Fréttablaðið - 07.02.2008, Qupperneq 2
2 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR
BORGARMÁL Í skýrslu sem stýrihóp-
urinn um málefni REI kynnir fyrir
borgarráði í dag segir að fjölmörg
mistök hafi átt sér stað í samninga-
og ákvarðanatökuferli um samein-
ingu REI og Geysis Green Energy.
Ennfremur segir að sú staðreynd
að endurskoða þurfi marga þætti
málsins sé áfellisdómur yfir allri
stjórnsýslu málsins.
Stýrihópurinn gerir það að til-
lögu sinni að REI verði alfarið í
eigu Orkuveitunnar og hafi það
hlutverk að sinna þróunar- og fjár-
festingaverkefnum erlendis.
Stýrihópurinn segir að aðkoma
FL-Goup hafi verið mikil og jafn-
vel ráðandi í málinu. Þá hafi ekki
verið ljóst hver gætti hagsmuna
Orkuveitu Reykjavíkur við samn-
ingsgerðina.
Auk þess er það
gagnrýnt að
umboð og valdsmörk stjórnenda
REI hafi verið óljós. Til dæmis hafi
hluthafasamkomulagið í REI við
innkomu Bjarna Ármannssonar
verið undirritað af hálfu Orkuveit-
unnar af starfandi forstjóra félags-
ins án þess að fyrir lægi umboð til
þess frá stjórninni. Einnig er gagn-
rýnt að Guðmundur Þóroddsson,
forstjóri REI, hafi farið utan með
tiltekin fyrirheit án þess að þau
hefðu verið kynnt fyrir stjórnum
GGE og REI.
Í skýrslunni segir orðrétt: „Þjón-
ustusamningur til 20 ára milli OR
og REI, sem telja má að feli í sér
einkavæðingu á allri starfsemi OR
utan Íslands, er stefnubreyting
sem kjörnir fulltrúar í þeim þrem-
ur sveitarfélögum sem eiga Orku-
veitu Reykjavíkur hefðu átt að fá
tækifæri til að ræða og taka afstöðu
til. Jafnframt hefði að
mati stýrihópsins
verið eðlilegt
að kjörnir
fulltrúar eigenda tækju afstöðu til
þess hvort kaupa ætti hlutafé fyrir
14 milljarða króna í hlutafélagi
sem tæki þátt í áhætturekstri á
erlendum vettvangi.“
Stýrihópurinn er einnig sam-
mála um að í ferlinu hafi orðið
trúnaðarbrestur milli æðstu stjórn-
enda REI og OR annars vegar og
síðan ákveðinna borgarfulltrúa
hins vegar.
Gísli Marteinn Baldursson, sem
sæti á í stýrihópnum, vildi ekki tjá
sig um skýrsluna þegar Fréttablað-
ið leitaði til hans í gær.
„Ég harma það að einhver skyldi
leka þessari skýrslu til fjölmiðla í
stað þess að leyfa okkur að vinna
þetta í friði og kynna svo fyrir
borgarráði,“ segir Óskar Bergsson
sem einnig sat í stýrihópnum.
jse@frettabladid.is
lambakjöt í gúllassósu0,5 ltr. Egils gos fylgir með
749 kr.
Réttur dagsins
VEITUMÁL Stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur samþykkti á föstudag
tilboð Klæðningar ehf. í lagningu
svokallaðrar Hellisheiðaræðar.
Tilboð Klæðningar upp á
1.111.111.111 krónur er um 85
prósent af kostnaðaráætlun
Orkuveitunnar. Lægra tilboð barst
frá félaginu Urð og grjót ehf. en
það stóðst ekki skilmála sem settir
voru um styrkleika vertaka að
sögn Eiríks Hjálmarssonar,
upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar.
Áætlað er að Hellisheiðaræð
skili heitu vatni til höfuðborgar-
svæðisins á seinni hluta árs 2009.
- gar
Tóku tilboði í Hellisheiðaræð:
Klæðning bauð
1.111.111.111 kr.
HELLISHEIÐARVIRKJUN Skilar vatni
seinni hluta næsta árs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Grétar, ertu samansaumaður?
„Já í orðsins fyllstu merkingu – allan
hringinn.“
Grétar Mar Jónsson alþingismaður er að
jafna sig eftir umfangsmikla lýtaaðgerð,
sem skildi eftir fleiri sauma en hann
hefur tölu á.
MENNTAMÁL Júlíus Vífill Ingvars-
son, formaður menntaráðs
Reykjavíkurborgar, sagði á
kennararáðstefnu sem haldin var
á Nordica hóteli í gær að borgin
hygðist greiða framlag til
kennara vegna aukins álags sem
þeir hafa mátt þola síðustu
misserin.
Hann segir í samtali við
Fréttablaðið að frekari útfærsla
verði að öllum líkindum kynnt á
borgarráðsfundi í dag. „Mér
fannst rétt að segja frá þessu svo
þeir vissu að við hefðum skilning
á aðstæðum þeirra. Að við værum
í raun þakklát fyrir að þeir skuli
hafa tekið á sig aukaálag til að
sinna ýmsum verkefnum, sem
hafa jafnvel hafa verið fyrir utan
venjulegan vinnutíma. Kennarar
hafa stigið ölduna í því ástandi
sem verið hefur þar sem mann-
ekla hefur verið.“ - jse
Menntaráð Reykjavíkur:
Kennarar fá
álagsgreiðslu
JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON Formaður
menntasviðs Reykjavíkurborgar færði
kennurum gleðitíðindi á fjölmennri
kennararáðstefnu á Nordica hóteli í gær.
HEILBRIGÐISMÁL Tveimur miltis-
brandssýktum kúahræjum, sem
voru grafin upp í Garðabæ í nóv-
ember, hefur ekki enn verið farg-
að. Um áramótin veitti umhverfis-
ráðuneytið undanþágu til að farga
hræjunum en þau eru enn geymd í
læstum gámi.
Grafa kom niður á hræin við
framkvæmdir á byggingarlóð í
Hraunsholti í Garðabæ, og var
yfirdýralækni gert viðvart. Eitur-
efnakafarar slökkviliðsins voru
síðar fengnir til að fjarlægja þau,
og var þeim komið fyrir í vatns-
þéttum skipagámi.
Í ljós kom að hræin voru af kúm
sem drápust úr miltisbrandi árið
1941. Miltisbrandur er í flokki
alvarlegustu smitsjúkdóma sam-
kvæmt lögum um dýrasjúkdóma.
Upphaflega átti að farga
hræjunum í Sorpbrennslu Suður-
nesja, en hún hafði ekki leyfi til að
farga úrgangi af þessu tagi. Þá
sendi matvælastofnun erindi til
Umhverfisstofnunar, sem sótti um
undanþágu til förgunar hjá
umhverfisráðuneytinu. Sú undan-
þága var veitt Sorpsamlagi Þing-
eyinga 2. janúar en ekkert hefur
gerst í málinu síðan.
„Ég hef ekki skoðað þetta mál
síðustu daga, það þarf bara að
rifja þetta upp,“ segir Halldór
Runólfsson yfirdýralæknir. - sþs
Erfiðlega gengur að farga tveimur miltisbrandssýktum kúahræjum:
Miltisbrandshræ enn í gámi
MILTISBRANDUR Eiturefnakafari
slökkviliðsins skolar skóflu gröfunnar
sem kom niður á hræin í nóvember.
Þó miltisbrandur sé í flokki alvarlegustu
smitsjúkdóma í dýrum hefur hræjunum
ekki enn verið fargað. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VIÐSKIPTI Hagnaður hluthafa
SPRON vegna ársins 2007 nemur
3.287 milljónum króna, samkvæmt
uppgjöri sem birt var í gær.
Hagnaður á hlut er 65,7 aurar.
Arðsemi eigin fjár SPRON er
11,5 prósent á ársgrundvelli. Af
grunnrekstri er arðsemin hins
vegar 17,1 prósent, en þá hafa
verið bakfærðir rekstrarliðir
vegna fjárfestinga og leiðréttar
vaxtatekjur sem nema kostnaði
samstæðunnar af því að vera með
hlutabréfa- og skuldabréfastöður.
Guðmundur Hauksson, forstjóri
SPRON, segir afkomuna vel viðun-
andi í ljósi mikilla lækkana á
hlutabréfamörkuðum. - óká
Hagnaður upp á 3,3 milljarða:
Afkoma SPRON
sögð viðunandi
NEYTENDUR Verð á mat- og
drykkjarvörum var 64 prósentum
hærra hér en að jafnaði í ríkjum
Evrópusambandins (ESB), árið
2006, að því er fram kemur í
Hagtíðindum Hagstofunnar.
Verðið er hvergi hærra en hér.
Miðað er við verð á matarkörfu
með ýmsum vörum. Þar á meðal
mjólk, kjöti, eggjum og brauði.
Það fer eftir gengi krónunnar
hversu miklu munar á Íslandi og
meðalverði í ESB. Fram kom í
skýrslu norrænna samkeppnis -
yfirvalda árið 2005 að innflutn-
ingshömlur á búvörum væru
helsta ástæða hás vöruverðs
hérlendis. - ikh
Alþjóðlegur samanburður:
Hæsta verðið
er hér á landi
GRUNDARTANGI Ökumaður steypubíls BM Vallár missti
stjórn á bílnum við álver Norðuráls á Grundartanga í
gærkvöldi. Bíllinn skautaði í hálkunni yfir vegarkant í
beygju og út í sjó.
Bíllinn fór talsvert langa leið niður í flæðarmálið,
yfir hliðið sem afmarkar álverssvæðið og nokkra
metra út í sjóinn.
Ökumanninum tókst að opna hurðina og sjónarvottar
renndu fleka til hans og hjálpuðu honum í land. Hann
leitaði síðan aðstoðar í álverinu.
Steypubíllinn marar hálfur í kafi. Þorsteinn
Víglundsson, framkvæmdastjóri BM Vallár, segir að
bílstjórinn hafi sloppið ómeiddur og það sé fyrir
mestu. Hann hafi verið að koma með steypu frá
Akranesi í álverið.
Lögregla var kölluð á staðinn og skýrsla tekin af
manninum. Þorsteinn á von á því að bíllinn sé ónýtur
en segir að það komi betur í ljós á morgun.
„Það á eftir að kanna nákvæmlega hvernig þetta bar
að og hvort ökumaðurinn hafi verið á of mikilli ferð
eða ekki. Það verður farið yfir málið í dag og bílnum
náð upp úr sjónum. Það er ekki til neins að hætta
mönnum við það í myrkri,“ sagði Þorsteinn í gærkvöld.
Éljagangur var á Grundartanga þegar slysið átti sér
stað. - ghs
Ökumaður steypubíls missti stjórn á bílnum á Grundartanga í gærkvöld:
Rann alla leið út í sjó
Í SJÓNUM Ökumaður steypubíls missti stjórn á honum og
rann bíllinn alla leið út í sjó. Á myndinni má sjá förin eftir
bílinn í snjónum. FRÉTTABLAÐIÐ/MAGNÚS MAGNÚSSON
Álagið á slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins var svo mikið í gær að litlu
munaði að ársgamalt met yrði slegið
í fjölda sjúkraflutninga. Flest útköll
sem sjúkraflutningamenn á tólf tíma
vakt hafa fengið er 78 en í gær fóru
sjúkraflutningamenn í 73 útköll. „Þá
var dælubíllinn kallaður níu sinnum
út sem telst mjög mikið,“ segir Guð-
mundur Guðjónsson, innivarðstjóri.
SLÖKKVILIÐ
73 sjúkraflutningar í gær
Skýrsla stýrihóps er
harður áfellisdómur
Skýrsla stýrihóps um málefni REI verða kynnt fyrir borgarráði í dag. Áfellisdóm-
ur yfir stjórnsýslu málsins. Ekki ljóst hver gætti hagsmuna Orkuveitunnar. Borg-
arfulltrúi Framsóknarflokksins harmar að skýrslan hafi komist til fjölmiðla.
ORKUVEITA
REYKJAVÍKUR
Í skýrslunni
kemur fram að
þjónustusamn-
ing OR og REI
hafi falið í sér
einkavæðingu
á allri starfsemi
OR utan Íslands.
SPURNING DAGSINS