Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 26
26 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 907 5.102 -2,48% Velta: 8.191 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 8,02 -1,60% ... Bakkavör 45,15 -4,75% ... Eimskipafélagið 31,25 -0,48% ... Exista 12,43 -4,61% ... FL Group 9,75 -2,99% ... Glitnir 18,30 -3,43% ... Icelandair 26,50 -1,85% ... Kaupþing 723,00 -1,63% ... Landsbankinn 29,00 -2,85% ... Marel 99,30 -0,40% ... SPRON 5,92 -1,33% ... Straumur-Burðarás 13,00 -1,89% ... Teymi 5,37 -1,83% ... Össur 92,50 -1,70% MESTA HÆKKUN MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR 4,75% EXISTA 4,61% GLITNIR 3,43% MARKAÐSPUNKTAR Heildarvelta með skuldabréf nam 683 milljörðum króna í janúar og hefur aldrei verið meiri í einum mánuði. Viðskipti með íbúðabréf námu ríflega helmingi viðskiptanna. Stefnt er að skráningu Skipta, móðurfé- lags Símans, í Kauphöll Íslands í mars, að því er Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, segir. Upphaflega átti að skrá félagið á markað fyrir áramót, en því fékkst frestað vegna tilboðs Skipta í sló- venska símafélagið, Telekom Slovenija. Volvo hagnaðist minna á fjórða ársfjórðungi 2007 en búist var við. Greiningardeild Glitnis segir hagnað hafa numið 5.509 milljónum sænskra króna fyrir skatta, þegar búist var við 6.176 milljónum. Tekjur voru samt umfram væntingar, 84,6 milljarðar sænskra króna. „Þetta var mjög góður árangur. Við stefnum nú að betra ári,“ segir Matthías Imsland, forstjóri Ice- land Express, en farþegum flug- félagsins fjölgaði um tuttugu pró- sent í fyrra miðað við árið á undan. Ætla má að þetta jafngildi því að um 450 þúsund manns hafi flogið með vélum félagsins á síðasta ári. Þetta er jafnframt besta rekstrar- ár Iceland Express. Flugfélagið flaug til fimmtán áfangastaða í Evrópu á síðasta ári, auk þess að fljúga beint frá Akur- eyri og Egilsstöðum til Kaup- mannahafnar síðasta sumar. Stefnt er að því að auka sætafram- boð á nokkrum áætlunarleiðum á þessu ári; þar á meðal til London og Kaupmannahafnar. Matthías segir að auk þess að fjölga ferðum og bæta sætanýt- inguna hafi markaðssetning félagsins verið að skila sér. „Félag- ið er að festast verulega í sessi sem fyrsti valkostur hjá mörg- um,“ segir hann. - jab/jsk Besta ár Iceland Express ICELAND EXPRESS-FLUGVÉLAR Far- þegum hjá Express fjölgaði um tuttugu prósent milli ára í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Vegna vangaveltna í leiðara Mark- aðarins í gær um upplýsingagjöf á markaði áréttar Exista að fá félög hafi gefið jafn ítarlegar upplýsingar um eigin stöðu og það hafi gert í síðustu viku þegar farið var yfir uppgjör félagsins, sem og stöðu eiginfjár og lausafjár- stöðu í janúarlok. Hlutdeildaraðferð er beitt á tvær eignir Existu, Kaupþing og Sampo, sem eru langtímaeignir í kjarnastarfsemi félagsins, fjármála- þjónustu. „Hlutdeildaraðferð er ekki mat á virði eigna, eins og stendur í leiðara, heldur er tekin hlutdeild í hagnaði viðkomandi félags. Þessi aðferð endurspeglar því mun betur undirliggjandi rekstur langtímaeigna en verðþróun hlutabréfa. Markmið hlutdeildaraðferðar er ekki síst að draga úr markaðssveiflum, hvort sem þær eru upp á við eins og á fyrri parti 2007 eða niður á við eins og á síðari helmingi ársins,“ segir í áréttingu félagsins. Exista hefur lagt sérstaka áherslu á að draga fram mismun á bókfærðu virði og markaðsvirði hlutdeild- arfélaga í reikningum, sem og afkomutilkynningu og uppgjörsfundum félagsins. Loks bendir félagið á að engar óskráðar eignir hafi verið færð- ar upp á fjórða ársfjórðungi. Í Vegvísi Landsbankans fyrir helgi, sem vitnað er til í leiðara, eru slíkar uppfærslur nefndar sem möguleg skýring á ólíkri niðurstöðu greiningardeildarinnar og Existu hvað varðar eiginfjárhlutfall í janúarlok. Árétting um upplýsingagjöf Verulega hefur dregið úr veltu á fasteignamarkaði. Formaður Félags fasteigna- sala segir næstum útilokað að fá íbúðalán hjá bönkum. Aðeins er lánað fyrir íbúð á dag. Greiningardeild Kaup- þings gerir ráð fyrir stýri- vaxtalækkun í mánuðinum. „Bankarnir eru nánast lokaðir fyrir lánum til íbúðakaupa,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Hún bendir á að bankarnir hafi dregið úr lánshlutfalli sínu, en ekki er langt síðan þeir lánuðu fyrir öllu kaupverðinu. „Það er erfitt fyrir fólk að komast inn. Það hefur þurft að brúa bilið með yfirdráttarlánum og allir vita hvað þau kosta.“ Verulega hefur hægst um á fast- eignamarkaðnum. Samkvæmt nýjum tölum frá Fasteignamati fækkaði kaupsamningum um næstum 40 prósent í síðasta mán- uði, samanborið við janúar í fyrra. Þá dróst velta saman um hátt í þriðjung milli janúar í ár og janúar í fyrra. Þá varð einnig töluverður sam- dráttur í janúar miðað við mán- uðinn á undan. „Nú ríkir ákveðin óvissa, bæði vegna kjarasamninga og kaup- hallar. Það er ekkert óeðlilegt að þetta endurspeglist á fasteigna- markaðnum.“ Fram kemur í Hálffimmfrétt- um Greiningardeildar Kaupþings að lán bankanna í janúar hafi jafnaði numið 28 milljónum á dag, sem svari til einnar íbúðar. Þegar mest var hafi lánin hins vegar numið milljarði króna á dag. Greining Glitnis telur að haldi þessi þróun á fasteignamarkaði áfram heyri helsti drifkraftur verðbólgunnar sögunni til. Grein- ingardeild Kaupþings telur að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist við næstu vaxtaákvörðun, 14. febrúar. ingimar@frettabladid.is Bankarnir nánast lokaðir fyrir lánum EIGNIR SKOÐAÐAR Dregið hefur úr fjölda kaupsamninga á fasteignamarkaði. For- maður Félags fasteignasala segir að bankarnir séu svo gott sem hættir að lána. Rannsóknarblaðamennska rædd Blaðamaðurinn Agnes Bragadóttir sótti nýverið heim nemendur á Bifröst og uppfræddi um laun- helgar rannsóknarblaðamennskunnar. Að auki voru þar fyrirspurnir og bar á góma forsíðufrétt blaðsins þar sem slegið var upp eftir Enskilda- bankanum sænska að Exista væri í verulegum kröggum. Skýrðist daginn eftir að útreikningar Enskilda voru rangir. Á Bifröst var höfundur frétta- rinnar, sem birtist ómerkt, inntur skýringa á því hvers vegna ekki hefði verið leitað viðbragða strax hjá Existumönn- um, sem þá hefðu væntanlega strax getað bent á rangfærslurn- ar. En það var víst ekki hægt af ótta við að þeir lækju málinu í Viðskiptablaðið, þar sem Exista á hlut. Viðskipta- blaðið fer raunar mun fyrr í prentun en Mogginn, en það var ekki rætt. Rangindi rétt eftir höfð Aukinheldur var að því spurt hvort ekki hefði þótt tilefni til að birta leiðréttingu vegna uppsláttarins frá greiningardeild SEB Enskilda, en þess mun ekki hafa þótt þurfa. Enda var hárrétt eftir bankanum haft í fréttinni. Þá sagði Agnes líka ekkert búið að sýna fram á neinar rangfærslur hjá Enskilda, einungis væri deilt um reikningsaðferðir. Er það svo sem í takt við við- brögð blaðsins vegna athugasemda við önnur viðskiptaskrif. Staðið er við frétt um bréfaskriftir Fjármálaeft- irlitsins til Kaupþings vegna NIBC, þrátt fyrir neitun FME og þá væntanlega við frétt um kaup araba á tveggja prósenta afsláttarhlutar í Kaupþingi, sem menn þar á bæ kannast ekki við. Peningaskápurinn ... Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf., kt. 701086-1399, hefur birt Lýsingu vegna víxlaflokks sem tekinn hefur verið til viðskipta hjá OMX Nordic Exchange Iceland hf. (hér eftir OMX ICE) og gert aðgengilega almenningi frá og með 7.2.2008. Eftirfarandi víxlaflokkur hefur verið gefinn út: Víxlaflokkur að fjárhæð kr. 5.000.000.000 var gefinn út þann 1.12.2007 og tekinn til viðskipta hjá OMX ICE þann 7.2.2008. Nafnsverðeiningar 5.000.000 ISK. Auðkenni flokksins í OMX ICE er STRB 08 1201. Víxlarnir eru vaxtalaus eingreiðslubréf sem skulu endurgreiðast þann 1.12.2008. Umsjónaraðili skráningarinnar í OMX ICE er Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. Lýsingu er hægt að nálgast á vefsetri OMX ICE: www.omxgroup.com/nordicexchange. Einnig má nálgast Lýsingu á skrifstofu Straums - Burðaráss að Borgartúni 25 eða á vefsetri Bankans: www.straumur.com. Reykjavík, 7.2.2008. Fjórir stærstu viðskiptabankarnir standast allir reglulegt álagspróf Fjármálaeftirlitsins (FME). Í gær var birt niðurstaða slíks prófs og segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, hana sýna að eigin- fjárstaða bankanna sé sterk og þeir geti staðið af sér veruleg áföll. „Sterk eiginfjárstaða er sér- lega mikilvæg í ljósi þess óróa sem verið hefur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum,“ segir hann. Álagsprófið miðar við stöðu mála hjá bönkunum í árslok 2007, en þá endurspegla eiginfjárhlut- föll þeirra þegar áhrif af óróa á fjármálamörkuðum á seinni hluta ársins. Eftir að reiknuð höfðu verið inn margvísleg áföll og gengisfall krónu (eða annarra miðla en evru í tilviki Straums) nam lækkun á eiginfjárhlutfalli bankanna frá 0,6 til 2,5 prósentustiga. - óká Bankarnir standast álagspróf Hlutabréfamarkaðir víða um heim skriðu til baka eftir fall á þriðju- dag. Úrvalsvísitalan tók hins vegar dýfu en hún hefur ekki hækkað síðan á þriðjudag í síðustu viku þegar hún rauk upp um 2,57 prósent. Vísitalan hefur nú fallið um rúm 19,2 prósent frá áramót- um. Á sama tíma hækkaði sam- norræna OMXN-40 vísitalan um rúm 0,3 prósent í gær. Takturinn var sem fyrr sleginn í Bandaríkjunum í fyrradag eftir birtingu ISM-vísitölunnar, sem mælir gang viðskipta, nýjar pant- anir, innflutning og stöðu starfs- mannahalds í þjónustugeiranum. Vísitalan féll úr 54,4 stigum í jan- úar í 41,9 stig nú en greiningar- deild Glitnis benti á í gær að við- líka lækkun hafi ekki sést í sjö ár, eða frá því hryðjuverkaárásir voru gerðar í Bandaríkjunum árið 2001. Við þetta féll Dow Jones-vísitalan um 2,93 prósent og Nasdaq-vísital- an um rúm þrjú prósent í gær. Fjárfestar vestanhafs og austan telja nú meiri líkur en meiri á að samdráttarskeið vofi yfir Banda- ríkjunum. Rætist verstu spár getur það leitt til minni innflutn- ings frá helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna, ekki síst frá Asíu. Í kjölfarið féllu markaðir í álf- unni. - jab Vísitölurnar skríða til baka eftir fall ÞRÓUN Á MÖRKUÐUM Í GÆR Vísitölur Breyting Dow Jones (Bandar.)* +0,60% Nasdaq (-)* +0,71% Nikkei (Nikkei) -4,70% FTSE (Bretland) +0,13% C20 (Danmörk) -0,11% OMX30 (Svíþjóð) +0,66% OMXI15 (Ísland) -2,48% OMXN40 (Norðurlönd) +0,58% * Um sexleytið í gær. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur samþykkt kaup Byrs á rekstri Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna hf. (VSP). Jafnframt fær Byr heim- ild til að fara með ráðandi hlut í Rekstrarfélagi sparisjóðanna. Í tilkynningu kemur fram að kaupin séu liður í aukinni þjónustu við viðskiptavini sparisjóðsins, en til þessa hefur Byr boðið viðskipta- vinum verðbréfaþjónustu í gegn- um dóttur- og hlutdeildarfélög sín. „Engar breytingar eru fyrirhug- aðar á þeirri þjónustu sem við- skiptavinum VSP hefur fram til þessa verið veitt. Sú starfsemi VSP sem Byr hefur fest kaup á, þ.e. eignastýring og verðbréfamiðlun, verður nú hluti af heildarstarfsemi Byrs,“ segir í tilkynningunni. - óká Byr má kaupa VSP segir FME
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.