Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 18
18 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR Í FAÐMI NÁGRANNA Barack Obama stillti sér upp fyrir myndatöku með nágrönn- um sínum fyrir utan kjörstað í Shoesmith-grunnskólanum í Chicago þar sem hann greiddi atkvæði í forkosningum demókrata á þriðjudaginn. BROSMILDIR Í ÞOTUNNI John McCain spjallar við félaga sinn, öldungadeildarþing- manninn Joe Lieberman, í kosningaþotu sinni á þriðjudaginn. Á bak við Lieberman situr Charlie Christ, ríkisstjóri í Flórída. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ROMNEY Á KJÖR- STAÐ Mitt Romney og Ann eiginkona hans greiddu atkvæði í ráðhúsinu í Belmont í Massa- chusetts. Romney hefur aðeins tryggt sér 269 kjörmenn hjá repúblikönum en gæti endað sem varaforsetaefni McCains. „Já, við getum það,“ kallaði stuðningsfólk Barack Obama þegar hann talaði til þeirra á kosninganótt Þriðjudagsins mikla. Viðhafnarsalurinn á Fairmont-hótelinu í San Francisco var þéttsetinn af fólki í léttu skapi og það tók vel undir þegar frambjóðandinn talaði til þess af stóru tjaldi. Auðvitað voru vonbrigði yfir úrslitum í einstökum ríkjum, eins og Kaliforníu. En Obama blés baráttuanda í brjóst allra þegar hann flutti bestu ræðu allra frambjóðenda þetta kvöldið. Obama er líka flokkaður sem Draumóramaðurinn hjá demókrötum eða jafnvel Draumaframbjóðandinn. Hann talar um möguleika fólks, drauma þess og vilja sinn til þess að uppfylla óskir. Hann er góður í því að slá á tilfinningar fólks og nær til þess í ræðum sínum. Hann sýndi það á kosningavöku stuðnings- manna sinna. „Já, þið getið það,“ er endurtekn- ingin í ræðum hans sem kveikir vonar- neista í brjóstum margra. Það mátti sjá í augum fólksins sem nánast felldi tár um leið og það fagnaði forsetaefni sínu. Hillary Clinton er innanbúð- armaður- inn sam- kvæmt flokkun sem Bill Whalen í Hoover Institution í Stanford setti fram á fundi okkar. Það á bæði við um pólitískar áherslur og skipulag framboðs hennar. Hillary er nátengdari pólitíkinni í Washington en Obama á ekki eins langa sögu að baki. Hún leggur líka áherslu á reynslu sína til að takast á við erfið málefni. Obama leggur áherslu á að hann sé óháður hagsmuna- hópunum sem telja sig geta dregið upp seðlaveskið til að fá einhverju framgengt. Mark D. Hill, einn trúnaðar- maður repúblikana í Kaliforníu, sagði að líklega yrði auðveldara að vinna Hillary en Obama í for- setakosningunum í nóvember. Um 42 prósentum kjósenda er illa við Hillary og munu aldrei kjósa hana. Það eru mun fleiri en er illa við Obama. Hann sagði að allir repúblikanar myndu sameinast gegn Hillary en Obama gæti náð til stuðn- ingsmanna á jaðrinum. Obama væri því hættulegri andstæð- ingur. Úrslit Þriðjudagsins mikla benda ekki til að stuðn- ingsmenn demókrata ætli að láta Draumóra- manninn taka sig á flug. Meiri líkur eru á því að innanbúðarmaðurinn í flokki demókrata muni sigra eins og í Repúblikana- flokknum. Þótt fjöldi fólks haldi í vonina eru fleiri sem kalla: „Nei, við getum það ekki.“ BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON skrifar frá San Francisco Draumóra- maðurinn Obama FORKOSNINGAR Í BANDARÍKUNUM MÆÐGUR FAGNA Hillary Clinton faðmar dóttur sína Chelsea á kosningafundi í New York á þriðjudaginn þar sem hún vann yfirburðasigur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.