Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 7. febrúar 2008 15 LÖGREGLUMÁL Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að veitingahúsi Nings við Suðurlandsbraut um klukkan níu í gærmorgun. Svo virðist sem kviknað hafi í út frá rafmagni í hitaskáp sem notaður er til að halda mat heitum. „Það var eiginlega enginn eldur þegar við komum á staðinn heldur bara reykur,“ segir Óli Ragnar Gunnarsson, vakt- stjóri hjá slökkviliðinu. Hárrétt viðbrögð starfs- fólks voru að taka skápinn úr sambandi en brunaviðvörun- arkerfi gerði slökkviliði viðvart sem og öðru fólki í húsinu. Vel gekk að rýma húsið en slökkvilið leyfði fólki þó fljótlega að fara aftur inn. Engum varð meint af. - ovd Slökkvilið reykræsti veitingastaðinn Nings við Suðurlandsbraut: Kviknaði í út frá rafmagni SLÖKKVILIÐSMENN AÐ STÖRFUM FJölmennt lið var kallað á vettvang en fljótlega var stærstum hluta þess snúið frá. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓMSMÁL Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í Hæstarétti í áframhaldandi gæsluvarðhald til 29. febrúar vegna stórfelldra þjófnaðarmála. Er talið að hann hafi slegið eign sinni á muni að verðmæti rúmlega fjórar milljónir króna. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir fjögur brot. Hann á að baki talsverðan sakaferil og hefur hlotið sex dóma. Á síðasta ári var hann dæmdur í 28 mánaða fangelsi fyrir fjölda þjófnaðarbrota. Hann áfrýjaði til Hæstaréttar. Maðurinn er fíkniefnaneytandi, samkvæmt rannsókn lögreglu, og fjármagnar fíkn sína með afbrotum. - jss Gæsluvarðhald framlengt: Stal fyrir rúmar fjórar milljónir SAMGÖNGUR „Bærinn gerir ekkert og við keyrum þær bara í hvert skipti. Ég vil ekki sjá að þær fari yfir Reykjanesbrautina til að taka rútu,“ segir Drífa Gunnlaugsdóttir, íbúi í Vogum á Vatnsleysuströnd og móðir stúlku sem æfir fimleika í Hafnarfirði. Greint var frá því hér í blaðinu í nóvember að tíu ára fimleikastúlkur í Vogum töldu sig sviknar um rútuferð- ir SBK og komust ekki í þær lengur, nema með því að setja sig í hættu við að fara yfir Reykjanesbrautina. Mæður í Vogum fengu fund með Róberti Ragnarssyni bæjarstjóra og báðu hann að koma til móts við þær. „Bæjarstjórinn hefur afsakað sig með því að hann niðurgreiði matinn í skólanum og því standi ekkert eftir í svona mál,“ segir Drífa. Fimleikafélag stúlknanna, Björk í Hafnarfirði, sé eini aðili málsins sem hafi brugðist við vandræðum stúlknanna, meðal annars með því að ræða hvort breyta megi stundatöflum. - kóþ Fimleikastúlkurnar þurfa enn að fara í einkabíl eða yfir Reykjanesbrautina: Stúlkur í Vogum fá enga rútu ANNA KRISTÍN OG KOLBRÚN Stúlkunum hafði verið gefið vilyrði fyrir rútuferðum úr Vogum, sem breyttust með tilkomu Keilis. Þeim var boðið að taka rútuna hinum megin Reykja- nesbrautar í staðinn. Þar er hvorki gangbraut né göngustígur. MYND/VÍKURFRÉTTIR BANDARÍKIN, AP Fellibylur reið yfir miðríki Bandaríkjanna síðastliðinn þriðjudag. 26 manns fórust og eignatjón var mikið. Fellibylurinn gekk yfir Tenn- essee, Arkansas, Kentucky og Mississippi-fylki og var einn af mörgum sem gekk yfir svæðið. Yfirvöld í Arkansas gengu hús úr húsi í gær í leit að fleiri fórnarlömbum. Norðaustur af Nashville varð mikil sprenging í gasstöð af völdum eldsvoða. Manntjón varð en þó er ekki vitað hversu margir fórust. Yfirvöld telja líklegt að upptök eldsins megi rekja til fellibyls- ins. Forsetaframbjóðendur landsins gerðu hlé á kosninga- baráttu sinni til að minnast fórnarlambanna. - kka Fellibylur Í Bandaríkjunum: Mikið mann- tjón í fárviðri DANMÖRK Nýtt bandalag, flokkurinn sem stofnaður var í fyrravor að frumkvæði sýrlensk-ættaða þingmannsins Nasers Khader, er í upplausn. Tveir af fimm þingmönnum flokksins hafa nú yfirgefið hann og fleiri menn sem gegna trúnaðarstöð- um innan hans eru að íhuga sinn gang. Þrýst hefur verið á Khader sjálfan að segja af sér formennskunni, að því er greint er frá á Politiken.dk. Fyrst sagði Gitte Seeberg skilið við þingflokkinn í janúar og á mánudag ákvað Malou Aamund að ganga í þingflokk Venstre. Það var stjórnarliðinu mikið fagnaðarefni þar sem nú hafa stjórnarflokkarnir aftur tryggan þingmeirihluta. - aa Flokkur Khaders í vanda: Nýtt bandalag að leysast upp NASER KHADER DANMÖRK, AP Áhöfn á dráttarbát í eigu dönsku útgerðarinnar Svitzer var tekin í gíslingu af sjóræn- ingjum úti fyrir strönd Sómalíu á föstudag. Áhöfnin er heil á húfi og hefur aðgang að mat og vatni að því er kom fram í tilkynningu frá útgerðinni í gær. Fjórir Rússar, einn Breti og einn Íri voru um borð í Svitzer Korsakov þegar sjóræningjarnir gerðu áhlaup. Útgerðin neitar að tjá sig um samningaviðræður við sjóræningjana. Sjórán eru að færast í aukana við strendur Sómalíu. Í fyrra voru yfir tuttugu skip rænd á þessu svæði. - sdg Sjórán við strendur Sómalíu: Rændu áhöfn á dönsku skipi Das Auto. ALVÖRU 6 ÞREPA SJÁLF- SKIPTING DÚXAÐI Á EURO NCAP PRÓFINU HLAUT GULLNA STÝRIÐ SVEIGJAN- LEGIR SÖLUMENN KOLEFNIS- JAFNAÐUR Í EITT ÁR EYÐIR AÐEINS FRÁ 5.0 l/100 KM HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Golf Trendline kostar aðeins frá 2.098.000 kr. Komdu og prófaðu betur búinn Golf á frábæru verði. Það er höfuðatriði að vera á öruggum bíl í umferðinni og fáir standa Golf framar í þeim efnum, enda fékk hann hæstu einkunn á Euro NCAP prófinu. Í Golf tvinnast saman hágæðahönnun, framúr- skarandi aksturseiginleikar og nýstárleg tækni. Kraftalegur afturhluti og sportlegar línur í bílnum gefa fyrirheit sem aksturseiginleikarnir standa fyllilega undir. GOLF GTI® BÍLL ÁRSINS 2008 Car&driver Álfelgur, samlit ur, armpúði á m illi framsæta og ra fstýrð sóllúga. Bættu við Spor tpakka fyrir 290.000 kr. Eða 24.740 kr. á mánuði miðað við bílasamning til 84 mánaða og 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 7,06%. Aukabúnaður á mynd: Álfelgur og samlitur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.