Fréttablaðið - 07.02.2008, Page 4
4 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR
FASTEIGNIR Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er
að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskyldu-
hús.
„Það er verið að endurnýja húsið og gera
það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“
segir Ingunn.
Hið glæsilega einbýlishús Þingholtstræti
29a var byggt árið 1916 af þýska kaupmannin-
um Obenhaupt. Ólafur Johnsen stórkaupmað-
ur átti húsið næst. Starfsbróðir hans Árni
Jónsson eignaðist síðar húsið en seldi það árið
1952 til Reykjavíkurborgar sem rak þar
aðalbókasafn sitt til ársins 2000. Þá keypti
Guðjón Már Guðjónsson í OZ húsið. Hann
seldi það norska listmálaranum Odd Nerdrum
tveimur árum síðar. Ingunn keypti húsið síðan
af Oddi í fyrra og er þar með orðinn sjöundi
eigandi þess.
Ingunn segir miklar breytingar hafa verið
gerðar á innviðum hússins í gegnum árin.
Fyrst og fremst hafi Borgarbókasafnið lagað
húsakynnin að starfsemi sinni. „Húsið var
byggt sem fjölskylduhús og ég ætla að breyta
því í þannig horf og gera það íbúðarhæft,“
segir Ingunn.
Reiknað er með að endurnýjun hússins taki
um tvö ár. Ingunn segist hafa sér til fulltingis
verktaka, arkitekt og verkfræðing sem hafi
mikla reynslu af því að gera upp gömul hús.
„Húsið er því miður afar illa farið. Til dæmis
eru þakrennur ónýtar og það lekur með
þakinu. Það hefur skemmt út frá sér því
lekanum var ekki sinnt. Eins þarf að endurnýja
og lagfæra alla glugga. Hér eru voldugir og
virðulegir gluggar sem voru með bæði innri og
ytri gluggahlerum en einhver hefur tekið sig
til og hent nánast öllum innri hlerunum. Það er
líka búið að henda mörgum gömlum hurðum og
ofnum. Þetta þarf að endurgera sem er
auðvitað heilmikið verkefni en á endanum
verður þetta mjög skemmtilegt,“ segir Ingunn.
Framkvæmdir innanhúss eru þegar hafnar.
Ingunn segir mörg lög af illa förnu parketi
hafa komið í ljós, hvert öðru verra. „Þannig að
nú verður að finna eitthvert gamaldags
parket,“ segir hún.
Aðspurð kveðst Ingunn enn ekki hafa
ákveðið hvort hún flytji sjálf inn í Þingholts-
stræti 29a: „Ég er ekki alveg ákveðin en þetta
verður að minnsta kosti hús fyrir fjölskyldu.“
gar@frettabladid.is
Blæs nýju lífi í glæsivillu
Húsið á Þingholtsstræti 29a verður endurnýjað í upprunalegri mynd. Fjárfestirinn Ingunn Wernersdóttir
segist ætla að gera húsið að fjölskylduhúsi á ný. Ingunn kveðst þó ekki hafa ákveðið hvort hún búi þar sjálf.
VILLA FRIDA Hús Ingunnar Wernersdóttur hefur verið
kallað ýmsum nöfnun í gegnum tíðina. Esjuberg er
þekktasta heiti þess en fyrsti eigandinn nefndi það Villa
Frida eftir eiginkonu sinni. Ingunn er að hugsa um að
taka það nafn upp aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
INGUNN
WERNERSDÓTTIR
NÝTT ELDHÚS Í þessum tignarlega sal á fyrstu hæð verður
eldhús.
BÓKALYFTAN Margir muna
eftir lyftunni sem flutti
bækur á milli hæða. Hún
verður fjarlægð.
STIGINN Voldugur stigi
liggur milli hæða.
VERÖNDIN Rúmgott er á
veröndinni.
ALÞINGI Miðað er við að sveitarfé-
lögin taki yfir málefni fatlaðra í
ársbyrjun 2011.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra upplýsti það á
Alþingi í gær í svari við fyrirspurn
Rósu Guðbjartsdóttur, Sjálfstæðis-
flokki. Rósa grennslaðist einnig
fyrir um hug ráðherra til fjöl-
breytni í rekstrarformum sambýla
fatlaðra og sagðist Jóhanna hlynnt
athugun á slíku.
Árni Þór Sigurðsson, VG, varaði
við að þingið fjallaði um breytt
rekstrarform enda sveitarfélag-
anna að ákveða eftir að málaflokk-
urinn verður kominn á þeirra
forræði. - bþs
Flutningur verkefna frá ríkinu:
Sveitarfélögin
fá fatlaða 2011
BÚFJÁRHALD Tilraun sem gerð var
til að ná sex kindum niður úr
Ólafsvíkurenni í gær tókst ekki.
Þær voru komnar nokkuð neðar-
lega í fjallið, en tóku strikið upp á
syllurnar aftur þegar þær urðu
varar við mannaferðir.
Eins og Fréttablaðið hefur
greint frá eru kindurnar búnar að
vera í Enninu síðan í haust. Þær
hafa ekki náðst niður þrátt fyrir
tilraunir til þess. Upphaflega voru
þær sjö en eru nú sex, þar sem ein
er talin hafa runnið í hálku og
hrapað til bana. Bæði er um að
ræða fullorðnar kindur og lömb.
„Það er ein kindin sem ræður
ferðinni og er eldstygg. Hún virð-
ist ráða alveg yfir hinum og þær
fara á eftir henni,“ segir Margrét
Þorláksdóttir, annar eigenda kind-
anna. „Hún ætlar bara ekki niður
hvað sem á gengur.“
Að sögn Margrétar fór hinn eig-
andi kindanna upp í Ennið við
annan mann upp úr hádeginu í
gærdag því þeir sáu að kindurnar
voru komnar neðarlega í fjallið.
Þótti því lag að reyna að ná þeim.
Mennirnir voru með hund með sér
en það dugði ekki til. Þeir urðu frá
að hverfa vegna hálku ofar í fjall-
inu.
„Það verður reynt aftur,“ segir
Margrét og bætir við að vonandi
viðri vel til þess að hægt verði að
ná kindunum niður. - jss
Tilraun til að ná kindunum sex niður úr Ólafsvíkurenni mistókst:
Tóku strikið upp í syllur á ný
KINDURNAR Í ÓLAFSVÍKURENNI
Eru ekki á því að láta ná sér.
LÖGREGLUMÁL „Þau skiptu sér í
hópa og áttu eitthvað sökótt við
hvert annað,“ segir Viðar Jökull
Björnsson, rekstrarstjóri
Kringlunnar, um ólæti unglinga í
Kringlunni í gær. Hann segir
daginn hafa byrjað vel með því að
yngri börn hafi sungið fyrir
verslunareigendur. Upp úr hádegi
hafi margir unglingar komið í
Kringluna og hluti þeirra látið
ófriðlega. Hafi öryggisverðir
brugðist við og komið þeim út úr
húsi.
„Þessi dagur er vinsæll hvað
varðar aðsókn í húsið en svona
ólæti höfum við ekki séð í nokkur
ár,“ segir Viðar. Hann segir bæði
öryggisverði og lögregluþjóna,
sem kallaðir voru til, þekkja
hvernig eigi að takast á við svona
aðstæður og því hafi allt verið
undir fullkominni stjórn. - ovd
Skrílslæti unglinga:
Slagsmál í
Kringlunni
STJÓRNMÁL Grétar Mar Jónsson,
Frjálslynda flokknum, furðar sig á
að prestar þjóðkirkjunnar hafi
ekki tjáð sig um álit Mannréttinda-
nefndar
Sameinuðu
þjóðanna um
íslenska
fiskveiðistjórn-
unarkerfið.
„Mannrétt-
indabrot eru
staðfest. Það
kemur fram
berum orðum að
ekki megi mismuna Jóni og séra
Jóni,“ segir Grétar Mar.
Hann bendir á að prestar séu
duglegir við að fjalla um mannrétt-
indabrot í fjarlægum löndum. Þeim
mun háværari sé þögn þeirra nú
þegar íslensk stjórnvöld eru uppvís
að mannréttindabrotum. - bþs
Grétar Mar Jónsson:
Undrast þögn
þjóðkirkjunnar
GRÉTAR MAR
JÓNSSON
! #
$
%
&
& '
# (! %'
)
#
$
*+, -.
/+,
-.
0+,
-.
1+, 2+,3 -.
04+, -.
05+, -.
*+,3 -.
/+, -.
6+, -.
/+, -.
7+, -.
06+,
02+,
44+, -.
! "# $%
& '!! &()
& &( *'
&( "+
& ,&()
( ) && &&(
(( $-)
!.)
& ( )(( /& ! *$-
)),&"
*()!
(
&( (
&( &( &0 "1
*' 2
& )&&&
& ,
- !
& &( &(
) , !
!"
89
9 8:" 9
;
9
#+" && .
*2
0<
0<
0<
45
01
06
05
41
01
0< 0<
4
GENGIÐ 06.02.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
126,9569
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
65,83 66,15
128,9 129,52
96,13 96,67
12,897 12,973
11,932 12,002
10,168 10,228
0,6175 0,6211
103,98 104,6
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR