Fréttablaðið - 01.02.2008, Page 78

Fréttablaðið - 01.02.2008, Page 78
42 1. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. sæti 6. í röð 8. hversu 9. draup 11. ógrynni 12. rusl 14. ofan á brauð 16. tveir eins 17. traust 18. pota 20. bor 21. endaveggur. LÓÐRÉTT 1. mylsna 3. eftir hádegi 4. svelgja 5. gras 7. barningur 10. frostskemmd 13. sæti 15. gúlpur 16. kaðall 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. sess, 6. áb, 8. hve, 9. lak, 11. of, 12. drasl, 14. álegg, 16. tt, 17. trú, 18. ota, 20. al, 21. gafl. LÓÐRÉTT: 1. sáld, 3. eh, 4. svolgra, 5. sef, 7. barátta, 10. kal, 13. set, 15. gúll, 16. tog, 19. af. „Þetta var algört draumaverkefni. Eitt mitt stærsta. En ég vil ekki tjá mig um þetta mál að öðru leyti,“ segir Rut Káradóttir innanhúss- arkitekt. Fjárfestingarfyrirtæki Kristins Björnssonar, Þórðar Más Jóhann- essonar og Magnúsar Kristinsson- ar, Gnúpur, hefur í kjölfar hremm- inga sagt upp glæsihúsnæði sem fyrirtækið ætlaði undir starfsemi sína. Um er að ræða þúsund fer- metra á 7. hæð í nýju, sérhönnuðu skrifstofuhúsi Þyrpingar sem stendur við Borgartún 26. Rut hefur frá því í febrúar á síðasta ári allt fram í desembermánuð unnið að innanhússhönnun sérstaklega um starfsemi Gnúps. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa farið 800 tímar í þetta tiltekna verkefni. Nú stendur til að Glitnir, sem búið hefur lengi við þröngan kost á Kirkjusandi, flytji hluta starfsemi sinnar í þetta sama hús- næði. Annars konar starfsemi kall- ar á umturnun húsnæðisins. Fer þá forgörðum gríðarlega kostnaðar- söm hönnun Rutar. Harpa Þorláksdóttir er markaðs- stjóri Þyrpingar. „Við leigjum þetta út og erum bundin trúnaði. Við erum auðvitað með bókhald,“ segir hún aðspurð um kostnað við verk- ið. En segir hann ekki gefinn upp. Hvar sem Fréttablaðið ber niður virðist mál þetta vera hið við- kvæmasta. Upplýsingar um kostn- að liggja ekki á lausu, hvorki hjá verkfræðiskrifstofunni Ferli sem kom að verkinu né hjá Rut. Frétta- blaðið leitaði til Tinna Sveinssonar, ritstjóra tímaritsins Húsa og híbýla, og hann segir að þegar um viðurkennda arkitekta sé að ræða og engu til sparað sé kostnaður við hvern fermetra á bilinu 80 til 130 þúsund. Þannig að óábyrgt megi ætla kostnaðinn við húsnæðið um 80 milljónir. „Já, það má kannski segja hátt í hundrað milljónir.“ Hönnun Rutar gekk út á að þeir sem kæmu inn í húsnæði Gnúps fengju aldrei á tilfinninguna að þarna væri um skrifstofuhúsnæði að ræða. Fremur fimm stjörnu hótel eða glæsiheimili. Þannig er mikill arinn á hæðinni, sérhönnuð lýsing, gluggatjöld … jafnvel sal- ernið er hannað með tilliti til þess að geta talist augnayndi. Húsnæð- ið er hannað þannig að sama hvar staðið er þá er veisla fyrir augað. Tinni hefur ekki tekið þetta verk út sérstaklega en segir Rut tví- mælalaust einn af topp-innanhúss- arkitektum landsins. Hún hafi verið gríðarlega vinsæl undanfar- in ár og verk hennar spurst vel út. „Hún hefur gert rosalega góð verk. Auðvitað er algjör synd þegar gullmolar sem þessir hverfa. Ég get vel ímyndað mér að Gnúps-skrifstofan hafi verið ein af þeim flottustu á Íslandi. Og get ímyndað mér að þetta sé áfall fyrir Rut. Það er sjaldgæft að hönnuðir fái slíka draumakúnna að þeir geti sprengt öll viðmið. En hvað innréttingar varðar er þetta alltaf hættan. Að það komi nýtt fyrirtæki með nýja starfsemi og þá þarf að rusla öllu út til að það henti starfsemi viðkomandi. Svona gerast kaupin á eyrinni.“ jakob@frettabladid.is RUT KÁRADÓTTIR: DRAUMAVERKIÐ FÉKK EKKI AÐ STANDA LENGI Hátt í hundrað milljóna hönnun beint á haugana ÓMETANLEG HÖNNUN Rósa ljósmyndari lagði linsuna að glugga hurðar og náði að fanga hluta dýrðarinnar en þarna má sjá forláta arin sem skiptir miklu máli fyrir heildarmyndina. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA SÉRHANNAÐ HÚSNÆÐI Hæð Gnúps, nú hæð Glitnis, er í nýju sérhönnuðu skrif- stofuhúsnæði Þyrpingar við Borgartún. RUT KÁRA- DÓTTIR Hún lagði líf og sál í drauma- verkefnið en þarf nú að horfa á eftir því á vit sögunnar. „Það er yfirleitt Rás 2. Svo er reyndar mjög vinsælt að setja Rás 1 á í hádeginu. Þá tökum við smá síestu fyrir fréttir, og svo er hlustað á fréttirnar.“ Hannes Birgisson málari. Logi Bergmann Eiðsson er vinsælasti sjón- varpsmaður landsins um þessar mundir. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Fjórtán prósent landsmanna nefna Loga sem sinn eftirlætis sjónvarpsmann. Á hæla Loga fylgir Sigmundur Ernir Rúnarsson, samstarfsfélagi hans af Stöð 2. Tíu prósent landsmanna segja Sigmund sinn eftirlætis sjónvarpsmann. Í þriðja sætinu situr síðan sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jóns- dóttir. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri miðvikudaginn 29. janúar og skiptust svar- endur jafnt eftir kyni. „Ef ég bara vissi það svar,“ segir Logi Berg- mann, aðspurður hver sé kúnstin við að vera vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. Honum komu úrslitin augljóslega mikið á óvart og sagði að þau glöddu hans litla hjarta. Athygli vekur í könnuninni að Logi er vin- sæll með kvenþjóðarinnar enda oftar en ekki verið kjörinn kynþokkafyllsti karlmaður Íslands. „Pass,“ segir Logi þegar hann er spurður út í kvenhyllina. Egill Helgason, sem hafnaði í fjórða sæti könnunarinnar, er hins vegar mun vinsælli meðal karlkyns sjónvarpsáhorfenda en kven- kyns en eins og frægt er orðið ákváðu nokkrir femínistar að sniðganga þáttinn þar sem þeim fannst á sig hallað. Þrátt fyrir að Stöð 2 eigi tvo efstu menn í könnuninni nýtur sjónvarpsfólkið á RÚV aug- ljóslega mikilla vinsælda því Ríkissjónvarpið á sjö af tíu vinsælasta sjónvarpsfólkinu. Athygli vekur litlar vinsældir sjónvarps- fólksins úr Íslandi í dag en engin þeirra kemst á topp tíu listann. Nánar verður fjallað um könnunina í helgarblaði Fréttablaðsins á morgun. - fgg Logi er vinsælasti sjónvarpsmaður landsins KOM Á ÓVART Logi Bergmann Eiðsson segir það koma sér á óvart að vera kjörinn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. Samstarfsfélagi hans á Stöð 2, Sigmundur Ernir Rúnarsson, er næstvinsælastur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ólafi Geir Jónssyni, sem var Herra Ísland í stutta stund árið 2005 áður en hann var missti titil- inn vegna meints ólifnaðar í sjón- varpsþættinum Splash, voru í fyrradag dæmdar 500 þúsund krónur í bætur fyrir að vera svipt- ur titlinum. „Í stuttu máli þá er ég bæði mjög ánægður með niður- stöðuna og líka með að þetta sé búið,“ segir hann. En hvað á svo að gera með hálfu milluna? „Iss, það eru nú allir að spyrja mig að þessu. Peningarnir eru nú bara algjört aukaatriði,“ segir Óli, svalur á því. Frá því sjónvarpsferli Óla lauk hefur hann rekið umboðs- og atburðaskrifstofuna Agent.is og heldur einmitt upp á eins árs afmæli fyrirtækisins á Nasa í kvöld. Boðið verður upp á enskan plötusnúð í alhressasta kantinum, Dave Spoon, ásamt íslensku dj- um, þeim Kidda Ghozt úr Flex Music, DJ Andra Ramirez, DJ Joey D, Frigore og JayArr úr Plugg’d, sem hita kofann. Sami stuðpakki verður í boði á Sjallan- um á Akureyri annað kvöld. „Það hefur selst vel á þetta í forsölu,“ segir Óli og spáir góðu geimi. „Það fer eftir stemmingu en ætli Dave byrji ekki svona sirka klukkan tvö.“ Óli segir ekki algjörlega loku fyrir það skotið að hann snúi aftur í sjónvarpið þótt umboðsmennska og partíhald sé ofan á í augnablik- inu. „Ég sit nú bara uppi í herberg- inu mínu alla daga og er að plana árið. Það er til dæmis einn risastór atburður í undirbúningi sem ég vil ekki segja frá fyrr en hann er algjörlega niðurnegldur. Ég læt þig vita.“ - glh Peningarnir algjört aukaatriði ÁNÆGÐUR MEÐ NIÐURSTÖÐUNA Óli Geir er hálfri milljón ríkari. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefði áminnt tvo skólameistara fyrir að of telja einingar nem- enda. Annar er Bald- ur Gíslason hjá Iðnskólanum og fyrir áhugamenn um ættfræði má þess geta að hann er faðir Gísla Marteins Baldursson- ar. Spenna er um hvernig Karl Ágúst Úlfsson og þeir Spaugstofumenn bregðast við mold- viðri vikunnar eftir síðasta þátt – hvort þeir verði lúpulegir eða ekki. Leynd ríkir um næsta þátt en óljósar sögur herma að þátt- urinn gerist að verulegu leyti á geðsjúkrahúsi. Reglubundið getur að líta bolla- leggingar um stöðu blaða á markaði og sumum þá spáð feigðinni. Síðasti fjölmiðlapistill Dóra DNA á DV hefst á dapurleg- um nótum: „Það eru allir miðlar, að sjónvarpi undan- teknu, að deyja út.” Og spurt er hvort Dóri viti eitthvað sem ekki hefur verið gert opinbert? Kvennaþáttur Ásdísar Ólsen og Kolfinnu Baldvinsdóttur á ÍNN er með látum engu lík. Lísa Kristjánsdóttir var gestur nýlega og mátti nema, milli hlátraskalla og „þrjár að tala í einu”, lúmska athugasemd hennar þess efnis, talandi um skipulögð mótmæli á pöllum í ráðhúsi, að þegar mótmælend- ur mættu var þar fyrir þétt setinn bekkurinn, heldra fólk sem Kjartan Magnússon heilsaði með virktum. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Skólameistarar Iðnskólans í 2 John McCain. 3 Um það bil 2.000 manns. Reykjavík og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.