Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 12
 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR KÍNA, AP Blaðamaður frá Hong Kong hefur verið látinn laus úr fangelsi í Kína þar sem hann hafði verið látinn dúsa í nærri þrjú ár, sakaður um njósnir. Ching Cheong, fréttaritari Singapore-blaðsins The Straits Times í Hong Kong, neitaði að tjá sig við blaðamenn eftir heimkom- una úr fangelsisvistinni í Guangzhou í Suður-Kína. Í ágúst 2006 var Ching dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Taívans. Að Ching skyldi lát- inn laus nú er gjarnan sett í sam- hengi við viðleitni Kínastjórnar til að bæta ímynd landsins erlendis vegna Ólympíuleikanna í Peking í sumar. - aa Blaðamaður frá Hong Kong: Laus úr kínversku fangelsi FRJÁLS Þessa mynd birti fjölskylda Chings þar sem hann sést ásamt systur sinni í Hong Kong. FRÉTTABLAÐIÐ/AP F í t o n / S Í A N1 VERSLANIR WWW.N1.IS N1 býður úrval af legum og tengdum vörum fyrir iðnað, bifreiðar og sjávarútveg. Hafðu samband við fagmenn okkar í síma 440 1233. LEGUR Legur · Leguhús · Reimar · Tannhjól · Reimskífur Pakkdósir · Sérverkfæri · Legufeiti Hringdu í síma ef blaðið berst ekki ÍTALÍA, AP Giorgio Napolitano, for- seti Ítalíu, sá sig nauðbeygðan til að rjúfa þing í gær og boða til kosninga, aðeins tveimur árum eftir að stjórn Romanos Prodis tók við völdum. Eftir að stjórn Prodis missti meirihlutann í síðustu viku hefur Napolitano lagt mikla áherslu að fá formenn flokkanna til að mynda bráðabirðgastjórn sem sæti þang- að til kosningareglum stjórnar- skrárinnar hefði verið breytt. Hann fékk Franco Marini, forseta þingsins, til að ræða við formenn- ina, en þær tilraunir mistókust og því var ekki annað til ráða en að boða kosningar. Núverandi kosningafyrirkomu- lag var samþykkt á síðustu mán- uðum stjórnar Silvios Berluscon- is, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem hefur lagt áherslu á að gengið verði strax til kosninga. Það var einkum andstaða hans við breyt- ingar á kosningafyrirkomulaginu sem varð til þess að myndun bráðabirgðarstjórnar tókst ekki. Kosningafyrirkomulagið þykir ýta undir óstöðugleika með því að auka vægi lítilla flokka þannig að erfitt er að mynda starfhæfan meirihluta í öldungadeild þings- ins. Stjórn Prodis féll einmitt vegna þess hve meirihluti hennar stóð tæpt í öldungadeildinni. Hægriflokkabandalag Berl- usconis nýtur nú meira fylgis en miðju- og vinstriflokkarnir sem stóðu að naumum stjórnarmeiri- hluta Prodis. Mótframbjóðandi hans verður væntanlega Walter Ventroni, sem er borgarstjóri í Róm og er jafnframt leiðtogi Lýð- ræðisflokksins, sem nýlega var stofnaður með sameiningu tveggja vinstri- og miðjuflokka. Veltroni, sem er rúmlega fimm- tugur, þykir eiga möguleika á að ná miklu fylgi með nýja flokkinn sinn, en almennt er þó talið að Berl- u sconi, sem er 71 árs, fari létt með að sigra í kosiningunum. Prodi, sem er 68 ára, situr áfram sem forsætisráðherra þangað til kosningar hafa verið haldnar og ný stjórn mynduð. Hann staðfesti í gær að hann muni ekki bjóða sig fram til þings aftur. - gb/aa Ítalir kjósa þing í apríl Ítalíuforseti rauf þing í gær og boðaði til kosninga 13. og 14. apríl næstkomandi. Ekki tókst að mynda bráðabirgðastjórn til að breyta stjórnarskránni. FÆR SITT FRAM Silvio Berlusconi væntir þess að komast aftur til valda þegar kosið hefur verið á ný. Móðir hans dó á sunnudag, 97 ára að aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÆREYJAR Frumvarp um lögleiðingu staðfestrar samvistar eða um ætt- leiðingarrétt samkyn- hneigðra verður ekki lagt fram á nýhöfnu fjögurra ára kjörtíma- bili færeyska Lög- þingsins. Yrði tilraun gerð til þess áliti Miðflokkur- inn, einn stjórnar- flokkanna þriggja í nýju landstjórninni, það vera brot á stjórn- arsáttmálanum og til- efni stjórnarslita. Þetta hefur fréttavefur fær- eyska útvarpsins eftir Jenis av Rana, formanni Miðflokksins. „Við sömdum um það frá fyrsta fundi að þessi mál yrðu látin liggja í fjögur ár. Það verða engar breytingar,“ segir Jenis av Rana. - aa Stjórnmál í Færeyjum: Staðfest samvist ekki á dagskrá JENIS AV RANA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.