Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 22
22 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Lyf eru um átta prósentum dýrari í Danmörku en hér, samkvæmt könnun SVÞ. Fréttablaðið bar Ísland saman við hin Norðurlönd- in, og þar eru lyfin ódýrari. Höfum yfirleitt borið okkur saman við Danmörku, segir formaður lyfsalahóps SVÞ. Lyfjaverð er hærra á Íslandi en í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, en lægra en í Danmörku. Verðið var kannað á þeim tuttugu lyfjum sem apótekin selja mest af í krónum talið. Að meðaltali eru lyfin um átta prósentum dýrari í Danmörku en hér, 6,1 prósenti ódýrari í Noregi og 5,5 prósentum ódýrari í Finn- landi. Munurinn var minnstur á Íslandi og Svíþjóð, en þar eru lyfin 0,6 prósentum ódýrari. Samanburðurinn á milli Íslands og Danmerkur var gerður af lyf- salahóp Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Fréttatilkynning barst frá þeim í gær þar sem lyfjaverð er sagt 7,5 prósentum lægra hér en í Danmörku. Það jafngildir því að lyfin séu um átta prósentum dýrari þar en hér. Í tilefni af tilkynningu SVÞ kannaði Fréttablaðið verð á sömu lyfjum í Noregi, Svíþjóð og Finn- landi og bar saman við íslensku verðin. Niðurstaðan var að þótt lyfin séu ódýrari á Íslandi en í Danmörku, eins og kemur fram í tilkynningunni, þá eru þau dýr- ari hér en í hinum löndunum. Þessi fjögur lönd eru viðmiðun- arlönd Íslands þegar kemur að lyfjaverði samkvæmt reglugerð um lyfjagreiðslunefnd. Sé tekið meðaltal af verði þess- ara lyfja í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi kemur í ljós að verðið á Íslandi er einu pró- senti hærra. „Við vorum fyrst og fremst að svara gagnrýni þar sem verið er að bera saman verð í Danmörku og hér,“ segir Þórbergur Egils- son, formaður lyfsalahóps SVÞ, aðspurður hvers vegna hópurinn hafi ekki líka borið saman íslensku verðin við þau sænsku, norsku og finnsku. „Við höfum undanfarin ár verið að bera okkur saman við Dani.“ Tekið skal fram að íslensk apótek mega ein veita afslátt af opinberu verði, sem ákveðið er af ríkinu í hverju landi, en í hinum fjórum viðmiðunarlöndunum er það bannað. Í einhverjum tilvik- um gæti verðið því verið lægra hér en kom fram í könnuninni. salvar@frettabladid.is Lyfin ódýrari í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi LYF Verðið var kannað á þeim tuttugu lyfjategundum sem apótekin selja mest af í krónum talið. Þar á meðal eru krabbameinslyf, augndropar, þunglyndislyf og lyf sem lækka blóðfitu. Að meðtaltali voru lyfin dýrust í Danmörku en ódýrust í Noregi. Fólat er nauðsyn- legt fyrir fólk á öllum aldri en það er sérstaklega mik- ilvægt fyrir konur á barneignaraldri. Fólat er B-vítamín, oft nefnt fólasín eða fólinsýra, sem gegnir fjölda mikilvægra hlutverka í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl lítillar inntöku fólats fyrir þungun og á fyrstu vikum meðgöngu og hættu á alvarlegum skaða í miðtaugakerfi fóstursins, svo sem klofnum hrygg, heilaleysi og vatnshöfði. Á Íslandi greinast árlega um sex slík tilvik. Dagleg inntaka fólats í töfluformi í fjórar vikur fyrir þungun og á fyrstu tólf vikum meðgöngu dregur úr líkum á alvarlegum skaða í miðtaugakerfi fósturs um meira en helming. Þar sem þungun er ekki alltaf skipulögð fyrirfram er öllum konum sem geta orðið barnshafandi ráðlagt að taka 400 míkrógramma (0,4 mg) fólattöflu daglega. Þeim konum sem hyggja á barneignir er ráðlagt að taka fólattöflu daglega í að minnsta kosti fjór- ar vikur fyrir þungun og halda því áfram að minnsta kosti fyrstu tólf vikur meðgöngu. Að auki er þeim ráðlagt að borða fólatríkt fæði sem viðbót við fólattöflur. Fólat er einkum að finna í grænmeti, hnetum, baun- um, sumum tegundum ávaxta og í vítamínbættum matvörum, til dæmis morgunkorni. Ávextir: Jarðarber, kíví, appelsínur. Grænmeti: Spínat, spergilkál, stein- selja, spergill, rósakál, blómkál, kína- kál, blaðsalat, blaðlaukur, graslaukur, grænkál, rauð paprika, avókadó, rauðkál, hvítkál. Korn, fræ og hnetur: Vítamínbætt morgunkorn, múslí, haframjöl, gróf brauð, hveitikím, hveitiklíð, sesamfræ, hörfræ, hnetur, möndlur, hnetusmjör. Baunir: Kjúklingabaunir, sojabaunir, nýrna- baunir. Barnshafandi konur ættu að forðast að borða lifur og lifrarafurðir, jafnvel þótt fólatrík sé, vegna þess hversu mikið er af A- vítamíni í lifur. Frekari upplýsingar má fá í bæk- lingnum Fólat – fyrir konur sem geta orðið barnshafandi sem meðal ann- ars er hægt að nálgast á heimasíðu Lýðheilsustöðvar - www.lydheilsu- stod.is. www.mni.is MATUR & NÆRING ELVA GÍSLADÓTTIR NÆRINGARFRÆÐINGUR Fólat - sérstaklega fyrir konur á barnseignaaldri VERÐSAMANBURÐUR Samanlagt verð þeirra tuttugu lyfja sem Íslendingar kaupa mest af í krónum talið: * Samtök verslunar og þjónustu báru saman verðin á Íslandi og í Danmörku. Fréttablaðið bætti hinum löndunum við. 19 5, 13 4 22 4, 72 6 20 6, 66 0 20 7, 90 6 19 6, 55 8 kr ón ur (+8%) (-0,6%)(-6,1%) (-5,5%) „Bestu kaupin eru án efa hús sem ég á í Frakk- landi með fjölskyldunni. Húsið er um 150 ára gamalt og við skiptum með okkur verkum við að gera það upp. Aðrir í fjölskyldunni sjá um að gera við húsið en ég sé um vínkjall- arann,“ segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. Matthías segir að húsið hafi hækkað mjög í verði þann áratug sem liðinn er síðan það var keypt. „Við keyptum það á afar heppi- legum tíma. Húsið er staðsett við svissnesku landamærin og um svipað leyti voru settar reglur um að Sviss- lendingar gætu keypt eignir í Frakklandi. Svissneskir auðmenn nýttu sér þetta í stórum stíl og verðið á húsum á þessu svæði hefur hækkað hratt á þessum tíma.“ Fjölskyldan nýtir húsið í Frakklandi í hvert sinn sem tækifæri gefst til, enda húsið fínt og svæðið kjörið til þess að verja frítímanum, segir Matthías. „Það er líka skýrt í mínum huga hvað voru verstu kaupin. Ég og nágranni minn tókum okkur saman og keyptum gervihnattamóttakara einn mikinn. Hann var mjög dýr og uppsetningin ekki síður því það þurfti her manns til að setja hann upp. Við stóðum í þeirri trú að með því að setja upp móttakara þá hefðum við aðgang að fjölda sjónvarpsrása gegnum svokallaðar sjóræningjastöðv- ar. Aðgangurinn dugði hins vegar ekki nema í mánuð og eftir það var gjörsamlega lokað fyrir. Það held ég að hljóti að vera versta fjárfesting sem ég hef lagt í.“ NEYTANDINN: MATTHÍAS HALLDÓRSSON AÐSTOÐARLANDLÆKNIR Hús með vínkjallara bestu kaupin ■ Að nota tannkrem og matarsóda er besta húsráðið sem Dóra Guðrún Pálsdóttir veit um. „Ég nota tannkrem eða matarsóda á allt sem kemur upp á heima hjá mér,“ segir Dóra Guðrún Pálsdóttir, ritari þingmanna á Alþingi. „Matarsódi virkar á alla lykt og tannkrem á alla bletti,“ segir Dóra og bætir við að flestöll slys á heimili hennar séu því leyst með þessum hætti. Grænsápan vinni svo á restinni. „Fótboltatreyjurnar hans Tómasar sonar míns fara í grænsápu- þvott. Það er það eina sem virkar.“ Þessi góðu ráð segist Dóra hafa lært smátt og smátt. „Eflaust er þetta komið frá mömmu og ömmum. Lærir maður ekki allt hjá mömmu?“ GÓÐ HÚSRÁÐ AÐ HALDA ÖLLU HREINU Útgjöldin > Heildarvelta kreditkorta á Íslandi árið 2006. HEIMILD:HAGSTOFA ÍSLANDS 203.062.000 41.960.000 Innanlands Erlendis kr ón ur www.si.is Virkjum kraft kvenna í iðnaði Samtök iðnaðarins bjóða til morgunverðarfundar um stöðu kvenna í iðnaði í Gyllta salnum á Hótel Borg, þriðjudaginn 12. febrúar kl. 8.00–10.30. Dagskrá 8.00 Morgunverður í boði SI 8.30 Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarmaður í SI Tengsl eru tækifæri Yrsa Sigurðardóttir, tæknistjóri VIJV Að starfa sem kona á virkjanasvæði Gyða Margrét Pétursdóttir, félags- og kynjafræðingur Hugsa út fyrir rammann og reka sig á veggi: Konur í upplýsingatækniiðnaði Auður Hallgrímsdóttir, fjármálastjóri Járnsmiðju Óðins Konur eiga framtíð í iðnaði Helga Braga Jónsdóttir, leikkona 9.45 Pallborðsumræður Birna Pála Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Alcan, Karen Kristjana Ernstsdóttir, verkfræðingur hjá Ístaki, og Aðalheiður Héðinsdóttir, SI. 10.30 Fundarlok Fundarstjóri og spyrill er Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaráls Skráning á mottaka@si.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.