Fréttablaðið - 01.02.2008, Page 66

Fréttablaðið - 01.02.2008, Page 66
 1. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is GERÐUBERG www.gerduberg.is Verið velkomin á opnun ljósmyndasýningarinnar Hið breiða holt laugardaginn 2. febrúar kl. 15 þar sem unglingar eiga stefnumót við afa sína eða ömmur! Sýningarstjóri: Berglind Jóna Hlynsdóttir Styrktaraðili: Beco Öskupokagerð fyrir krakka á öllum aldri! Laugardaginn 2. febrúar kl. 15-17 Takið afa og ömmu með og haldið við þessum skemmtilega sið! Allt efni á staðnum! Umsjón: Lára Magnea Jónsdóttir í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands. Ókeypis aðgangur! Ósvikið öskudagsball á Öskudaginn kl. 14-16 Kötturinn sleginn úr tunnunni, Jón Víðis sýnir töfrabrögð og hljómsveitin Fjörkarlarnir halda uppi fjörinu! Verðlaun veitt fyrir frumlegasta búninginn! Í samstarfi við félagsmiðstöðina Miðberg. Heimsdagur á Vetrarhátíð laugardaginn 9. feb kl.13-17. Fjölbreyttar listsmiðjur frá framandi löndum, sirkus- smiðja, skuggaleikhús, dans- og föndursmiðjur fyrir börn og unglinga! Kynnið ykkur dagskrána á www.gerduberg.is Allt í plati! Sýning úr söguheimi Sigrúnar Eldjárn Kíkið í heimsókn á heimili Málfríðar, mömmu hennar, Kuggs og Mosa! Hver man ekki eftir risablómkálinu og eldflauginni? Sjón er sögu ríkari! Tekið er á móti hópum. Sími: 575 7707. Sýningin stendur til 24. febrúar. Vissir þú... að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur? Salir og fundarherbergi fyrir 8 - 120 manns. Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700. Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýrasöngleikur fyrir alla fjöskylduna sýn. sun. 3/2 kl. 14 & 17 örfá sæti laus Konan áður eftir Roland Schimmelpfenning Ást og háski í hrollvekjandi aðstæðum sýn. lau. 2/2 örfá sæti laus sýningum að ljúka Vígaguðinn e. Yasminu Reza fös. 1/2 kl. 20 uppselt lau. 2/2 kl. 16 örfá sæti laus Ívanov eftir Anton Tsjekhov Leikstjórn og aðlögun: Baltasar Kormákur örfá sæti laus um helgina allra síðasta sýning 24/2 Óvægið gamanleikrit á Smíðaverkstæðinu „ Leikhúsinu til sóma... Eitt af þremur bestu leikverkunum á stórhöfuðborgarsvæðinu segir Jón Viðar.” DV 28/1 LAUG 2. FEB. KL. 13 FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR PÉTUR OG ÚLFURINN OG MYNDIR Á SÝNINGU. MYRKIR MÚSÍKDAGAR VIKUNA 3.-10.FEB´08 SUN 3. FEB. KL.14 OG KL.17 NOSFERATU (1922) MÁLÞING OG KVIKMYNDATÓNLEIKAR. GEIR DRAUGSVOLL, HARMONIKA OG MATTIAS RODRICK, SELLÓ. MÁN 4. FEB KL. 20 TRIO LURRA NÝ SAMTÍMATÓNLIST. Borgarleikhúsið frumsýn- ir í kvöld leikritið Hetjur eftir franska leikskáldið Gerald Sibleyras. Í leikrit- inu segir frá þremur fyrr- um hermönnum úr fyrri heimsstyrjöldinni sem búa saman á elliheimili og láta sig dreyma um öðruvísi líf. Leikarar í verkinu eru Sigurður Skúlason, Theodór Júlíusson og Guðmundur Ólafsson. „Leikritið gerist í ágúst árið 1959. Við hittum fyrir þessa þrjá menn sem hafa allir búið lengi á þessu dvalarheimili og sjá ekki fram á að komast nokkurn tímann þaðan, enda eru þeir um áttrætt og veikir á líkama og sál eftir þátttöku sína í stríðinu. Einn þeirra er með sprengjubrot í höfðinu, annar er með ónýtan fót eftir skotgrafar- hermennsku og sá þriðji er and- lega veikur eftir hrylling stríðs- ins,“ segir Hafliði Arngrímsson, leikstjóri verksins. Þrátt fyrir heldur dapurlegt við- fangsefni er hér á ferðinni gaman- leikrit sem hefur unnið til fjölda verðlauna sem slíkt. Hafliði segir texta verksins enda einkennast af húmor. „Já, samræður þeirra félaganna eru oft og tíðum afar skondnar. Það mætti því segja að hér sé á ferðinni grátbroslegt verk, enda láta hermennirnir gömlu aðstæður sínar ekki buga sig held- ur láta þeir hugann reika og nota ímyndunaraflið óspart. Þeir tala sérstaklega mikið um konur, enda hafa þeir svo áratugum skiptir ekki komist í kast við aðrar konur en nunnurnar sem vinna á heimil- inu. Einnig láta þeir sig dreyma um að komast í ferðalag og heim- sækja framandi staði. Þannig að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum.“ Við Íslendingar höfum ekki mikla reynslu af þátttöku í stríði og þekkjum því ekki af eigin raun þá kvilla sem hrjá marga fyrrver- andi hermenn. Aðstandendur leik- ritsins fengu til liðs við sig geð- lækni sem hefur sérhæft sig í áhrifum stríðs á hermenn til að veita innsýn í hugarástandið sem fylgt getur slíkri reynslu. „Hann hjálpaði okkur að skilja betur það ógurlega andlega álag sem fylgir svona styrjöldum. Því tel ég að leikurunum takist að ljá hlutverk- um sínum sannan blæ, þrátt fyrir takmörkuð kynni okkar Íslend- inga af stríðshetjum,“ segir Hafliði. Ljúfsár saga af elliheimili er svosem ekki nýjung í leikhúslífi landsmanna, en leikritið Hetjur kryddar uppskriftina með sam- viskuspurningum um stríðsrekst- ur sem þjóðin ætti ótvírætt að láta sig varða þó herlaus sé. vigdis@frettabladid.is Stríðshetjur á elliheimili HETJUR Aldraðir hermenn sem nota ímyndunaraflið til að stytta sér stundir. Fimmtu tónleikarnir í tónleikaröð- inni Von103 fara fram í Efstaleiti 7 í hádeginu í dag. Á þeim koma fram þau Dimitri Ashkenazy klarinettuleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari og list- rænn stjórnandi tónleikaraðarinnar. Þau flytja verk eftir tónskáldin Jean Françaix og Wolfgang Amadeus Mozart. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og eru um fjörutíu mínútna langir án hlés. Veitingahúsið Te & kaffi verður með veitingasölu á staðnum. Almennt miðaverð er 2.000 kr., en 1.000 kr. fyrir öryrkja, eldri borgara og náms- menn. - vþ Hádegistónar ÞÓRUNN ÓSK MARÍNÓSDÓTT- IR Kemur fram á tónleikum í hádeginu í dag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.