Fréttablaðið - 07.02.2008, Side 32

Fréttablaðið - 07.02.2008, Side 32
[ ] Klæðskerinn og kjólameist- arinn Selma Ragnarsdóttir getur breytt gömlum frakka í tískujakka og saumað dýrindis kjóla úr gardínum. Hver kannast ekki við það að eiga nokkrar flíkur inni í skáp sem ekki má henda? Kannski eitthvað frá afa eða ömmu eða bara eitthvað sem ekki passar. Selma Ragnarsdóttir, kjóla- meistari og klæðskeri, sérhæfir sig í fatabreytingum af ýmsu tagi og býður upp á tólf spora meðferð fatnaðar sem getur gefið fötum nýtt líf. Hún breytir þeim á eftir- farandi vegu: 1. Stytta/síkka – þrengja/víkka 2. Umskipti: Skipta til dæmis um rennilás, tölur og smellur. 3. Fjarlægja: Taka af vasa, tölur, hluta af flíkinni. 4. Bæta: Til dæmis göt, rifur og saumsprettur. 5. Skreyta 6. Prenta/þrykkja 7. Lita: Heillita, úða, stensla, skvetta á og fleira. 8. Aflita/klóra: Skvetta, úða, leggja í bleyti. 9. Sjúska: Rispa, nudda og vinda. 10.Skera: Með hníf, skærum eða sprettara. 11.Skjóta: Með pílum, örvum, haglabyssu. 12.Yfirkeyrsla: Keyra yfir til dæmis á nagladekkjum og spóla. Selma er nýflutt með vinnu- stofu sína að Skúlagötu 10 en þar rekur hún einnig búningaleigu ásamt systur sinni Guðbjörgu Ragnarsdóttur. „Ég hef fengist við að breyta fötum síðan ég var unglingur. Í fyrstu var ég að fikta með flíkur af ömmu og langömmu en svo hefur það þróast út í alhliða fatabreytingar,“ segir Selma. Hún segir fólk oft eiga mikið af verðmætum flíkum sem gaman er að gefa nýtt líf. „Kápan hennar ömmu eða jakkinn hans afa pass- ar kannski ekki við eigið vaxtar- lag en er ef til vill úr flottu efni og hefur tilfinningalegt gildi,“ útskýrir Selma. „Það má síðan þess vegna koma með gardínur sem maður vill breyta í kjól,“ bætir hún við og segir að slík end- urnýting sé auðvitað líka umhverfisvæn. vera@frettabladid.is Tólf spora meðferð fatn- aðar gefur fötum nýtt líf Selma á vinnustofunni þar sem hún fæst við að breyta flíkum og leigja búninga af ýmsu tagi til bæði einstaklinga og hópa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Alexander og Emil í jökkum sem Selma hefur breytt með því að setja á þá stroff og rennilás. Alexander átti upphaflega hugmyndina að breyting- unni en Selma hefur síðan útfært hana á ýmsa vegu. Jakkinn hans Emils fyrir breytingu. Kate Moss er vinsæl sem aldrei fyrr. Í mars mun hún ná þeim áfanga að vera á forsíðu glanstímaritsins Vogue í 25. skipti. s: 557 2010 Opið: Laugardaga 10-16 SUNNUDAG 12-16 ÚTSALA Mörkinni 6, s. 588 5518

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.