Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 31
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sara Marti Guðmundsdóttir hefur yndi af falleg- um fötum en sníður sér þó stakk eftir vexti og kaupir megnið af fötunum sínum erlendis. Leikkonan Sara Marti Guðmundsdóttir er hrifin af hvers konar mörkuðum og þar reynir hún að finna litla gimsteina. „Ég kaupi yfirleitt fötin í útlöndum ef frá eru taldir skór. Þar sem ég er ekki á neinum for- stjóralaunum reyni ég að forðast sérstakar hönnun- arverslanir og fer frekar á markaði þar sem ýmislegt fallegt leynist,“ útskýrir Sara. Fyrir tveimur árum fann hún fallegan hálskraga á Portobello-markaðnum í London. Hann keypti hún af stelpu sem var að læra fatahönnun og seldi eigin flík- ur fyrir lítinn pening. „Hann er svona beis-litaður með silfurlituðu blómamunstri og örugglega búinn til úr gardínu þegar ég hugsa út í það. Kraginn er svo tekinn saman með blúndu og fallegri nælu,“ lýsir Sara en hún notar hann aðallega við kápur og frakka. Sara segist eiga troðfullan skáp af fötum og tímir engu að henda. „Sumt er löngu hætt að passa á mig en ég get ekki fyrir mitt litla líf hugsað mér að henda eða gefa flíkur sem ég keypti til dæmis í Hong Kong eða á öðrum eftirminnilegum stöðum.“ Í kvöld mun Sara frumsýna leikritið „Norway today“ í Kúlunni ásamt Þóri Sæmundssyni. Þetta er farandsýning Þjóðleikhússins í ár og síðustu daga hafa þau ferðast með hana um landið. Leikritið, sem á að höfða til ungs fólks, er byggt á sannsögulegum atburðum sem gerðust í Noregi. Það fjallar um tvo unga krakka sem hittast á netinu og ákveða að fremja sjálfsmorð. „Þó að þetta hljómi þungt þá er það ekki raunin,“ segir Sara. „Þetta er mjög vel skrifað verk,“ bætir hún við en það verður sýnt í Þjóðleikhúsinu fram að páskum. vera@frettabladid.is Gimsteinar leynast víða Sara keypti kragann, sem hún heldur að sé búinn til úr gardínu, á Portobello-markaðnum í London. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN BLÓMATÍMI LISTA Biedermeier-tímabilið gat af sér fjölda sér- stæðra húsgagna. HEIMILI 4 TÓLF SPORA MEÐFERÐ FATNAÐAR Klæðskerinn og kjólameistarinn Selma Ragnarsdóttir getur breytt gömlum frakka í tískujakka og saumað dýrindis kjóla úr gardínum. TÍSKA 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.