Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 50
38 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingarsendist á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5000.
GYLFI Þ. GÍSLASON RÁÐHERRA
FÆDDIST 7. FEBRÚAR ÁRIÐ 1917.
„Á Íslandi hefur gerst saga
lítillar þjóðar, einu þjóðar í
Vestur-Evrópu sem man til
upphafs síns.“
Gylfi Þorsteinsson Gíslason
hagfræðingur var þingmað-
ur Alþýðuflokks og ráðherra
menntamála um árabil, síðar
prófessor við H.Í. Hann andað-
ist 18. ágúst 2004.
Hin kínverska Dong Qing Gua er í sím-
anum þegar blaðamann ber að í Heilsu-
drekanum en hellir samt umsvifa-
laust kínversku tei í bolla og býður.
Þýður fuglasöngur berst að eyrum og
við augum blasa kínverskir listmun-
ir af ýmsum stærðum og gerðum en
eftir litla stund er símtalinu lokið. „Þó
klukkan sé bara ellefu fyrir hádegi hér
er gamlárskvöld gengið í garð heima
í Kína. Þess vegna eru vinir mínir og
ættingjar byrjaðir að hringja,“ segir
Dong Qing brosandi og kveðst fá ótrú-
lega góða strauma úr austrinu gegnum
símann.
Það er ár rottunnar sem er að hefj-
ast. „Ég vil frekar nota orðið mús,“
segir Dong Qing og fullyrðir að gott
ár sé í vændum. Ár endurnýjunar og
frjórra hugmynda. Hún tekur vel í að
lýsa hefðbundnum kínverskum ára-
mótum og segja frá sínum hætti við að
halda upp á þau. Eftir að hafa komið
okkur vel fyrir á dýnu inni í leikfim-
isalnum með tebollana hefjum við
spjallið.
„Kínversk áramót eru virkileg stór-
hátíð. Meira að segja íslensku jólin
blikna algerlega í samanburðinum,“
segir Dong Qing stolt. „Það er tveggja
vikna frí í skólum og flestum fyrir-
tækjum því allir eru að fagna nýja
árinu og njóta þess að fara í heimsókn-
ir og vera saman. Bisnesslífið lamast
og þegar ég hef pantað vörur frá Kína
undanfarna daga segja kaupsýslu-
mennirnir: „Við afgreiðum þetta eftir
tvær til þrjár vikur, þegar nýárið er
búið.““ Hún segir íslenska áramóta-
skaupið líka fátæklegt miðað við það
kínverska sem standi í fjóra tíma. „Í
kínverska skaupinu er bara boðið upp
á úrvalslistamenn, bestu leikara lands-
ins, bestu söngvara og bestu dansara,“
lýsir hún en hvað skyldi vera á borð-
um? „Á gamlárskvöld er mest borðað
Dim Sum. Það er réttur sem er búinn
til úr kringlóttum hveitikökum með
kjöti og grænmeti á og er síðan pakk-
að saman.“ Hún segir sprengjugleði
Kínverja líka mikla á gamlárskvöld
og kemur það varla á óvart þar sem
Kínverjar fundu upp flugeldinn. „Það
er allt klikkað, heyrist ekki mannsins
mál,“ segir hún hlæjandi.
Dong Qing hefur búið
á Íslandi í rúm sextán
ár og hún getur ekki
slakað á í hálfan
mánuð eins og land-
ar hennar heima. Af
því að áramótin ber
upp á miðja viku ætlar
hún að vera með opið
hús í Gallerí Kína í Ár-
múlanum um helgina. „Ég
mun fræða fólk um hvað sem
er í sambandi við Kína, menn-
ingu, list og tungumál. Hvernig best er
að stilla hlutum upp samkvæmt hinni
kínversku Feng Shui-speki, til dæmis.
Þar verður líka kínverskur læknir sem
mun veita hollráð um heilsuna og orku-
flæðið, taka púls á gestum og gefa góð
ráð um val á tei. „Temenningin í Kína
er mörg þúsund ára gömul og við
notum mat og drykk
mikið til lækn-
inga. Mér finnst
svo gaman að
miðla fróð-
leik um Kína
og leyfa Íslend-
ingum að kynnast
kínversku andrúms-
lofti,“ segir þessi lífskúnstner
að lokum. gun@frettabladid.is
DONG QING GUA: HELDUR UPP Á KÍNVERSKU ÁRAMÓTIN
Ég vil frekar nota orðið mús
DONG QING. Hún fullyrðir að gott ár sé í vændum, ár endurnýjunar og frjórra hugmynda.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
MERKISATBURÐIR
1900 Verkamannaflokkurinn er
stofnaður í Bretlandi.
1914 Charlie Chaplin birtist í
fyrsta sinn sem litli flæk-
ingurinn.
1940 Walt Disney gefur út
teiknimyndina um Gosa.
1942 Húsmæðraskóli Reykja-
víkur tekur til starfa undir
stjórn Huldu Á. Stefáns-
dóttur.
1962 Bandaríkin banna allan
inn- og útflutning frá
Kúbu.
1971 Konur fá kosningarétt í
Sviss.
1992 Evrópusambandið er
stofnað.
Bróðir okkar, mágur og frændi,
Helgi Þorvaldsson
Gamla-Hrauni, Eyrarbakka,
lést föstudaginn 1. febrúar. Útförin fer fram frá
Eyrarbakkakirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 14.00.
Aðstandendur.
Faðir okkar og tengdafaðir
Haukur Hafstað
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardag-
inn 9. febrúar kl. 14.00. Jarðsett verður að Reynisstað.
Þórólfur H. Hafstað Þuríður Jóhannsdóttir
Ingibjörg H. Hafstað Sigurður Sigfússon
Ásdís H. Hafstað Sveinn Klausen
Steinunn H. Hafstað Eiríkur Brynjólfsson
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
Ólöf Þórarinsdóttir
til heimilis að Brúnavegi 5, 104 Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þann
1. febrúar, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnað-
arins föstudaginn 8. febrúar kl. 15.00.
Ólafur Hafþór Guðjónsson
Níels Ólafsson
Björg Ólafsdóttir Magnús Magnússon
Daníel Ólafsson
Guðjón Hafþór Ólafsson Þuríður Edda Skúladóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og
systir mín,
Jóhanna Elín Árnadóttir
Furugrund 30, Kópavogi,
lést mánudaginn 4. febrúar á Líknardeild Landakots.
Einar Jónsson
Bjarni Bergmann Sveinsson
Úndína Bergmann Sveinsdóttir
Ásmundur Bergmann Sveinsson
Árni Bergmann Sveinsson
Rúnar Bergmann Sveinsson
Jón Þór Bergmann Sveinsson
Róslind Bergmann Bordal
Sigrún Friðgeirsdóttir
Haukur Örn Björnsson
Úndína Árnadóttir
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
Kristínar Jensdóttur Þór
Guðrún Þór
Jónas Þór Anna Bára Árnadóttir
Ólöf Helga Þór Björn Marteinsson
Arnaldur Þór Jónasson Jóhanna Jóhannesdóttir
Katrín Sif Þór
Elsa María Þór Magnús Eyjólfsson
Gunnar Sveinn Magnússon Inga Hrönn Kristjánsdóttir
og barnabarnabörn.
Hinn 7. febrúar árið 2003
samþykkti stjórn Lands-
virkjunar að heimila for-
stjóra fyrirtækisins, Friðriki
Sophussyni, að undirrita
og afhenda ítalska verk-
takafyrirtækinu Impreg-
ilo veitingabréf fyrir gerð
Kárahnjúkastíflu og að-
veituganga virkjunarinnar.
Þetta þýddi að fyrirtækið
gat farið að undirbúa hinar
viðamiklu framkvæmdir
við Jökulsá á Fjöllum.
Heildarupphæð samn-
ingsins hljóðaði upp á 38 milljarða króna, án
virðisaukaskatts og var sú upphæð svipuð til-
boði Impregilo, að teknu tilliti til breytinga,
aukaverka og aðlögunar ýmissa atriða, bæði til
lækkunar og hækk-
unar. Meðal þess
sem bætt var inn í
af hálfu Landsvirkj-
unar var ákvæði
sem átti að tryggja
enn betur en út-
boðsgögnin að
farið yrði í öllu að
íslenskum kjara-
samningum og
vinnulöggjöf. Auk
þess var samið um
að Impregilo ynni
sem aukaverk heil-
boraðan hluta veituganga fyrir Jökulsá í Fljóts-
dal yfir í aðveitugöngin, samtals um tíu kíló-
metra af fjórtán. Þeir samningar voru upp á
rúma 3,5 milljarða.
ÞETTA GERÐIST 7. FEBRÚAR 2003
Samið við Impregilo
STARFSMENN IMPREGILO.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
Ósk Norðfjörð Óskarsdóttir
frá Hrísey, Dvergabakka 34, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 7. febrúar kl. 15.
Pétur Geir Helgason
Óskar Geir Pétursson Jóhanna Jónsdóttir
Rúnar Þór Pétursson
Guðmunda J.N. Pétursdóttir Hinrik H. Friðbertsson
Heimir Már Pétursson Jean François
Ósk Norðfjörð Þrastardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.