Fréttablaðið - 01.02.2008, Page 12

Fréttablaðið - 01.02.2008, Page 12
12 1. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ www.skrifstofa.isÁrmúla 22 108 Reykjavík • Sími 533 5900 • Fax 533 5901 • skrifstofa@skrifstofa.isOpnunartími: mánud. - föstud. 9:00 til 18:00 og laugard. 11:00 - 15:00 BR O S 01 37 /2 00 7 Þreytist þú eftir langan vinnudag? Verð frá kr. 49.900 Lausnin gæti einfaldlega verið að skipta reglulega um stellingar. Núna bjóðum við úrval af hæðarstillanlegum rafmagnsskrifborðum. Auglýsingasími – Mest lesið Ríkisstjórnar- flokkarnir „Þannig að þetta gefur mér, miðað við það sem hefur gerst síðustu vikur, von til þess að það rísi fljótlega samstaða meðal okkar fram- sóknarmanna á ný. Og ég sé að vinsældir ríkisstjórnarinn- ar eru á fallanda fæti.“ GUÐNI ÁGÚSTSSON UM SKOÐANA- KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS SEM SÝNDI UM 70 PRÓSENTA STUÐNING VIÐ RÍKISSTJÓRNINA. Fréttablaðið 31. janúar Reykingabann „Ef vertar leyfa getur þú gert þér glaðan dag og kveikt í sígarettu innanhús.“ BALDVIN SAMÚELSSON UM TÓBAKSBANN Á SKEMMTISTÖÐUM OG ÞÁ RÁÐSTÖFUN AÐ LEYFA REYKINGAR INNI. Fréttablaðið 31. janúar „Það er bara allt gott að frétta,“ segir Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri sem þessa dagana dvelur í Biskupstungum við leik- stjórn og skriftir. „Ég er mikið að skrifa núna. Við Ottó Borg, sem skrifaði líka Astrópíu, vorum að skrifa Gauragang. Það er bíómynd upp úr bókinni. Við erum að leggja lokahönd á kvikmyndahandritið þessa dagana.“ Spurður hvenær myndin verði frum- sýnd, segir hann það vonandi verða sem fyrst. „Fyrst hefst ferlið í að fjármagna og svo að gera myndina. Það getur tekið eitt til tvö ár.“ Hann segir ýmis verkefni vera í gangi hjá sér. „Ég er á fullu að leikstýra auglýsingum en í augna- blikinu er ég að leikstýra leikriti í Biskupstungum og skrifa.“ „Svo er ég að fara í gang með einleik í lok febrúar, sem ég og Anna Svava Knúts erum að semja.“ „Já, og svo er ég að ala upp dóttur mína,“ segir Gunnar og viðurkennir að hann hafi alltaf nóg fyrir stafni. „Það sem er svo gott að frétta er þessi þróun sem er komin í sjón- varp á Íslandi. Vonandi tekur það ennþá meiri kipp.“ Gunnar Björn er líka ánægður með hvað íslenskt efni hefur fengið góðar viðtökur. „Við höfum séð það bara núna þar sem Brúðguminn fær alveg þrusugóða dóma og aðsókn. Og líka allt sjónvarpsefni eins og til dæmis Pressan og Næturvaktin. Sem er frábært.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUNNAR BJÖRN GUÐMUNDSSON LEIKSTJÓRI Gauragangur í Biskupstungum ■ Ýmsar sérkennilegar hefðir hafa mótast á Bandaríkjaþingi. Ein þeirra varð til árið 1965 þegar öld- ungadeildarþing- maðurinn George Murphy tók upp á því að fylla skúff- una í borðinu sínu í þingsalnum af sælgæti. Sjálfum fannst honum nammið gott og svo var hann óspar að bjóða öðrum þingmönnum mola. Margir gengu fljótt á lagið og gerðu sér reglulega ferð í nammiskúffuna. Allar götur síðan hefur verið hægt að ganga að skúffu fullri af nammi í skrifborðinu sem stendur aftast repúblikana- megin í þingsalnum við aðaldyr salarins. NAMMISKÚFFA: ÁRATUGA GÖMUL HEFÐ „Mér finnst þetta bara hið hræðilegasta mál,“ segir Líf Magneudóttir vefritstjóri um sex ær sem eru í sjálf- heldu á syllu í Ólafsvíkurenni. Ef ekki hlýnar í veðri og hlánar bíður þeirra ekkert nema dauðinn. Ein kindin er þegar dauð. „Auðvitað vonar maður að það hláni og kindurnar bjargist en af veðurspánni að dæma er lítil ástæða til bjartsýni.“ Líf er mikill dýravinur og á erfitt með að sjá málleysingja í stöðu sem þessari. „Þetta er svo sorglegt, þarna húka þær í nístingskulda og bíða þess að lífið fjari úr þeim. Mér finnst það vera ábyrgðarhluti hjá bændum að koma dýrunum í hús á haustin; það fylgir búskap að þurfa að elta styggar rollur. Það væri að minnsta kosti betri kostur en að horfa upp á þær drepast úr kulda.“ SJÓNARHÓLL KINDUR Í SJÁLFHELDU Sorglegt upp á að horfa LÍF MAGNEUDÓTTIR Vefritstjóri Sú tíð er liðin að feður hafi aðeins það hlutverk að afla til heimilisins en geti svo látið sitt eftir liggja þegar kemur að sjálfu uppeldinu, segir kennari í foreldra- fræðslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Námskeiðið er svo vinsælt að fullbókað var í það viku eftir að skráning hófst. „Það er nú oft þannig að þegar foreldrar fara heim með sitt fyrsta barn af fæðingardeildinni kunna þeir góð skil á því hvernig barnastólinn virkar en kannski síður hvernig á að bera sig að við sjálft barnið,“ segir Ólafur Grét- ar Gunnarsson hjá ÓB ráðgjöf. Ásamt Bjarna Þórarinssyni kol- lega sínum hélt hann innreið í Menntaskólann í Kópavogi með foreldranámskeið fyrir mennt- skælinga sem fá svo einingar fyrir námskeiðið í annarlok. „Við kynntum þetta á svoköll- uðum þemadögum í október og sögðum þá að við byðum upp á námskeiðið á vorönn og það er alveg greinilegt að nemendur ætla ekki að fara óupplýstir í for- eldrahlutverkið því að námskeið- ið var fullbókað á einni viku, það eru 45 nemendur,“ segir Ólafur Grétar. „Það fer nú líka vel á því að námskeiðið sé haldið í Mennta- skólanum í Kópavogi sem ég held að sé eina ríkisstofnunin sem hefur fengið jafnréttisverðlaun- in enda er hér um hið mikilvæg- asta jafnréttismál að ræða.“ Nú tekst Ólafur Grétar allur á loft enda er þetta honum hjartans mál. „Áður fyrr var það nefnilega talið hlutverk karlanna að afla fyrir fjölskylduna en uppeldið sjálft kom ekki mikið í þeirra hlut. Nú erum við að undirbúar piltana engu síður en stúlkurnar í foreldrahlutverkið svo þeir séu betur undir það búnir að taka við því hlutverki sem þeim ber sem foreldri í nútíma þjóðfélagi. En þetta er ekki aðeins jafnréttismál því hvað er betra fyrir efnahags- lífið og samfélagið í heild að fá hæfari foreldra sem geta hámark- að möguleika barna sinna?“ Nú er fátt um svör eins og jafnan þegar stórt er spurt. Ólafur Grétar segir að nem- endur séu afar áhugasamir í tímum. „Fjölmargir hafa spurt mig hvort við séum með slík nám- skeið í öðrum skólum þar sem þeir viti af fullt af félögum sem hafi áhuga á að komast á svona námskeið.“ Á meðal þess sem nemendur gera á námskeiðinu er að fara heim með brúðu sem er eftirlík- ing af smábarni, svokallað raun- veruleiknibarn, og sinna henni svo nokkurn veginn eins og ef um barn væri að ræða. jse@frettabladid.is Áhugasamir framtíðarforeldrar Í FORELDRAHLUTVERKI Þau eru tilbúin að þjálfa foreldra framtíðarinnar með aðstoð litlu raunveruleiknibarnanna, þau Elín Birna Hjörleifsdóttir hjúkrunarfræðingur, Ólafur Grétar Gunnarsson, Helgi Kristjánsson aðstoðarskólameistari, Sigríður A. Pálmadóttir hjúkrunarforstjóri og Bjarni Þórarinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.