Fréttablaðið - 01.02.2008, Page 15
FÖSTUDAGUR 1. febrúar 2008 15
ALÞINGI Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðarráð-
herra, lofaði heimamönnum á Bíldudal beinum
opinberum fjárframlögum í aðdraganda síðustu
kosninga. Áttu peningarnir að renna til uppbygg-
ingar fiskvinnslufyrirtækis í bænum.
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra upplýsti
um þetta á Alþingi í gær með þeim orðum að
heimamenn hefðu sagt honum það.
Jón Bjarnason, þingmaður VG, spurði ráðherr-
ann hvernig hann hygðist standa við fyrirheit
stjórnvalda um beinan stuðning við að koma aftur á
fiskvinnslu á staðnum.
Össur svaraði því til að hann hefði heyrt á máli
heimamanna að fyrir kosningar hefði forveri hans
lofað beinum fjárframlögum til fiskvinnslu auk
byggðakvóta frá sjávarútvegsráðherra. Ekki
fyndist stafkrókur í iðnaðarráðuneytinu um að
loforð um fjárframlög hefðu verið gefin og ekki
væru lagaheimildir fyrir slíku. Sjávarútvegsráð-
herra hefði á hinn bóginn úthlutað Bílddælingum
byggðakvóta.
Össur, Jón og fleiri þingmenn lýstu djúpstæðum
áhyggjum af atvinnuástandinu á Bíldudal þar sem
mikil fólksfækkun hefur orðið á umliðnum árum
vegna fækkunar atvinnutækifæra. - bþs
Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, sagður hafa lofað Bílddælingum peningum:
Fengu kvóta en ekki krónur
LEIKSKÓLAR Almennt gjald fyrir barn í átta tíma
vistun með mat á leikskóla er langhæst í
Norðurþingi og næsthæst í Fjarðabyggð og á
Ísafirði ef marka má samanburð við nokkur
stærstu sveitarfélögin í landinu og sömuleiðis
samanburð sveitarfélaga með 2.500-7.500 íbúa.
Það eru Mosfellsbær, Árborg, Akranes,
Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Seltjarnarnes,
Ísafjarðarbær, Skagafjörður, Vestmannaeyjar,
Borgarbyggð, Norðurþing og Grindavík.
Leikskólavistun kostar rúmar 31.750 krónur í
Norðurþingi og 31.400 í Fjarðabyggð. Leik-
skólavist er þar með dýrari en sambærileg
þjónusta á Ísafirði. Ódýrust er leikskólavistun-
in í Skagafirði. Þar kostar hún tæpar 22.700
krónur og er um leið ódýrari en leikskólavistun
í stóru sveitarfélagi á borð við Mosfellsbæ.
„Það er ljóst að leikskólagjöld eru verulega
íþyngjandi útgjöld fyrir foreldra í Norðurþingi
og ekki liður í að gera Norðurþing að því
fjölskylduvæna umhverfi sem það ætti að
vera,“ segir Guðmundur Vilhjálmsson, faðir
leikskóladrengs á Húsavík.
Bergur Ágústsson bæjarstjóri bendir á að
börn séu tekin inn á leikskóla frá eins árs aldri
og því sé boðið upp á aðra þjónustu en annars
staðar. Í Norðurþingi búi 3.000 manns í
nokkrum þéttbýlis kjörnum. Ef allir væru í
einum kjarna væri leikskólinn bara einn. „Það
hefur heilmikið að segja í sambandi við
kostnaðinn. Við erum meðvituð um þetta og
teljum okkur veita mjög góða þjónustu. En við
erum í hærri kantinum, það er alveg rétt,“ segir
hann. - ghs
Átta tíma leikskóli með mat er einna dýrastur í Norðurþingi:
Íþyngjandi að mati foreldris
VERULEGA ÍÞYNGJANDI Guðmundur Vilhjálmsson
með syni sína, Friðrik Aðalgeir og Loga Vilhjálm.
MYND/ÚR EINKASAFNI
SPÁNN, AP Spánverji sem höfðaði
skaðabótamál gegn foreldrum
drengs sem hann keyrði á með
þeim afleiðingum að drengurinn
lést hefur hætt við málsóknina að
því er foreldrarnir greindu frá í
gær. Ástæðan er þrýstingur frá
fjölmiðlum að sögn lögfræðings
mannsins.
Dómari úrskurðaði á sínum
tíma að maðurinn bæri ekki
ábyrgð á dauða drengsins þar
sem dimmt hefði verið og
drengurinn án endurskinsmerkja
þegar hann hjólaði í veg fyrir
bílinn. Vildi maðurinn nú fá bætt
það tjón sem varð á bíl hans er
hann ók á drenginn. - sdg
Keyrði á dreng sem lést:
Bótamáli gegn
foreldrum hætt
RÚSSLAND, AP Hatursglæpum
fjölgar í Rússlandi og æ fleiri
slíkar árásir enda með dauðsfalli.
Á sama tíma gerast stjórnvöld oft
sek um að nýta sér útlendinga-
fjandsamlegar hneigðir meðal
kjósenda í pólitískum tilgangi.
Þetta fullyrða rússnesk mannrétt-
indasamtök í nýrri skýrslu.
Sextíu og sjö manns voru
drepnir og 550 slasaðir í ofbeldi
sem rakið er til útlendingahaturs.
Það er 13 prósenta aukning frá
árinu á undan, samkvæmt
nýjustu ársskýrslu SOVA-
skrifstofunnar í Moskvu, sem
heldur skrá yfir hatursglæpi í
Rússlandi. - aa
Ofbeldi í Rússlandi:
Fleiri drepnir
í hatursárásum
LEIKSKÓLAGJÖLD
Sveitarfélag Íbúafjöldi Verð*
Mosfellsbær 7.501 23.810
Árborg 7.280 25.749
Akranes 5.955 28.432
Fjarðabyggð 5.705 31.400
Fljótsdalshérað 4.644 26.265
Seltjarnarnes 4.467 27.295
Ísafjörður 4.098 30.448
Skagafjörður 4.078 22.667
Vestmannaeyjar 4.075 26.580
Borgarbyggð 3.713 28.248
Norðurþing 3.023 31.753
Grindavík 2.697 27.839
*Verð á 8 tíma leikskólavistun með fullu fæði
JÓN BJARNASONJÓN SIGURÐS-
SON
ÖSSUR SKARP-
HÉÐINSSON
HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is
Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi
Das Auto.
KOLEFNIS-
JAFNAÐUR
Í EITT ÁR
EYÐIR
AÐEINS FRÁ
5.0 l/100 KM
ALVÖRU 6
ÞREPA SJÁLF-
SKIPTING
Golf Trendline kostar aðeins frá
2.098.000 kr.
Eða 24.740 kr. á mánuði miðað við bílasamning SP til 84 mánaða og 20% útborgun.
Árleg hlutfallstala kostnaðar er 7,06%. Aukabúnaður á mynd: Álfelgur og samlitur.
Komdu og prófaðu betur búinn Golf með nýrri sex þrepa sjálfskiptingu
GOLF GTI
BÍLL ÁRSINS
2008 Car&driver
DÚXAÐI Á
EURO NCAP
PRÓFINU
FÉKK GULLNA
STÝRIÐ
SVEIGJAN-
LEGIR
SÖLUMENN
Sex þrepa sjálfskiptingin í Golf er ein af þeim tækninýjungum sem færa honum forskot á aðra bíla.
Í Golf tvinnast saman hágæðahönnun, framúrskarandi aksturseiginleikar og nýstárleg tækni. Kraftalegur
afturhluti og sportlegar línur í bílnum gefa fyrirheit sem aksturseiginleikarnir standa fyllilega undir.
Álfelgur, sam
litur, armpúð
i á milli
framsæta og
rafstýrð sóllú
ga.
Bættu við Sp
ortpakka fyri
r
290.000 kr. .
UTANRÍKISMÁL Utanríkisráðuneytið
og Alþjóðastofnun Háskóla
Íslands hafa gert með sér
samning um samstarf á sviði
fræðslu og rannsóknarstarfa í
alþjóðamálum.
Segir í tilkynningu að með
þessu sé ráðuneytið að styrkja og
hvetja til fræðistarfa um alþjóða-
og utanríkismál. - ovd
Samstarf ráðuneytis og HÍ:
Hvetja til
fræðistarfa
FRÁ UNDIRRITUN SAMNINGSINS
Utanríkisráðherra og rektor Háskóla
Íslands undirrita samstarfssamninginn.