Fréttablaðið - 01.02.2008, Page 38

Fréttablaðið - 01.02.2008, Page 38
 1. FEBRÚAR 2008 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● kópavogur Garðar Gíslason segir marga félags- menn í Gusti hafa áhyggjur af fyrirhug- uðum flutningum upp að Vatnsenda. Hann ætlar sér þó að fylgja félaginu og vonar að sem flestir Gustarar geri slíkt hið sama. „Það er yndislegt að vera hérna í Glað- heimum. Nálægðin við aðra er mikil og fé- lagsandinn alveg einstakur. Menn þekkj- ast, bjóða góðan daginn, spjalla og ríða út saman,“ segir Garðar Gíslason félags- fræðingur. Hann hefur verið með hesthús í Glaðheimum í mörg ár og deilir húsinu með börnum sínum, leikurunum Gísla Erni og Rakel, og Björgvini Þórissyni dýralækni. „Hesthúsið okkar er eins og félagsheimili. Þar höldum við upp á afmæli og þorrablót og eldum skötuna þar. Á slíkum stundum er mikil stemning og þá koma nágrannarn- ir í heimsókn. Það hefur komið fyrir að ég hef verið í Glaðheimum á gamlárskvöld og helst vildi ég halda upp á jólin þar líka.“ Garðar segir félagsmenn í Gusti hafa áhyggjur af fyrirhuguðum flutningum að Kjóavöllum við Vatnsenda og að ekki séu allir sannfærðir um að nýja svæðið verði tilbúið á fyrirhuguðum tíma. „Það skapað- ist mikil óvissa í kringum flutningana sem gerði það að verkum að einhverjir fóru strax að reyna að tryggja sig og keyptu í öðrum félögum og aðrir eru að íhuga slíkt hið sama. Þessar breytingar munu því sundra félaginu og eins og málið lítur út í dag þá mun taka tíma að byggja upp sterka félagsheild aftur,“ segir Garðar og heldur áfram. „En auðvitað er líka hópur af fólki sem trúir á að þetta muni ganga upp og er fullur bjartsýni, og ég er einn af þeim. Ég stefni að því að flytja upp að Kjóavöllum, fyrst og fremst vegna þess að ég vonast til að sem flestir félagsmenn í Gusti komi þangað líka. Þó að þetta sé tímabundið áfall þá mun okkur vonandi takast að byggja upp góðan félagsanda aftur. Þarna munum við hitta fyrir alveg prýðisfólk í hinum félögunum og svo verður styttra í Heið- mörkina sem við hlökkum til að komast í,“ segir Garðar sem sér greinilega bæði kosti og galla við breytingarnar. „Það er auð- vitað söknuður eftir gamla svæðinu því þetta svæði liggur hærra uppi og er snjó- þyngra. Einnig höfum við þungar áhyggj- ur af byggðinni sem er nú þegar í kring- um þessi hesthúsasvæði, en við teljum of mikið áreiti á þessu svæði,“ segir Garðar að lokum. - mth Vill helst halda jólin í hesthúsinu Garðar ásamt nokkrum félögum úr Gusti, þeim Rögnu Emilsdóttur, Ásgeiri Ásgeirssyni og Helga Kristjánssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.