Fréttablaðið - 07.02.2008, Side 11

Fréttablaðið - 07.02.2008, Side 11
FIMMTUDAGUR 7. febrúar 2008 KÍNA, AP Vetrarhörkur í Kína hafa skapað mikið álag á samgöngur og hafa milljón- ir manna ekki komist leiðar sinnar á mesta ferðatíma ársins í kring um tunglárs- áramótin. Nú sér þó fyrir endann á vetrarveðrinu og var helsta samgönguæð landsins sem liggur frá norðri til suðurs opnuð eftir að hafa verið lokuð vikum saman. Er þetta versta veður sem geisað hefur í mið- og austurhluta Kína í yfir hálfa öld. Húsakostur er víða illa búinn til að þola slíkt vetrarveður og í mörgum bæjum eru engin tæki til snjómoksturs. Sums staðar hefur verið rafmagnslaust í tólf daga. - sdg Milljónir strandaglópar í Kína: Vetrarveður loks í rénun ÓFÆRÐ Unnið að því að losa bíl sem festist á járnbrautarteinum í ófærðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Rúm 196x168 cm Sæti Sæti Eldhús Rúm 196x122 cm Geymsla Geymsla SAMGÖNGUMÁL Nýr vegarkafli um Svínahraun á Suðurlandsvegi hefur gefið góða raun, en það er svokallaður 2+1 vegur. Engin alvarleg slys hafa orðið á vegar- kaflanum síðan hann var tekinn í notkun haustið 2005. Vegrið hafa komið í veg fyrir alvarleg slys. Reynsla Svía af 2+1 vegum er afar góð og öryggi er litlu minna en á vegum þar sem tvær akreinar eru í hvora átt. 2+1 vegur er samt margfalt ódýrari. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi sem Lýðheilsustöð stóð fyrir í gær. Tekin var fyrir spurningin hvaða vegagerð hent- aði á stofnbrautum út frá borginni og almennt á Íslandi, út frá öryggi vegfarenda og með tilliti til kostn- aðar. Haraldur Sigþórsson, verkfræð- ingur hjá Línuhönnun, hélt því afdráttarlaust fram að 2+1 vegir væru allt eins góð lausn og að leggja tvær akreinar í hvora átt. Vitnaði hann til reynslu Svía sem hafa valið 2+1 lausnina víða í sínu vegakerfi. „Sænskar rannsóknir sýna að ef tveggja akreina þjóð- vegi er breytt í 2+1 veg má búast við allt að 70 prósent fækkun alvarlega slysa og banaslysa.“ Ágúst Mogensen, forstöðumað- ur rannsóknarnefndar umferðar- slysa, hélt erindi um framan- ákeyrslur. Þær eru helsta orsök alvarlegra umferðarslysa hér á landi en 70 einstaklingar hafa far- ist í 54 slíkum slysum síðan 1998 á öllu landinu. Niðurstaða Ágústs var afdráttarlaus. „Það verður að aðgreina umferð úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi og Vest- urlandsvegi sem fyrst. Hvert ár í töf þýðir fleiri banaslys og slys með miklum meiðslum.“ Ágúst minntist einnig á að þrátt fyrir að mikið væri búið að kvarta yfir 2+1 vegarkaflanum í Svína- hrauni væri samt ljóst að hann hefði komið í veg fyrir mörg slys. Í fyrirlestri Haraldar kom fram að í Svíþjóð hafa dæmin sannað að 2+1 vegir koma jafnt í veg fyrir framanákeyrslur og tvær akrein- ar í gagnstæðar áttir. Aðalatriðið er miðjuskipting vegarins með vegriði. Á fundinum var nokkuð fjallað um kostnað þessara tveggja lausna til vegalagningar. Kom fram að 2+1 vegur er margfalt ódýrari. Ef kostnaður við tvöföldun Suður- landsvegar er tekinn sem dæmi þá má leggja 2+1 veg frá Hvalfjarð- argöngum að Borgarnesi fyrir það fé sem sparast við að velja 2+1 á þeirri leið. svavar@frettabladid.is 2+1 vegur góð og ódýr lausn Öryggi vegfarenda er álíka vel tryggt á 2+1 vegi og þar sem tvær akreinar eru í hvora átt. 70 ein- staklingar hafa farist í bílslysum á áratug; flestir í framanákeyrslum á stofnbrautum út frá Reykjavík. 2+1 Í SVÍNAHRAUNI Vegarkaflinn á Suðurlandsveginum er umdeildur en hefur reynst afar vel. 61 bíll hefur keyrt á vegriðið sem aðskilur akreinarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÆREYJAR Í nýskip- aðri landstjórn Færeyja eru þrír af átta ráðherrum konur, en engin kona var í stjórn- inni á síðasta kjör- tímabili. Þá voru sjö konur kjörnar á Lögþingið í kosn- ingunum 19. jan- úar. Þar sem þeir þingmenn sem setjast í landstjórnina segja af sér þingmennsku setjast varamenn þeirra á þing; við það fjölgar um eina konu og eru þær nú átta af alls 33 þingmönnum. Áður sátu aðeins þrjár konur á þingi. Kristina Háfoss, nýr mennta- málaráðherra úr Þjóðveldis- flokknum, var ekki í framboði í lögþingskosningunum. - aa Breytingar á færeyska þinginu: Stóraukið hlutfall kvenna KRISTINA HÁFOSS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.