Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 32
[ ] Klæðskerinn og kjólameist- arinn Selma Ragnarsdóttir getur breytt gömlum frakka í tískujakka og saumað dýrindis kjóla úr gardínum. Hver kannast ekki við það að eiga nokkrar flíkur inni í skáp sem ekki má henda? Kannski eitthvað frá afa eða ömmu eða bara eitthvað sem ekki passar. Selma Ragnarsdóttir, kjóla- meistari og klæðskeri, sérhæfir sig í fatabreytingum af ýmsu tagi og býður upp á tólf spora meðferð fatnaðar sem getur gefið fötum nýtt líf. Hún breytir þeim á eftir- farandi vegu: 1. Stytta/síkka – þrengja/víkka 2. Umskipti: Skipta til dæmis um rennilás, tölur og smellur. 3. Fjarlægja: Taka af vasa, tölur, hluta af flíkinni. 4. Bæta: Til dæmis göt, rifur og saumsprettur. 5. Skreyta 6. Prenta/þrykkja 7. Lita: Heillita, úða, stensla, skvetta á og fleira. 8. Aflita/klóra: Skvetta, úða, leggja í bleyti. 9. Sjúska: Rispa, nudda og vinda. 10.Skera: Með hníf, skærum eða sprettara. 11.Skjóta: Með pílum, örvum, haglabyssu. 12.Yfirkeyrsla: Keyra yfir til dæmis á nagladekkjum og spóla. Selma er nýflutt með vinnu- stofu sína að Skúlagötu 10 en þar rekur hún einnig búningaleigu ásamt systur sinni Guðbjörgu Ragnarsdóttur. „Ég hef fengist við að breyta fötum síðan ég var unglingur. Í fyrstu var ég að fikta með flíkur af ömmu og langömmu en svo hefur það þróast út í alhliða fatabreytingar,“ segir Selma. Hún segir fólk oft eiga mikið af verðmætum flíkum sem gaman er að gefa nýtt líf. „Kápan hennar ömmu eða jakkinn hans afa pass- ar kannski ekki við eigið vaxtar- lag en er ef til vill úr flottu efni og hefur tilfinningalegt gildi,“ útskýrir Selma. „Það má síðan þess vegna koma með gardínur sem maður vill breyta í kjól,“ bætir hún við og segir að slík end- urnýting sé auðvitað líka umhverfisvæn. vera@frettabladid.is Tólf spora meðferð fatn- aðar gefur fötum nýtt líf Selma á vinnustofunni þar sem hún fæst við að breyta flíkum og leigja búninga af ýmsu tagi til bæði einstaklinga og hópa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Alexander og Emil í jökkum sem Selma hefur breytt með því að setja á þá stroff og rennilás. Alexander átti upphaflega hugmyndina að breyting- unni en Selma hefur síðan útfært hana á ýmsa vegu. Jakkinn hans Emils fyrir breytingu. Kate Moss er vinsæl sem aldrei fyrr. Í mars mun hún ná þeim áfanga að vera á forsíðu glanstímaritsins Vogue í 25. skipti. s: 557 2010 Opið: Laugardaga 10-16 SUNNUDAG 12-16 ÚTSALA Mörkinni 6, s. 588 5518
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.