Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.02.2008, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 01.02.2008, Qupperneq 24
[ ] Bolla, bolla, bolla! Valentína Björnsdóttir hefur hollustuna að leiðarljósi við bollubaksturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Davíð Freyr Jóhannsson bakar algjörar sælgætisbollur fyrir bolludaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lagt í bleyti GÓÐ RÁÐ ÞEGAR ÞÚ KÆLIR OG FRYSTIR NEFNIST HANDBÓK SEM RÖNNING GEFUR ÚT OG FÆST ÓKEYPIS Í VERSLUNUM FYRIR- TÆKISINS. Ráðleggingar og ábendingar í bók- inni frá Rönning eru kryddaðar skemmtilegum eldhúsbrellum og skreyttar litríkum myndum. Af- skornu grænmeti má til dæmis halda stökku með því að leggja það í bleyti. Kannski hljómar út í hött að láta blaðlauk, sellerí, gras- lauk og annað grænmeti á stilk í vasa. En hugmyndin er ekki jafn biluð og hún hljómar. Vatn hjálp- ar grænmetinu að geyma vökva og varðveitir þannig bæði safa og bragð þar til þau eru skorin og til- búin til matreiðslu. (Vasarnir eru þá líka tilbúnir undir blóm ef gest- irnir koma með þau.). Pitsa er einfaldur og góður matur en þarf þó ekki að vera skyndibiti. Hægt er að útbúa gómsætar pitsur úr gæðahráefni og er þetta þá orðin hin fínasta veisla. Veldu uppáhaldshráefnið þitt og smelltu því á pitsubotn og skolaðu herlegheitunum niður með góðu vínglasi eða öðrum drykk. Bolludagur er án efa einn skemmtilegasti dagur ársins. Hvað er skemmtilegra en að föndra bolluvönd og baka bollur? Flengja síðan mömmu og pabba eldsnemma til að næla sér í sem flestar bollur. Bjóða svo allri fjölskyldunni í veglegt bollukaffi, ýmist með fagurlega skreyttum gúmmilaðibombum eða hollum bollum úr spelti. Fagurkerinn býður til borðs Vatnsdeigsbollurnar úr smiðju Davíðs Freys Jóhannssonar hjá Mosfells- bakaríi eru vægast sagt girnilegar. Innihald: 175 g smjörlíki 310 g vatn 185 g hveiti 4 egg (50 g stykkið) Hnífsoddur af hjarta- salti sett í lokin. Aðferð: Vatn og smjörlíki sett í pott og hitað að suðu. Pott- urinn tekinn af hita og hveitið sett út í. Hrært vel með sleif þar til deigið er kekkjalaust og losnar frá börmum pottsins. Eggin sett saman við, eitt í einu, og hrært mjög vel á milli. Deigið á að vera algjörlega slétt og kekkjalaust en nógu þykkt til að halda lögun sinni. Sett með skeið eða sprautað úr sprautupoka. Hafið gott bil á milli bollanna. Bakið við um það bil 200 C° í um það bil 15-18 mín., mismunandi eftir ofnum. Hollustan í fyrirrúmi Valentína Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Móður náttúru, er sannköll- uð bollustelpa sem galdrar fram dýrindis bollur úr spelti. Innihald: 300 g heilhveiti 800 g fínmalað spelt 1 bréf þurrger 100 g hrásykur 1½ tsk. salt 2 egg 700 ml ylvolg mjólk 1 tsk. vanilludropar Aðferð: Blandið saman þurr- efnunum í hrærivélarskál, hrær- ið vanilludropum og eggjum út í volga mjólkina. Hellið mjólkurblöndunni rólega saman við þurrefnin á meðan hnoðað er í hrærivélinni. Látið deigið hefast á hlýjum stað með rakan klút yfir skálinni, í um það bil klukkustund. Hnoðið deigið aftur í höndunum. Mótið litlar bollur og setjið á bökun- arplötu sem er klædd með smjörpappír. Breiðið yfir rakt stykki og látið hefast aftur í 20 mín. Bakið bollurnar við 200°C í um það bil 12 mín. Látið bollurnar kólna á bökunargrind. Skerið þær í tvennt og setjið sykurlausa sultu og rjóma á milli. Einnig er gott að nota sýrðan rjóma í staðinn fyrir rjóma. Um það bil 25 til 30 bollur. rh@frettabladid.is Þorrablótsnefndir & Veisluþjónustur athugið! Hákarl til sölu sími: 892-8080 S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Blandarinn sem allir eru að tala um! Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er Hnoðar deig Býr til heita súpu og ís Hraðastillir Lífstíðareign! Verð kr. 53.974 Uppskriftarbók og DVD diskur fylgir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.