Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 7. febrúar 2008 KÍNA, AP Vetrarhörkur í Kína hafa skapað mikið álag á samgöngur og hafa milljón- ir manna ekki komist leiðar sinnar á mesta ferðatíma ársins í kring um tunglárs- áramótin. Nú sér þó fyrir endann á vetrarveðrinu og var helsta samgönguæð landsins sem liggur frá norðri til suðurs opnuð eftir að hafa verið lokuð vikum saman. Er þetta versta veður sem geisað hefur í mið- og austurhluta Kína í yfir hálfa öld. Húsakostur er víða illa búinn til að þola slíkt vetrarveður og í mörgum bæjum eru engin tæki til snjómoksturs. Sums staðar hefur verið rafmagnslaust í tólf daga. - sdg Milljónir strandaglópar í Kína: Vetrarveður loks í rénun ÓFÆRÐ Unnið að því að losa bíl sem festist á járnbrautarteinum í ófærðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Rúm 196x168 cm Sæti Sæti Eldhús Rúm 196x122 cm Geymsla Geymsla SAMGÖNGUMÁL Nýr vegarkafli um Svínahraun á Suðurlandsvegi hefur gefið góða raun, en það er svokallaður 2+1 vegur. Engin alvarleg slys hafa orðið á vegar- kaflanum síðan hann var tekinn í notkun haustið 2005. Vegrið hafa komið í veg fyrir alvarleg slys. Reynsla Svía af 2+1 vegum er afar góð og öryggi er litlu minna en á vegum þar sem tvær akreinar eru í hvora átt. 2+1 vegur er samt margfalt ódýrari. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi sem Lýðheilsustöð stóð fyrir í gær. Tekin var fyrir spurningin hvaða vegagerð hent- aði á stofnbrautum út frá borginni og almennt á Íslandi, út frá öryggi vegfarenda og með tilliti til kostn- aðar. Haraldur Sigþórsson, verkfræð- ingur hjá Línuhönnun, hélt því afdráttarlaust fram að 2+1 vegir væru allt eins góð lausn og að leggja tvær akreinar í hvora átt. Vitnaði hann til reynslu Svía sem hafa valið 2+1 lausnina víða í sínu vegakerfi. „Sænskar rannsóknir sýna að ef tveggja akreina þjóð- vegi er breytt í 2+1 veg má búast við allt að 70 prósent fækkun alvarlega slysa og banaslysa.“ Ágúst Mogensen, forstöðumað- ur rannsóknarnefndar umferðar- slysa, hélt erindi um framan- ákeyrslur. Þær eru helsta orsök alvarlegra umferðarslysa hér á landi en 70 einstaklingar hafa far- ist í 54 slíkum slysum síðan 1998 á öllu landinu. Niðurstaða Ágústs var afdráttarlaus. „Það verður að aðgreina umferð úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi og Vest- urlandsvegi sem fyrst. Hvert ár í töf þýðir fleiri banaslys og slys með miklum meiðslum.“ Ágúst minntist einnig á að þrátt fyrir að mikið væri búið að kvarta yfir 2+1 vegarkaflanum í Svína- hrauni væri samt ljóst að hann hefði komið í veg fyrir mörg slys. Í fyrirlestri Haraldar kom fram að í Svíþjóð hafa dæmin sannað að 2+1 vegir koma jafnt í veg fyrir framanákeyrslur og tvær akrein- ar í gagnstæðar áttir. Aðalatriðið er miðjuskipting vegarins með vegriði. Á fundinum var nokkuð fjallað um kostnað þessara tveggja lausna til vegalagningar. Kom fram að 2+1 vegur er margfalt ódýrari. Ef kostnaður við tvöföldun Suður- landsvegar er tekinn sem dæmi þá má leggja 2+1 veg frá Hvalfjarð- argöngum að Borgarnesi fyrir það fé sem sparast við að velja 2+1 á þeirri leið. svavar@frettabladid.is 2+1 vegur góð og ódýr lausn Öryggi vegfarenda er álíka vel tryggt á 2+1 vegi og þar sem tvær akreinar eru í hvora átt. 70 ein- staklingar hafa farist í bílslysum á áratug; flestir í framanákeyrslum á stofnbrautum út frá Reykjavík. 2+1 Í SVÍNAHRAUNI Vegarkaflinn á Suðurlandsveginum er umdeildur en hefur reynst afar vel. 61 bíll hefur keyrt á vegriðið sem aðskilur akreinarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÆREYJAR Í nýskip- aðri landstjórn Færeyja eru þrír af átta ráðherrum konur, en engin kona var í stjórn- inni á síðasta kjör- tímabili. Þá voru sjö konur kjörnar á Lögþingið í kosn- ingunum 19. jan- úar. Þar sem þeir þingmenn sem setjast í landstjórnina segja af sér þingmennsku setjast varamenn þeirra á þing; við það fjölgar um eina konu og eru þær nú átta af alls 33 þingmönnum. Áður sátu aðeins þrjár konur á þingi. Kristina Háfoss, nýr mennta- málaráðherra úr Þjóðveldis- flokknum, var ekki í framboði í lögþingskosningunum. - aa Breytingar á færeyska þinginu: Stóraukið hlutfall kvenna KRISTINA HÁFOSS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.