Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 14
14 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR
NÝJA-SJÁLAND, AP Mikið vanskapað
ungabarn frá Samóa-eyjum hefur
fengið landvistarleyfi í Banda-
ríkjunum til að komast í aðgerð.
Þetta gerðist eftir að spítalar á
Nýja-Sjálandi höfnuðu barninu
um meðferð. Stúlkubarnið
fæddist fyrir hálfu ári með engin
augu, enga fingur og aðeins með
hluta af heila.
Nýsjálenska ríkisstjórnin
neitaði barninu og foreldrum þess
inngöngu inn í landið í desember
síðastliðnum.
Skurðlæknar á barnaspítala á
Miami hafa boðist til þess að
aðstoða stúlkuna foreldrunum að
kostnaðarlausu. - kka
Kraftaverkabarn:
Barni neitað um
læknisaðstoð
Í BÚNINGI Verðbréfamiðlari við þýsku
kauphöllina í Frankfurt er hér mættur
í búningi í lögreglustíl. Hefð hefur
skapast fyrir því að starfsmenn kaup-
hallarinnar klæðist búningum í einn
dag í tilefni kjötkveðjuhátíðarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Árás á ráðuneyti
Maður kastaði bensínsprengju að
byggingu japanska utanríkisráðuneyt-
isins í Tókíó í gær og reyndi því næst
að svipta sig lífi með hnífi. Var hann
fluttur á sjúkrahús þar sem gert var
að sárum hans. Óljóst er af hverju
hann kastaði sprengjunni á ráðuneyt-
ið. Engar skemmdir urðu.
JAPAN
FRAKKLAND, AP Idriss Deby, forseti
Tsjad, kom í gær fram opinberlega
í fyrsta skipti frá því átök upp-
reisnarmanna og stjórnarhers hóf-
ust síðustu helgi. Sagði hann að
tekist hefði að brjóta uppreisnina á
bak aftur og að yfirvöld hefðu
stjórn á öllu landinu.
Varnarmálaráðherra Frakklands,
Herve Morin, kom til Tsjad í gær.
Koma Morins þykir til marks um
sterkan stuðning Frakklands við
ríkisstjórnina í Tsjad. Daginn áður
sagði Nicolas Sarkozy Frakklands-
forseti að Frakkar væru reiðubún-
ir að hefja hernað gegn uppreisn-
armönnum í Tsjad ef þörf krefur.
Frakkar hafa nú þegar rúmlega
þúsund manna herlið í Tsjad, sem
er fyrrverandi nýlenda Frakka.
Árið 2006 hjálpaði franski herinn
Deby að bæla niður uppreisn. Hann
komst sjálfur til valda í uppreisn
snemma á síðasta áratug. Stjórn
hans hefur þótt meðal þeirra spillt-
ustu í heimi.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
fordæmdi á mánudag harðlega
árásir uppreisnarsveitanna og gaf
bæði Frökkum og öðrum ríkjum
grænt ljós á að hjálpa stjórninni.
Í gær og fyrradag héldu upp-
reisnarmennirnir sig að mestu í
útjaðri höfuðborgarinnar. Þúsund-
ir manna hafa flúið átökin og meira
en þúsund manns særst. - gb/sdg
Forseti Tsjad lýsti í gær yfir að yfirvöld væru komin með stjórnina í landinu öllu:
Uppreisnin brotin á bak aftur
ÁRBORG „Þetta hefur gengið vel. Bæði starfsmenn
sveitarfélagsins og verktakar hafa unnið langa
vinnudaga og eiga hrós skilið,“ segir Guðmundur
Elíasson, framkvæmdastjóri Framkvæmda- og
veitusviðs Árborgar, um mikinn snjómokstur í
sveitarfélaginu nú í vetur. Víða um land eiga starfs-
menn sveitarfélaga fullt í fangi með að moka snjó af
götum.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Árborgar,
segir að kostnaðurinn sé kominn hátt í fimmtíu
milljónir króna en 6,2 milljónir voru áætlaðar í
snjómokstur árið 2008. Hún segir erfitt að áætla
kostnaðinn. „Þetta er verkefni sem verður að fara í
hvað sem maður áætlar,“ segir Ragnheiður.
„Dýrustu dagarnir núna hafa verið í kringum þrjár
milljónir á dag,“ segir Guðmundur og bætir við að unnið
sé á allt að fjórtán tækjum í einu þegar mest lætur.
„Í svona tíð biðjum við fólk að sýna þolinmæði og
tillitsemi því það er heilmikið mál að vera með svona
stór tæki inni í bænum,“ segir Ragnheiður sem tekur
undir orð Guðmundar um að vel hafi gengið að ryðja
snó af götum bæjarins. „Þetta gerist ekki nema með
samhentu átaki.“ - ovd
Mjög mikil úrkoma í vetur hefur sett áætlanir margra sveitarfélaga úr skorðum:
Kostnaður við mokstur hátt í 50 milljónir
SNJÓMOKSTUR Á SELFOSSI Sveitarfélagið Árborg á fimm tæki til snjómoksturs og eru tvö þeirra höfð á
Eyrarbakka og Stokkseyri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Birkir Jón spurull
Birkir Jón Jónsson hefur lagt fram
nokkrar fyrirspurnir á þingi. Hann
spyr meðal annars hvort umhverfis-
ráðherra ætli að beita sér fyrir eflingu
Akureyrarseturs Náttúrufræðistofnun-
ar, hvenær búast megi við að lenging
Akureyrarflugvallar verði boðin út,
hver þróun kornræktar hafi verið
síðasta áratug, hvað líði undirbúningi
Vaðlaheiðarganga, hvort mennta-
málaráðherra ætli að beita sér fyrir að
námsbækur í framhaldsskólum verði
ókeypis fyrir nemendur og hvað líði
endurskoðun á framfærslugrunni LÍN.
ALÞINGI
HERVE MORIN VARNARMÁLARÁÐHERRA
FRAKKLANDS OG IDRISS DEBY FORSETI
TSJAD Hittust á fundi í N´Djamena,
höfuðborg Tsjad, í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur
Golf
F
í
t
o
n
/
S
Í
A