórn hafi áhrif á hvaða flokk þau myndu kjósa í þingkosningum. Fylgi Framsóknarflokksins er hins vegar 8,9 prósent. Af þeim segja 30,4 prósent að nýr borgarstjórnarmeirihluti hafi áhrif á afstöðu sína til þingkosninga. 45,7 prósent kjósenda Samfylkingingarinnar segja meirihlutaskiptin hafa áhrif á afstöðu sína til þingkosninga, en fylgi þeirra mældist nú 34,8 prósent. Þá segir 47,1 prósent kjósenda Frjálslynda flokksins að nýr meirihluti hafi haft áhrif á afstöðu sína, en fylgi flokksins mældist 3,6 prósent. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri miðviku- daginn 29. janúar og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hafa átökin í borgarstjórn Reykjavík áhrif á hvaða flokk þú myndir kjósa núna? 91,5 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. svanborg@frettabladid.is Átök í borgarstjórn hafa áhrif úti á landi Tæplega helmingur svarenda í landsbyggðarkjördæmunum segir nýlegar vend- ingar í borgarstjórn hafa áhrif á hvaða flokk þeir myndu kjósa. Tæplega sextíu prósent þeirra sem ekki gefa upp flokk segja meirihlutaskiptin hafa áhrif. Allir Kk Kvk Höfuðbs. Landsb. Já Nei Já Nei Já Nei Já Nei Já Nei Já Nei 69,6% 30,4% 13,0% 87,0% 52,9% 47,1% 54,3% 45,7% 47,5% 52,5% 57,6% 42,4% Gefa ekki upp Já Nei Já Nei Já Nei Já Nei Já Nei 58,7% 41,3% 66,4% 33,6% 51,1% 48,9% 66,9% 33,1% 53,5% 46,5% HAFA ÁTÖKIN Í BORGARSTJÓRN REYKJAVÍKUR ÁHRIF Á HVAÐA FLOKK ÞÚ MYNDIR KJÓSA NÚNA? SKV. KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS 28.1.2008 STJÓRNMÁL Þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylking- unni, og Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, eru formenn nýrrar nefndar forsætisráðherra um Evrópumál. Nefndin, sem skipuð er til þriggja ára, á að fylgja eftir tillögum Evrópunefndar frá í mars á síðasta ári, athuga hvernig hagsmunum þjóðarinnar verður best borgið gagnvart Evrópusam- bandinu og fylgjast með þróun mála í álfunni. Auk formannanna sitja í nefndinni fulltrúar þingflokkanna fimm og fulltrúar samtaka á vinnumarkaði og Viðskiptaráðs. - bþs Fylgst með þróun í Evrópu: Tvíhöfði fjallar um Evrópumál ILLUGI GUNNARSSON ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON                   ! # $ %    &      &   '    # ( ! %'  ) # $  *+, *+, -+, -+, .+, /+, *+, .+, 0+, .+, *+, 1+, 2/+,  23+,  45 36+,  45                !" #$  # " %   &#' (  )$  *  + )* , -.   #$ ' *   / )$  #" # $*     )*   $ *    0 $ !  ),  !    "*    1 #  #$ * " 2.   "  $ '    ! *'  "$  + )    +3 $# $ ! *   % #$ 4 #& #&  ' 5678 9: : ; <, )*' =1  "* 0#"' >$ ?-   ' 2073-8        9  07 2*8     :  9  ;"  * @' 5  $4 )*#,*           -. - . * 0 0 2- .0 2 2 .   ?   - - - --  STJÓRNMÁL Skýrsla stýrihóps um Orkuveitu Reykjavíkur var ekki lögð fram í borgarráði í gær eins og til stóð. Þess í stað verður hún lögð fram á fundi borgarráðs á fimmtu- dag. Samkvæmt drögum að skýrsl- unni verður Orkuveitan ekki gerð að hlutafélagi eins og samþykkt var á stjórnarfundi í september. „Ég gerði grein fyrir stöðunni á undinum, og útskýrði að við mynd- um funda í stýrihópnum í næstu viku,“ segir Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri Grænna í borgar- stjórn og formaður stýrihópsins. „Síðan leggjum við skýrsluna fram á fundi borgarráðs á fimmtudaginn í næstu viku.“ Stýrihópurinn var settur á lagg- irnar eftir að meirihluti Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks sprakk í október. Honum er ætlað að móta heildarstefnu Orkuveit- unnar, og meðal annars rannsaka samruna Reykjavíkur Energy Invest og Geysis Green Energy. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins kemur fram í drögum að skýrslunni að Orkuveitan skuli lúta lögum um opinbera stjórnsýslu. Þar með væri tillagan um hlutafé- lagavæðingu Orkuveitunnar frá því í ágúst komin út af borðinu, en henni hafa Sjálfstæðismenn verið fylgjandi. - sþs Skýrsla stýrihóps um Orkuveitu Reykjavíkur frestað, lögð fram í næstu viku: OR verði ekki að hlutafélagi ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Samþykkt var á stjórnarfundi í september að beina þeim tilmælum til eigenda Orkuveitunnar að gera hana að hlutafélagi. Samkvæmt drögum að skýrslu stýrihóps um málefni fyrirtækisins verður ekkert úr því. VIÐSKIPTI Lárus Welding, forstjóri Glitnis, fékk 300 milljóna króna greiðslu þegar hann réð sig til starfa hjá bankanum í lok apríl í fyrra. Lárus fékk einnig 76 milljónir króna í laun þá átta mánuði sem hann gegndi for- stjórastarfinu árið 2007. Bjarni Ármannsson, forveri hans í forstjórastóli, fékk 90 milljóna króna launagreiðslu fyrir fjögurra mánaða vinnuframlag ársins. Þetta kemur fram í ársskýrslu bankans. Eins kemur fram að Bjarni fékk á síðasta ári 100 milljónir króna í starfsloka samn- ing þegar hann hætti sem forstjóri. Þá hagnaðist Bjarni um 381 milljón króna með því að nýta forkaupsrétt á hlutabréfum. - shá Vel launaðir forstjórar Glitnis: Hóf störf fyrir 300 milljónir FORSTJÓRAR Greiðslur til Lárusar og Bjarna námu tæpum milljarði króna árið 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Vill hefja brotajárnsvinnslu Fyrirtækið JPP ehf. á nú í viðræðum við hafnarstjórann á Siglufirði um aðstöðu til að hluta niður gömul skip til sölu í brotajárnsvinnslu erlendis. Fyrirtækið þarf landsvæði fyrir upp- safnað járn og húsnæði eða gámaað- stöðu vegna viðkvæmari hluta. SIGLUFJÖRÐUR BANDARÍKIN, AP Arnold Schwarzen- egger, ríkisstjóri í Kaliforníu, lýsti í gær yfir stuðningi við John McCain í kosningabaráttu um forsetaefni Repúblikanaflokksins. Stuðningur ríkisstjórarans skiptir miklu í forkosningum í Kaliforníu, sem fram fara á þriðjudag, um leið og prófkjör í meira en 20 öðrum ríkjum Bandaríkjanna. - gb Schwarzenegger ríkisstjóri: Styður McCain DÓMSMÁL Tveir karlmenn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir ýmis brot, annar í 20 mánaða fangelsi en hinn í 30 daga fangelsi. Mennirnir frömdu brot sín á síðasta ári. Saman stálu þeir gosdrykkjum úr verslun Krón- unnar. Þá réðst annar þeirra á mann, slasaði hann og fékk því dóm fyrir líkamsárás. Hann stal einnig fatnaði í Hagkaupum og braust inn í íbúð þar sem hann stal dýrum tölvubúnaði. Sá hinn sami ók einnig ítrekað undur áhrifum fíkniefna. Mennirnir játuðu brot sín. Sá er þyngri dóminn hlaut var á skilorði sem hann rauf nú. - jss Tveir dæmdir fyrir ýmis brot: Tuttugu mán- aða fangelsi GENGIÐ 31.01.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 126,7234 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 64,89 65,19 129,29 129,91 96,38 96,92 12,931 13,007 11,965 12,035 10,208 10,268 0,609 0,6126 103,36 103,98 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR BORGARSTJÓRN Nýleg meirihlutaskipti í Reykjavík hafa áhrif á hvaða flokk 41.3 prósent fólks myndi kjósa færu þing- kosningar fram nú samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Fylgi Samfylkingarinnar jókst um 10 prósentustig milli kannana í landsbyggðarkjördæmunum en ekki á höfuðborgarsvæðinu eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. LEIÐRÉTTING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.