Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.02.2008, Qupperneq 75

Fréttablaðið - 01.02.2008, Qupperneq 75
FÖSTUDAGUR 1. febrúar 2008 39 FÓTBOLTI Roy Hodgson, nýráðinn knattspyrnustjóri Fulham, lét til sín taka á leikmannamarkaðnum í gær þegar hann gekk frá samningum við hina finnsku Jari Litmanen og Toni Kallio. Varnar- maðurinn Kallio er 29 ára gamall og kemur frá svissneska liðinu BSC Young Boys en Litmanen er 36 ára og kemur á frjálsri sölu til Fulham. „Ég er hæstánægður með að Litmanen ákvað að hjálpa okkur í baráttunni á þessu tímabili. Það liggur í augum uppi hvaða eiginleika hann hefur sem fótboltamaður og því lagði ég ríka áherslu á að fá hann til Fulham þrátt fyrir að leikform hans sé ekki 100%,“ sagði Hodgson í samtali við BBC Sports en báðir leikmennirnir léku undir hans stjórn með finnska landsliðinu. Litmanen er af mörgum talinn besti leikmaður í sögu Finnlands en hann sló í gegn með Ajax í hollensku deildinni áður en hann spilaði til að mynda fyrir bæði Barcelona og Liverpool. - óþ Enska úrvalsdeildin: Hodgson sækir til Finnlands KOMINN AFTUR Jari Litmanen er mættur á ný í ensku úrvalsdeildina en hann lék áður með Liverpool. NORDIC PHOTOS/GETTY N1-deild kvenna: Stjarnan-Grótta 29-25 (14-13) Mörk Stjörnunnar (skot): Ásta Björk Agnars dóttir 6 (7), Sólveig Lára Kjærnested 6 (8), Alina Petrache 6 (9), Birgit Engl 4 (6), Elísabet Gunnars dóttir 3 (4), Arna Gunnarsdóttir 2 (4), Þorgerður Atladóttir 1 (2), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1 (3). Varin skot: Florentina Stanciu 24/1 (48/5), 50%, Helga Vala Jónsdóttir 1 (2/1), 50%. Hraðaupphlaup: 6 (Sólveig 3, Alina, Ásta, Birgit). Fiskuð víti: 0 Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Gróttu (skot): Anna Úrsúla Guðmunds dóttir 9/4 (15/5), Auksé Vysniauskaité 5 (10), Pavla Plaminkova 4 (6), Karlólína Gunnarsdóttir 3 (7), Arndís María Erlingsdóttir 2 (4), Ingibjörg Jónsdóttir 1 (2), Ragna Karen Sigurðardóttir 1 (4). Varin skot: Íris BJörk Símonardóttir 12 (41), 29%. Hraðaupphlaup: 2 (Arndís, Ragna). Fiskuð víti: 5 (Auksé 4, Ingibjörg). Utan vallar: 2 mínútur. Fram-FH 29-22 (14-10) Mörk Fram (skot): Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 8 (10), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 7/1 (11/1), Pavla Nevarilova 6 (7), Anett Köbli 3/2 (6/2), Sara Sigurðardóttir 2/1 (5/1), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (1), Marthe Sördal 1 (5). Varin skot: Kristina Matuzeviciute 15 (32/2, 47%),Karen Einarsdóttir 2 (7, 29%) Hraðaupphlaup: 13 (Pavla 4, Guðrún 3, Sigur björg 2, Marthe, Ásta, Sara, Anett). Fiskuð víti: 6 (Pavla 3, Eva Hrund Harðardóttir 2, Guðrún). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk FH (skot): Ebba Særún Brynjarsdóttir 5 (6), Hildur Þorgeirsdóttir 5 (15), Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4/2 (12/2), Guðrún Helga Tryggvadóttir 3 (5), Gunnur Sveinsdóttir 2 (3), Ingibjörg Pálmadóttir 2 (3), Líney Rut Guðmundsdóttir 1 (1). Varin skot: Gabriela Cristescu 13/1 (38/5, 34%), Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir 1 (5/1, 20%). Hraðaupphlaup: 4 (Ebba 3, Ingibjörg). Fiskuð víti: 2 (Birna Helgadóttir, Guðrún). Utan vallar: 4 mínútur Meistaradeildin í körfubolta: Lottomatica Roma-Chorale Roanne 67-74 Jón Arnór Stefánsson lék sinn fyrsta leik með Roma eftir meiðslin og skoraði 10 stig á 25 mín útur og gaf að auki 2 stoðsendingar. Jón Arnór hitti úr öllum sex vítum sínum en öll þriggja stiga skot hans fóru forgörðum. ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI Stjarnan vann Gróttu 29-25 í N1-deild kvenna í Mýrinni í gærkvöldi en náði ekki að minnka forskot Fram á toppnum þar sem Safamýrarstúlkur unnu öruggan sigur á FH á sama tíma. Sigurinn kom þó Stjörnunni upp fyrir Val í annað sæti deildarinnar. Það voru gestirnir í Gróttu sem byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Stjörnustúlkur komust þó fljótt inn í leikinn og þær voru komnar í forystu 4-3 eftir rúmar tíu mínútur. Stjarnan hélt áfram og staðan var orðin 9-6 eftir tæpar tuttugu mínútur en þá komu þrjú mörk frá Gróttu í röð og staðan því jöfn 9-9. Eftir það skiptust liðin á að skora og allt stefndi í að jafnt yrði í hálfleik þegar Stjörnustúlkan Alina Petra- che skoraði glæsilegt mark úr síð- asta skoti fyrri hálfleiks og staðan 14-13. Florentina Stanciu fór á kostum í marki Stjörnunnar í fyrri hálfleik og varði sautján en það varð Gróttu til happs að liðið náði mörgum sóknarfráköstum eftir að Stanciu hafði varið. Grótta byrjaði síðari hálfleik eins og þann fyrri með því að skora tvö fyrstu mörkin. Eftir það komu Stjörnustúlkur til baka og staðan var jöfn 16-16 þegar skammt var liðið á hálfleikinn en eftir það seig Stjarnan smátt og smátt fram úr. Staðan var orðin 23-19 fyrir Stjörnuna þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik. Í stöðunni 23-20 skoraði Stjarnan svo fjögur mörk í röð og gerði í raun út um leikinn. Lokatölur voru 29-25 og Stjarnan komst með sigrinum upp fyrir Val í annað sætið með 23 stig eftir fimmtán leiki, en Grótta er sem fyrr í fjórða sæti með nítján stig eftir fimmtán leiki. Florentina Stanciu fór á kostum í marki Stjörnunnar og varði 24 skot en var bara sæmilega sátt með frammistöðu sína en afar ánægð með tvö stig í leiknum. „Mér gekk ágætlega í fyrri hálf- leik, en maður vill alltaf gera betur. Það var margt í seinni hálf- leik sem mátti fara betur hjá okkur og við verðum að spila enn betur í næstu leikjum ef við ætlum okkur einhverja hluti í toppbarátt- unni,“ sagði Florentina ákveðin. Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Gróttu, gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok. „Þetta var léleg- ur leikur hjá okkur. Mér fannst vörnin og markvarslan vera slöpp hjá okkur stóran part af leiknum og við gáfumst bara upp á loka- kaflanum. Við gátum minnkað muninn í tvö mörk en Stjarnan skorar þá fjögur í röð. Ég er mjög vonsvikinn með úrslitin úr þess- um leik eftir góðan leik þar á undan en við höldum bara áfram og verðum að koma sterkari til næsta leiks,“ sagði Alfreð. Öruggt hjá Framstúlkum Framstúlkur héldu áfram sigur- göngu sinni í N1-deild kvenna þegar þær unnu sinn sjötta leik í röð í Safamýri í gær. Fram vann þá öruggan sjö marka sigur á FH, 29-22, en Hafnarfjarðarliðið stóð í toppliðinu í fyrri hálfleik en átti aldrei möguleika í þeim síðari. Framliðið vaknaði þegar FH komst í fyrsta og eina skiptið yfir í stöðunni, 9-10, þegar 12 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Fram- vörnin small, FH skoraði ekki í 14 mínútur og í kjölfarið stakk Fram af. Guðrún Þóra Hálfdánardóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir áttu afbragsðleik í liði Fram ásamt Pövlu Nevarilovu. - óþ, - óój Stjarnan lagði Gróttu 29-25 og Fram vann FH 29-22 í N1-deild kvenna í gær: Stjarnan upp í annað sætið NÍU MÖRK EKKI NÓG Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu brýst hér í gegn- um Stjörnuvörnina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.