Fréttablaðið - 07.02.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Sara Marti Guðmundsdóttir hefur yndi af falleg-
um fötum en sníður sér þó stakk eftir vexti og
kaupir megnið af fötunum sínum erlendis.Leikkonan Sara Marti Guðmundsdóttir er hrifin af
hvers konar mörkuðum og þar reynir hún að finna
litla gimsteina. „Ég kaupi yfirleitt fötin í útlöndum ef
frá eru taldir skór. Þar sem ég er ekki á neinum for-
stjóralaunum reyni ég að forðast sérstak h
arverslanir og fer f kf
Sara en hún notar hann aðallega við kápur og
frakka.
Sara segist eiga troðfullan skáp af fötum og tímir
engu að henda. „Sumt er löngu hætt að passa á mig en
ég get ekki fyrir mitt litla líf hugsað mér að henda
eða gefa flíkur sem ég keypti til dæmis í Hong Kon
eða á öðrum eftirminnilegum töðÍ kvöld
Gimsteinar leynast víða
Sara keypti kragann, sem hún heldur að sé búinn til úr gardínu, á Portobello-markaðnum í London.
FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
BLÓMATÍMI
LISTA
Biedermeier-tímabilið gat af sér fjölda sér-stæðra húsgagna.
HEIMILI 4
TÓLF SPORA MEÐFERÐ FATNAÐAR
Klæðskerinn og kjólameistarinn Selma Ragnarsdóttir getur breytt gömlum frakka í tískujakka og saumað dýrindis kjóla úr gardínum.
TÍSKA 2
Sími: 512 50007. febrúar 2008 — 37. tölublað — 8. árgangur
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
4
09
96
0
2/
08
+ Nánari upplýsingar
www.icelandair.is
* Innifalið í verði: Flug aðra leið
og flugvallarskattar.
TILB
OÐ
Verð
frá 1
2.89
0 kr
.*
LÖGREGLUMÁL Hollendingur á
fimmtugsaldri var tekinn við
komuna hingað til lands í fyrra-
kvöld. Hann reyndist vera með 1,2
kíló af kókaíni vandlega falið í
ferðatösku sinni.
Maðurinn var að koma frá
Amsterdam þegar hann var
stöðvaður af Tollgæslunni á
Suðurnesjum við hefðbundið
tolleftirlit. Lögreglustjórinn á
Suðurnesjum krafðist gæsluvarð-
halds yfir honum í gær, sem
Héraðsdómur Reykjaness féllst á.
Maðurinn var úrskurðaður í
fjögurra vikna gæsluvarðhald.
Málið er í rannsókn en verðmæti
efnisins á götuna gæti verið hátt í
fimmtíu milljónir króna
Auk Hollendingsins sitja nú sex
í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefna-
smygls um Leifsstöð. Þar á meðal
fjórir vegna hraðsendingar sem
tollgæsla lagði hald á í nóvember. Í
henni voru um fimm og hálft kíló
af fíkniefnum sem komu hingað til
lands frá Þýskalandi. - jss
Hollendingur tekinn:
Með rúmlega
kíló af kókaíni
falið í tösku
LOGAR Í BRUNAGADDI Það var í nógu að snúast hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær. Um miðjan dag kom upp eldur í
byggingarkrana í Borgartúni og um svipað leyti kom tilkynning um eld í nýbyggingu við Hlíðarhjalla í Kópavogi. Þá kviknaði í
nýbyggingu við Lambhagaveg í gærkvöldi. Engan sakaði í eldsvoðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
SARA MARTI GUÐMUNDSDÓTTIR
Gimsteinar
leynast víða
Tíska Heimili Heilsa
Í MIÐJU BLAÐSINS
REBEKKA GUÐLEIFSDÓTTIR
Fleiri myndum
stolið
Seldar í leyfisleysi á iStockphoto
FÓLK 58
REYKINGAR „Mér finnst fáránlegt
að þingið sé með sitt eigið reyk-
herbergi. Einhvern veginn finnst
mér að löggjafarsamkoman verði
að ganga á undan með góðu for-
dæmi,“ segir Guðlaugur Þór
Þórðarson heilbrigðisráðherra.
Guðlaugur Þór segist hafa
fengið mikil viðbrögð víða frá
vegna reykingaaðstöðu þing-
manna. Þó að heimilt sé gagnvart
lögum, með undanþágum, að koma
upp reykherbergi fyrir starfsfólk,
er þetta herbergi heilbrigðisráð-
herra þyrnir í augum.
Meðan Reykjavík logaði í bók-
staflegri merkingu, en reykinn
lagði út af skemmtistöðum borg-
arinnar þar sem gestir höfðu
kveikt sér í sígarettum, var heil-
brigðisráðherra staddur í Svíþjóð.
Málið er nú á hans borði en spurð-
ur að því hvort lögin megi ekki
heita óskýr vísar Guðlaugur Þór í
álit sérfræðings ráðuneytisins.
Hann segir málið í góðum farvegi
og telur viðurlög fyrir hendi þrátt
fyrir álit lögmanns eigenda Bars-
ins sem segir svo ekki vera. Guð-
laugur segist, að óathuguðu máli,
ekki gefa frumvarpi um rýmkun á
tóbakslögum atkvæði sitt.
- jbg / sjá síðu 58
Guðlaugur Þór Þórðarsson heilbrigðisráðherra telur tóbakslög duga vel:
Ráðherra fordæmir reykherbergi
FIMMTUDAGUR
Vill frekar nota orðið mús
Ár rottunnar er hafið.
Dong Qing Gua
fullyrðir að gott ár
sé í vændum. Ár
endurnýjunar og
frjórra hugmynda.
TÍMAMÓT 38
Sendir vinjettuhöfundi
tóninn
Sigurður A. Magnússon
hefur ýmislegt við frá-
sögn Ármanns Reynis-
sonar um Indlandsför
sína að athuga.
FÓLK 48
Skakkar forsendur
Helgi Áss Grétarsson segir að
íslenska ríkinu hafi ekki tekist
að leiðrétta þann ófullnægjandi
skilning sem Mannréttindanefnd
SÞ hafði um lagastaðreyndir
kvótakerfisins.
UMRÆÐAN 36
HVASST Þegar kemur fram á
morguninn verður hvöss suðvestan
átt víðast hvar með byljóttum vindi.
Snjókoma eða slydda en rigning
austan til. Styttir upp eystra eftir há-
degi annars él. Hiti 0-4 stig sunnan
og austan til annars vægt frost.
VEÐUR 4
Biðin á enda
Tryggvi Guðmundsson batt enda
á markaþurrð landsliðsins undir
stjórn Ólafs Jóhannesson-
ar og landsliðið sigraði í
fyrsta sinn undir hans
stjórn í gær.
ÍÞRÓTTIR 52
VEÐRIÐ Í DAG
VIÐSKIPTI Nýstofnuðu Forlagi hefur verið gert
að selja frá sér útgáfuréttinn að Íslenskri
orðabók og heildarverkum Halldórs Laxness.
Þetta er meðal 21 skilyrðis sem Samkeppnis-
eftirlitið setti Forlaginu fyrir sameiningu JPV-
útgáfu og flestra þeirra forlaga sem áður voru
undir hatti Eddu-útgáfu. Þar á meðal eru Mál
og menning og Vaka-Helgafell.
Heimildir Fréttablaðsins herma að útgáfu-
réttur orðabókarinnar geti numið hundrað
milljónum króna og verk Laxness hlaupi á
fleiri tugum milljóna.
Mörður Árnason, ritstjóri Orðabókarinnar,
segir að útgáfa Íslenskrar orðabókar sé nú í
uppnámi. Hann óttist um framtíð hennar:
„Þetta eru alvarleg tíðindi því ef raunverð er
sett á þessa bók og útgáfuréttinn sé ég ekki að
nokkurt annað forlag geti keypt hana. Það
væri þá ríkið eitt. Þessi útgáfa krefst afar
þolinmóðs fjármagns og það er kominn tími til
að huga að næstu útgáfu. Íslensk orðabók þarf
að vera í stöðugri endurskoðun. Ég er satt
best að segja dauðhræddur við þetta.“
Mörður telur að menntamálaráðherra ætti
að láta til sín taka og annaðhvort kaupa
orðabókina til ríkisins eða styðja almenna
bókaútgáfu til verksins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppnis-
eftirlitsins, vill ekki tjá sig sérstaklega um
verkin sem á að selja enda sé salan trúnaðar-
mál. Spurður um almennar faglegar kröfur til
væntanlegra kaupenda bendir hann á að í
úrskurðinum sé kveðið á um að kaupandi skuli
hafa „fullnægjandi þekkingu á hinum selda
rekstri“.
Téð þekking er ekki nánar skilgreind en sá
sem kemur til með að meta hvað teljist til
hennar verður svokallaður „umsjónarmaður
söluandlags“, skipaður af Samkeppniseftirlit-
inu að fengnu áliti Forlagsins.
Jóhann Páll Valdimarsson, útgáfustjóri
Forlagsins, vill heldur ekki tjá sig um sölu
einstakra verka. Hann gleðjist fyrst og fremst
yfir því að niðurstaða sé fengin: „Við höldum
okkar striki.“ klemens@frettabladid.is
Gert að selja orðabókina og
réttinn að verkum Laxness
Meðal skilyrða Samkeppniseftirlits fyrir sameiningu JPV og Máls og menningar er að fyrirtækið selji frá sér
útgáfurétt að verkum Halldórs Laxness og Íslenskri orðabók. „Alvarleg tíðindi,“ segir ritstjóri orðabókarinnar.